Uppfært 29. október, 2008: Söfnun þessarra upplýsinga hefur verið flutt á vefinn Nýsköpun.org. Færslan var uppfærð m.t.t. þess.
Við erum hérna nokkur að reyna að koma saman lista yfir helstu sprota- og þekkingarfyrirtæki landsins. Þetta er gert í því skyni að geta sýnt að þetta sé raunverulega til og eitthvað sem getur vaxið upp úr rústum bankahrunsins.
Listinn er hér. Vefurinn er Wiki-svæði og hver sem er getur breytt þessum lista og bætt við hann með því einu að skrá sig.
Listinn er upphaflega byggður á upplýsingum frá Frjálsri Verslun og er hvorki tæmandi né 100% réttur, en við ætlum að laga það. Endilega skráið upplýsingar um ykkur eða fyrirtæki sem þið vitið um.
flott framtak Hjalli og co…
Blessaður Hjálmar.
Ekki gleyma Marel. 🙂
Bestu kveðjur,
HB
Fínn listi!
Ef þig vantar skrifborð og tölvuskjái liggur beint við að leita til Nýja Landsbanka og Nýja Glitnis – Þar liggja líklega nokkur hundruð tölvuskjáir undir skemmdum…