Smá DataMarket nördaskapur í morgunsárið.
Hér er búið að teikna upp þróun 10 m.kr. láns frá 1. júlí 2007 (hátindi lánabólunnar okkar) m.v. þrenns konar mismunandi forsendur:

ATH: Ekki er tekið tillit til afborgana eða vaxta, bara þróun á höfuðstól m.v. gefnar forsendur.
Tölurnar á bakvið þetta (og þúsundir annarra hagvísa) verða fáanlegar í Gagnatorgi um íslenskan efnahag þegar þar að kemur.
Þetta er glæsileg framsetning.
Vei þeim fjölmiðli sem birtir blákaldar staðreyndir sem þessar.
Athugið að tímabil er aðeins 20 mánuðir!
Lýsi eftir svona “bungu og lægða” fréttum inná grafið, það væri æði.
Þetta er fallegt.
Hvað stendur lóðrétti ásinn fyrir?
umm ….lóðrétti ásinn stendur væntanlega fyrir upphæð
Væri hægt að fá þetta með vöxtunum?
P.S. Eins væri gagnlegt að sjá sömu lán lengra aftur í tímann, segjum t.d. ef lánið hafi verið tekið 1997 en ekki 2007.
Ég þakka þér fyrir gáfulegt “umm …” svar, Ari.
Stendur það fyrir einingarlausa upphæðina 0-35? Er miðað við íslenska krónu? Hvernig liti þetta út ef það væri umreiknað yfir í stöðuga mynt?
Kristleifur: Lóðrétti ásinn eru upphæð í ISK, enda er það það sem skiptir máli fyrir þá sem standa frammi fyrir sem þurfa að greiða af láninu.
Sigfús: Ég miðaði við mitt ár 2007 vegna þess að það var um það leiti sem lánabólan stóð sem hæst og því tiltölulega algengt að fólk sé í þessari stöðu. Þessi tímapunktur kemur reyndar sérlega illa út fyrir erlendu lánin og eins og þú ýjar að kæmu þau betur út bæði miðað við annan tíma og líka ef tekið er tillit til vaxtanna sem eru talsvert hærri af verðtryggða láninu en af erlendu lánunum.
Það er lítið mál að reikna þetta miðað við annan tímapunkt og gögnin liggja öll fyrir. Hins vegar held ég að það myndi ekki segja okkur neitt sérstakt að miða við 1997 þar sem þá stóðu svona lán almenningu einfaldlega ekki til boða. Kannski frekar að miða við 2005 eða þar um bil?
Eins er rétt að taka fram að þetta segir ekkert um framhaldið. Gengisþróunin getur verið allavegana og það er ekkert sem segir að að 10 árum liðnum geti ekki vel verið að erlenda lánið reynist hafa verið hagkvæmara eftir allt saman.
Skal setja saman aðra mynd sem nær eitthvað lengra aftur við tækifæri.
Það myndi alveg vera gagnlegt að sjá hvernig lán hefðu þróast ef þau hefðu verið tekin 1997 þó þau hafi ekki staðið til boða þá. Þú bara gefur þér þá forsendu að slík lán hafi verið til boða þá. Það gefur okkur kannski smá innsýn í hvernig þessi samanburður er til lengri tíma. Skora á þig að koma með slíkt graf!
Sigfús: Skal henda því upp líka.
Rétt að taka það fram að ég er ekki að færa nein rök fyrir því hvor lánin séu betri. Bara að draga upp mynd sem er raunveruleiki fyrir þá sem tóku þessi lán fyrir 20 mánuðum síðan.
Reyndar held ég að það sé líka varasamt að ætla að spá of mikið um efnahagsmál næsta áratugar – hvort heldur litið er til Íslands eða heimsins í heild – út frá þróuninni síðasta áratuginn.
Dásemdin við Gagnatorgið þegar það kemst í gagnið verður að þar verður hægt að skoða allar svona forsendur með lágmarksfyrirhöfn og skoða gögn að baki alls kyns röksemdafærslum.
Takk fyrir svarið.
Ég er að spyrja út í aðra vinkla á gögnin af því að ég er að reyna að átta mig á því hvað verðtryggingin ER eiginlega. Raunverulega.
Þannig að ég hlakka til að fá Gagnatorg.
Já, ég er mjög hrifinn af þessu hjá þér, veit vel að þú ert ekki að taka afstöðu með eða á móti íslenskum verðtryggðum lánum.
Niðurstaðan er sennilega sú að það eru engir góðir kostir í stöðunni fyrir lántakendur á Íslandi og hefur aldrei verið. Verðtryggðu lánin vaxa og vaxa í verðbólgu (sem er ekki óalgeng á Fróni) og gengistryggðu lánin sveiflast til og frá í takt við korktappakrónuna.
Ég tók sjálfur íslenskt verðtryggt lán uppá 1,5 milljón fyrir c.a. 10 árum síðan og á yfirlitinu núna stendur það í 2,2 milljónum. Ekki beint uppörvandi eftir að hafa borgað af því samviskusamlega í 10 ár.
Hjalli, þetta er eitt stærsta framtak í þessari kreppu sem einstaklingur hefur ýtt af stað
Þetta mun vonandi færa upplýsingar nær almenningi svo allir geti gert sér betur grein fyrir stöðunni
Bíð spenntur eftir opnuninni
kv,
Hörður
Það er reyndar ekki rétt hjá þér að gjaldeyrislán hafi ekki verið í boði á þessum tíma. Ég veit allavega um dæmi þar sem einstaklingur tók erlent lán árið 2000. Þá, ólíkt því sem gerðist í lánabólunni, var mikið varað við áhættunni sem þessu fylgdi.
Skora því á þig líkt og Sigfús að leggja fram línurit frá þeim tíma. 20 mánuðir eru jú stuttur tími á 25-40 ára láni og segir ansi lítið þegar uppi er staði.
Mér virðist eitthvað ranglega metið hér.
Er einmitt með kr. 20 millj. frá 1.4. 2007
og til dagsins 28.2. 2009 er HÆKKUN rétt um 26% beint reiknað frá bankanum. Verðtryggt og
með 4,5 % vexti.
Falli verðbólga t.d. í um 5% hrapar hækkunin
á “verðbólguhlutanum” þegar. Sá þáttur er
því mjög breytilegur eftir verðbólgunni hér.
Besta og mesta kjarabótin er því að fá verð-
bólguna niður í 3-5% og stöðugleika sem fyrst.
Það vantar æði margt inní þetta. T.d. að verðtryggða lánið er jafngreiðslulán og því ekkert farið að borga niður höfuðstól þess á tímabilinu. Af erlenda láninu er aftur á móti borgað af höfuðstól í hverri afborgun. Og lækkar því greiðslubyrðin þar með tímanum öfugt við verðtryggða lánið. Og þvi getur svona unnið graf bara sýnt þróun hinna ýmsu mynta eins og bankarnir eru með á sínum heimasíðum. Upsafnaði höfuðstóllinn á verðtryggða láninu hækkar alltaf fram að miðju lánstímans (og líka eftir það)og eftir það þyngjast greiðslur verulega. Þetta er því enginn mælikvarði á hvað fólk þarf að borga fyrir lánin sín í bráð og lengd heldur eingöngu graf sem sýnir gengis og vísitöluþróun á gefnu tímabili.
Glæsilegt! Hversu lengi þurfum við að bíða eftir Gagnatorginu og Íslandsklukkunni?
D.