Ég er kominn í nýtt djobb, svona að hluta til.
Ég ber nú þann fróma titil “Tæknistjóri” hjá Já og ber sem slíkur ábyrgð á þróun og stefnu vefmála hjá fyrirtækinu, auk tækniumhverfis fyrirtækisins í stærra samhengi hlutanna.
Ég hef auðvitað verið viðloðandi fyrirtækið allt frá því að það keypti Spurl á sínum tíma, en ekki haft þar skilgreint hlutverk eða ábyrgðir þar sem ég fluttist beint inn til Símans við kaupin. Núna hefur þetta verið skilgreint og er formlega 30% staða á móti 70% áfram í viðskiptaþróun hjá Símanum.
Það verður gaman að láta verkin tala þarna, enda eru tækifærin óþrjótandi ekki síst með Já.is. Þar erum við að afgreiða næstum milljón leitarfyrirspurnir á viku og varla til sá Íslendingur sem ekki notar þjónustuna vikulega – og flestir hafa skoðun á honum. Það er hægt að bæta þjónustuna þarna enn frekar og margir hlutir, stórir og smáir sem hægt er að bæta við og laga. Þar að auki er fyrirtækið virkilega vel rekið og skemmtilegt, þannig að þetta verður “bara gaman”.
Ég er svona þessa dagana að ná utan um helstu spottana og svo fer maður að toga í þá þegar maður er búinn að átta sig á því í hvað þeir eru festir 🙂
Byrjaðu á að henda þessu í microformats svo maður geti vistað færslurnar beint í contacts.
Eitthvað svona dæmi:
http://leftlogic.com/lounge/articles/microformats_bookmarklet/
spenno! og ef thig vantar eyetracking serfraeding til ad kikja a thetta hja ther, ad tha thekki eg nokkra….
Til hamingju með þetta, kortið virkar ekki í dag (05.12.2007), laga það takk. Veit ekki hvar Guðríðarstígur 2-4, 113 Reykjavík er?