Minnispunktur til mín vegna Árna Johnsen

Ok – Hjalli opnar sig. Fram að þessu hef ég kosið Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að það er eini flokkurinn sem hefur verið eitthvað nærri mínum lífsskoðunum á flestum sviðum. Það vantar alltaf minn flokk – hægri kratana – þannig að þetta hefur verið skásti kosturinn.

Það sem hefur helst farið í taugarnar á mér við flokkinn eru hin og þessi atvik sem hafa verið á grensunni í klíkuskap. Ég hef yfirleitt reynt að réttlæta fyrir mér að þetta sé ekki svona slæmt, það hljóti að vera góð rök fyrir öllu saman og að fréttamiðlarnir séu bara að mála málin í hentugum litum.

En nú tók steininn úr! Árna Johnsen veitt uppreist æru, í fjarveru forseta, af handhöfum forsetavalds (sem fyrir tilviljun eru allt gegnir sjálfstæðismenn), til að geta tekið þátt í kosningaslagnum fyrir vorið.

Kommon. Maðurinn stal fé og misnotaði aðstöðu sína í opinberu embætti – það er ekki eins og hann hafi BARA kýlt mann í andlitið eða eitthvað slíkt. Hann braut af sér í sömu aðstöðu og hann sækist nú eftir aftur og hefur ekki sýnt vott af iðrun að séð verði.

Þessi bloggfærsla er í raun bara minnispunktur til mín um að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn í vor ef Árni Johnsen verður þar í mögulegu þingsæti. Manni hættir nefnilega til að gleyma.

Ég vona að fleiri úr lausafylgi Sjálfstæðisflokksins geri slíkt hið sama.

4 comments

  1. Ég er þér hjartanlega sammála þarna. Og að framkvæma svona gjörning í dagsljósi svo allir fái séð! Svínslegt, siðlaust og sérstaklega mikið í anda “Animal Farm”.

    Skemmtilegt líka að það var Björn Bjarnason sem fór þess á leit (formlega) að þessi gjörð yrði. Björn hefur svosem verið lítt hrifinn af lögum sjálfur – þó svo að hann sinni nú því embætti sem ætti að skikka hann til að kunna þau – samanber jafnréttislögin, barn síns tíma.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s