Þankatilraun um RÚV

RÚV-betaÞankatilraun: Hvernig stofnun væri “Ríkisútvarpið”, ef það væri stofnað í dag?

Gefum okkur að RÚV hefði einhverra hluta vegna ekki verið stofnað á sínum tíma, en menn kæmu sér saman um að Ríkið þyrfti að sinna eftirfarandi hlutverkum:

 1. Að miðla upplýsingum til landsmanna á neyðartímum (öryggishlutverk)
 2. Að stuðla að gerð vandaðs innlends dagskrárefnis (menningarhlutverk)
 3. Að miðla fréttum á vandaðan og hlutlægan hátt (fréttahlutverk)

Nú sinnir RÚV fleiri hlutverkum, en þetta er þau sem oftast koma upp í umræðunni um nauðsyn RÚV, enda má undir stærstum hluta litrófs íslenskra stjórnmálaskoðana færa góð rök fyrir þeim öllum.

Augljóst er að útfærslan yrði verulega önnur en núverandi fyrirkomulag undir hatti einnar stofnunar. Svona gæti þetta til dæmis litið út núna á tímum internetsins og nútímafjarskipta og -miðlunar:

 • Öryggishlutverkinu yrði sinnt með því að tryggja Almannavörnum útsendingar- og miðlunarbúnað og vald til að taka yfir dreifikerfi annarra fjölmiðla og fjarskiptafyrirtækja á neyðartímum. Jafnframt yrði Fjarskiptasjóður efldur til að tryggja örugg dreifikerfi á þeim svæðum sem fjarskiptafyrirtækin sjá sér ekki hag í að gera það á markaðsforsendum.
 • Menningarhlutverkinu yrði sinnt með því að efla – og helst sameina – Kvikmyndasjóð og Menningarsjóð útvarpsstöðva sem samkeppnissjóð sem aðrir miðlar gætu sótt í óháð formi efnisins. Þannig ætti slíkur sjóður ekki síður að styrkja metnaðarfull verkefni í vefmiðlun eða annarri stafrænni miðlun en kvikmynda- og útvarpsefni.
 • Fréttahlutverkinu yrði að langmestu leyti sinnt af fréttastofu, líklega ekki ósvipaðri þeirri sem nú er rekin á RÚV, sem legði megináherslu á metnaðarfulla miðlun á vefnum, þar með talið samfélagsmiðlum. Hugsanlega yrðu þar líka lesnar fréttir (á bæði útvarps- og sjónvarpsformi) sem rekstraraðilum dreifikerfa bæri að gera aðgengilega í gegnum sínar aðal-, eða aukarásir.

– – –

ATH: Þessi pistill er ekki settur fram sem gagnrýni á kjarnastarfsemi RÚV, hvað þá starfsfólkið sem þar starfar. Flest af því sem stofnunin fæst við á sér eðlilegar og skiljanlegar skýringar í sögu og þróun tækni, fjölmiðlunar og samfélags. Stundum er bara áhugavert að stíga eitt skref til baka og hugsa hlutina upp á nýtt og út fyrir kassann.

12 comments

 1. Vantar e.t.v. “lýðræðishlutverk”, þ.e. að stuðla að opinni, gagnrýninni, lýðræðislegri umræðu í samfélaginu, og aðhaldi með stjórnvöldum hverju sinni, til dæmis með rannsóknablaðamennsku?

  1. Rétt, líklega mætti útvíkka “fréttahlutverk” í “lýðræðishlutverk”, sem auk frétta innifæli fréttaskýringar, umræðuþætti, kynningar á valkostum í kosningum og fleira. Þetta myndi þó líklega ekki breyta útfærslunni.

  2. Hmm… nú hafa menn áhyggjur af því að ríkið kunni að fara sínu fram án aðhalds. Til þess að sefa þær áhyggjur mun ríkið veita sjálfu sér aðhald. Reynist það ekki duga mun ríkið veita sjálfu sér meira aðhald. Það er nú aðdeilis „lýðræðishlutverk“ í lýðræðisleikriti.

  1. Hárrétt Hildigunnur: Sjá síðustu athugasemd fyrir ofan þína og uppfærðan texta í sjálfri færslunni sem nú nær einnig til annars efnis en kvikmyndaðs.

  1. Attenborough hefði eftir sem áður framleitt sína þætti.

   RÚV – í þessari hugmyndatilraun – var aldrei til, en það er hugsanleg að einhverjum dytti í hug að það félli undir hlutverk Ríkisins að tryggja aðgengi að góðu fræðsluefni og þá væri spurning hvernig það væri best útfært. Að öðrum kosti ætti hvert okkar ca. 20þús krónur á ári sem við í dag borgum fyrir RÚV í að kaupa það efni, eða aðgang að því efni sem okkur lystir.

 2. ” vald til að taka yfir dreyfikerfi annara fjölmiðla…” á neyðartímum, finnst mér athyglisverður punktur. Jafnvel með óbreyttu ruv- i, áfram. Upplýsingar vissulega flæðandi allsstaðar, en hættan er sú að þær séu útþynntar eða ekki nákvæmlega þær sem Almannavarnir vilja koma á framfæri við hættulegustu aðstæður.

 3. Missti af þessari í sumar – það er mjög góð pæling að núll stilla RÚV og vinna mál þaðan – og líka að það samkeppnissjóðurinn yrði stækkaður og gefið víðtækara hlutverk! (Smá input varðandi menningarsjóð útvarpsstöðva – hann var lagður niður 2001)

 4. Menning sem samkeppnisgrein.
  Samkeppni um prís eða gæði?
  Það er hætt við að það þurfi einhverja viðskiptafræðinga og hagfræðinga í málið, að skilgreina, að meta.
  Það verður náttúrulega að borga þeim fyrir það.
  Svo verða listamennirnir að eyða öllu púðrinu í að matreiða þetta ofaní viðskiptafræðingana svo þeir eigi séns í samkeppninni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s