Appelsínugulur

Ég sýni lit:

appelsinugulur

Appelsínugulur er sameiginleg yfirlýsing friðsamra mótmælenda.

Við erum appelsínugul

Við erum friðsöm

Við viljum breytingar

Appelsínugulur…

  • … er friðsöm krafa um breytingar
  • … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni
  • … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu strax
  • … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið

Appelsínugulur á sér engan málsvara, heldur eru allir þeir sem styðja þessa yfirlýsingu málsvarar hennar

Vertu í appelsínugulu, sýndu lit.

Það ætla ég a.m.k. að gera.

P.S. Sjá Appelsínugulur á Facebook

6 comments

  1. Þú skrifar einmitt það sem ég hef hugsað síðustu dagana, set þetta í statusinn á Facebook.

    Eitt rotið epli skemmir fyrir restinni í svona mótmælum og vonandi sjá þeir sem eru í þeim pakka að sér.

    Kveðja,
    Stígur

  2. Líst vel á þetta. Einföld leið til að auglýsa friðsemd sína í mótmælunum.

    En að auki þurfa appelsínugulir að staðsetja munninn fyrir neðan nefið og reyna að tala til ófriðarseggina þegar þeir eru ætla að skemma mótmælin.

  3. Flott framtak, það eru rotin epli meðal mótmælanda og það eina sem við getum gert í því er að mæta sjálf, fjölga friðsömum mótmælendum og hvetja ólátabelgina til að hafa sig hæga. En svo virðist sem um 1% þess fólks sem mætti hafi verið með vesen, þessi mótmæli eru líklega þau friðsömustu sem sögur fara af í heiminum miðað við aðstæður.

    Atburðir síðustu daga sýna hins vegar að þessir ólátabelgir eru ekki eingöngu meðal mótmælenda, það eru að koma upp ófá dæmi um ógnvænlegar aðfarir lögreglumanna að friðsömum mótmælendum sem ósjálfrátt hleypir afar heitu blóði í marga.

  4. Heyr heyr Valur.

    Með fjöldanum má kæfa svona pústra. Það er hægt að fá fram vilja fjöldans án þess að nokkur bein séu brotin. Fjöldinn þarf í rauninni einungis að láta sjá sig…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s