Ég er að vinna þessa dagana à verkefni þar sem kort koma býsna mikið við sögu. Meira um það sÃðar, en þegar ég var að skoða kortin, þá rakst ég á þessa stórfÃnu mynd af kalli að gramsa à ruslatunnu – sem er mynduð af götunum à Skerjafirðinum. Miðað við staðsetninguna er hann nú kannski frekar að taka út úr hraðbanka samt 😉
Til að fólk átti sig á staðháttum, þá eru höfuðið og búkurinn mynduð af Skildinganesi og handarkrikinn er Baugatangi.
Heh, jáh ég hafði séð þetta. Var einmitt að vinna við að gera kortahugbúnað á árunum 2002-2003 og þá rákumst við einmitt á þetta. Mér fannst þetta alltaf meira vera eins og maður à hraðbanka 🙂