Guðjón Már félagi minn hefur verið að vinna frábæra vinnu með Hugmyndaráðuneytið undanfarna mánuði, ásamt öllu því hæfileikaríka fólki sem hefur gefið sig að verkefninu með honum.
Hann er núna búinn að setja saman myndbönd sem lýsa þem hugmyndum sem þar hafa myndast um nauðsyn þess að Íslendingar hafi framtíðarsýn og hvernig endurreisn og uppbyggingu hér gæti verið háttað næstu ár.
Þetta er algert skylduáhorf fyrir alla sem láta sig framtíð Íslands einhverju varða:
Virkilega áhugavert, vonandi ad hugmyndarádaneytið geti komid sínum málum á framfæri.
Það væri algjörlega frábært ef Ísland gæti orðið fyrirmyndar land í umhverfismálum og öðrum málum. Við eigum alveg að geta gert margt, við erum svo fá !
og tiltölulega einsleit, þannig að kannski getum við orðið samstíga um framtíðarsýn Íslands.