Þrátt fyrir að Money:Tech ráðstefnan hafi verið slegin af, ákváðum við DataMarket menn að halda áfram með fyrirlesturinn um ris og fall íslenska hagkerfisins. Meira um hann og birtingu hans síðar.
Hér er samt önnur mynd sem segir meira en mörg orð. Flatarmál myntanna sýnir hlutfallslega stærð þeirra hagkerfa sem hana nota:
Engu að síður hefur maður heyrt sögur af því að íslenska krónan hafi verið ein af þeim 6-8 myntum sem margir alþjóðlegir gjaldeyrismiðlarar sýndu hvað mesta athygli. Geðveiki?
Athugið að flatarmálið getur verið villandi. Svona liti þetta út ef það væri sett í stöplarit.
P.S. Stærðin sem þarna er borin saman er verg þjóðarframleiðsla viðkomandi þjóða. Sem viðskiptamynt er dollarinn í raun margfalt stærri.
Sæll,
Ég held að það myndi hjálpa upplýsingagildi neðra grafsins ef það stæði einhversstaðar á y-ásnum eða sem legend fyrir hvað stöplarnir standa.
Bara hugmynd…
Það myndi klárlega gera það. Hugmyndin var samt bara að sýna hlutfallslega stærð, en ekki endilega hvaða stærð það er.
M.ö.o. upplýsingagildið á að vera takmarkað 🙂
þetta er flott hjá þér