Frítt bensín!

Smá pæling í umræðuna um bensínverð.

Af hverju tekur ekki eitthvert olíufélagið sig til og fer að selja bensín án álagningar? Þetta hljómar auðvitað fáránlega, en skoðum þetta aðeins í ljósi ókeypis hagfræðinnar.

Olíufélögin þreytast ekki á því að kvarta yfir því að þau eigi minnstan þátt í bensínverðinu og að hver króna sem þau leggi á lítrann margfaldist vegna virðisaukaskatts, bensíngjalds og annarrar skattlagningar. Sem sagt – fyrir hverja krónu sem olíufélag vill taka aukalega af lítranum þarf félagið að hækka útsöluverðið á lítranum sjálfum um kannski 2-3 krónur.

En af hverju ekki að lækka frekar verðið á lítranum þannig að hann komi út á sléttu? Með því mætti sennilega margfalda viðskiptavinafjöldann og svo gæti félagið einbeitt sér síðan að því að selja vörur og virðisaukandi þjónustu sem eru með margfalt betri álagningu. Staðreyndin er sú að krónurnar sem olíufélag fær útúr því að selja viðskiptavini eitt Prins Póló (sem er líklega selt með 40% álagningu á svona stöðvum) eru fleiri en þeir fá af heilum bensíntanki þó þær hækki lítrann um eina krónu (40 krónur af fullum tanki af hverjum þeir fá etv. 15-20).

Þetta er alþekkt módel – “loss leaders”. Mjólk er gjarnan seld í dagvöruverslunum án álagningar og jafnvel með neikvæðri framlegð, metsölubækur í Bónus fyrir jólin, flugmiðar hjá lággjaldaflugfélögum og svo framvegis. Framlegðinni er svo náð af vörunum sem hafa miklu hærri álgagningu, gosi, hangikjöti og bílaleigubílum svo dæmi séu tekin. Þetta er líka ástæðan fyrir því að það er varla til sú verslun lengur sem reynir ekki að troða upp á mann gosflösku og Mentos-tyggjói við afgreiðsluborðið. Kreista nokkrar ódýrar krónur útúr viðskiptavininum fyrst það er búið að lokka hann inn.

Kaldhæðnin við þetta er það að í rauninni eru það sjálfsafgreiðslustöðvarnar sem hafa ekkert nema álagninguna til að lifa af. Þjónustustöðvarnar hafa hins vegar ótal tækifæri til að ná peningum af viðskiptavinum sínum og hafa því tækifærið til að gera eitthvað að “skekjandi” (e. disruptive) í verðlagningu á þessum markaði.

Ofangreind viðskiptaráðgjöf til olíufélaganna er í boði hússins 😉

2 comments

 1. Mjög skemmtileg pæling.

  Ef þú verslar í Smáralind á fimmtudögum færðu frían bíómiða. Þar gildir í raun sama konsept. Hver einstaklingur að horfa á myndina kostar ekkert (sem slíkur – þó að sýningin í heild kosti eitthvað).

  Áhorfandinn gæti aftur á móti freistast til að kaupa popp eða nammi með brjálaðri álagninu. Þannig græðir kvikmyndahúsið á ókeypis miðum.

  Það væri svo hægt að varpa þessari hugsun yfir á bensín – verslaðu í Smáralind fyrir ákveðna upphæð og fáðu í staðinn að kaupa bensín á kostnaðarverði á sjálfvirkri stöð á bílaplaninu. Lítil eða engin álagning þýðir lægri skattar og gjöld sem að svo aftur stækkar verðbilið miðað við hefðbundnar bensínstöðvar.

 2. Smá framhald:

  Gæti Smáralind fengið Atlantsolíu til að reka fyrir sig stöð þar sem að bensínið væri selt á kostnaðarverði (að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sjá ofar) en að Smáralind greiði Atlantsolíu eingöngu fyrir viðhald á stöðinni. Ef að skattar og gjöld eru að stórum hluta bundnir við álagningu þá myndu þau væntanlega vera lægri.

  Mig langar svo að benda á eitt sem að hefur greinilega gleymst í umræðunni um mótmæli atvinnubílstjóra. Ef að ríkið myndi taka sig til og fella niður alla skattheimtu af bensíni og olíu þá myndi það einfaldlega hækka skatta á öðrum stöðum í staðinn.

  Persónulega er ég mjög sáttur við að þeir sem keyra bílana borgi skattana (sem svo aftur _eiga_ að fara í uppbyggingu og viðhald á vegakerfinu).

  Atvinnubílstjórar ættu í raun að vera að mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Exxon-Mobile sem skilaði á síðasta ári mesta hagnaði skráðs fyrirtækis frá örófi alda (“$40.6 billion” – c.a. 2.842.000.000.000 kr. ef mér tekst að setja inn réttan fjölda núlla).

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s