Reynslan af Prius

Nú erum við búin að eiga Priusinn í bráðum fimm mánuði.

Þó að þetta séu orðnir furðu algengir bílar, er fólk oft að spyrja okkur út í reynsluna af honum. Hér kemur hún í hnotskurn.

Stutta útgáfan er að reynslan er mjög góð. Þetta er bíll og hagar sér að öllu leyti sem slíkur. Krafturinn er sambærilegur við aðra meðal-fólksbíla sem við höfum átt, jafnvel ívíð meiri. Plássið í honum er fínt og hann kemur manni á milli staða. Til þess eru jú bílar.

Nú er líka komin reynsla á þetta með eyðsluna. Fyrsta athugasemdin þar er að við erum á margan hátt óheppilegir Prius eigendur. Við keyrum 6-7 mínútur í og úr vinnu og á þeim tíma er bíllinn ennþá að hitna – rafmagnsvélin fer aldrei almennilega að taka við þar sem miðstöðin er enn að hitna og líklega einhverjar olíur og svona líka. Þetta er sérstaklega áberandi þegar kalt er í veðri og hitastigið hefur greinileg, bein áhrif á eyðsluna.

Meðaleyðslan okkar er þessvegna í kringum 8,5 lítrar á hundraðið – samanborið við 11,0-11,5 á Corollunni í svipuðum akstri. Þegar maður ekur hins vegar í lengri tíma eða er kominn út á þjóðvegina er sagan allt önnur. Meðaleyðslan þegar Priusinn er búinn að vera í gangi í 10 mínútur eða meira er 5,0-5,5 lítrar á hundraðið nokkurnveginn sama hvar er. Það koma alveg kaflar þar sem maður ekur vel undir 5 lítrum á hundraðið í venjulegum þjóðvegaakstri. Þetta er sambærilegt við það sem gefið er upp fyrir allra sparneytnustu díselbílana, en þeir eru yfirleitt mun minni, auk þess sem uppgefin eyðsla fyrir bíla er oftast í lægri kantinum.

Annað er bara eins og það á að vera. Það hefur ekkert bilað og yfirhöfuð ekkert vesen. Það eina sem er er að fólk hefur einhverra hluta vegna verið iðnara við að keyra á okkur en áður – þannig að hann er núna á réttingaverkstæði. Ég held að maður geti ekki kennt tvinn-vélinni um það 🙂

3 comments

  1. Búinn að aka Prius í 25 daga núna og reynslan er ekkert nema jákvæð, rosalega skemmtilegur bíll. Hann er þó að eyða ívið meira en ég bjóst við, sirka 6,4 í blönduðum akstri (bjóst við svona 5,5) en ég hugsa að það sé alveg rétt sem þú segir varðandi kuldann, hann virðist hafa bein áhrif á eyðsluna. Það verður forvitnilegt að fylgjast með eyðslunni í sumar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s