Í gegnum tíðina hef ég fylgst með og tekið þátt í fjölmörgum áhugaverðum verkefnum. Sum þeirra hafa heppnast vel og önnur síður – eins og gengur. Byggt á þessari reynslu, er ég sannfærður um að uppskriftin að því að láta góða hluti gerast – óháð viðfangsefni – sé eftirfarandi:
- Vinna með hópi af snjöllu fólki
- Móta í sameiningu framtíðarsýn sem hópurinn hefur ástríðu fyrir
- Festa í sessi og smita aðra af þeirri ástríðu með því að kynna, “selja” og tala opinskátt um framtíðarsýnina innan hóps og utan þangað til allir eru orðnir rauðir í framan
- Fjarlægja hindranir á leiðinni af ákafa
- Endurtaka ofangreint í smærri og stærri hópum, og yfir lengri og skemmri tímabil
Í gegnum tíðina hef ég verð einstaklega heppinn með lið #1, en ég viðurkenni fúslega að ég er enn að æfa mig í hinu. Ég held að það væri áhugavert að sjá einhvern beita þessari nálgun í íslenskum stjórnmálum. Þar virðist meira að segja fyrsta skrefið vefjast verulega fyrir fólki.
P.S. Og nei, ég er ekki á leið í stjórnmálin 😉
Hjalli, mér finnst þú alltof hóvær…að mínu viti hefur þér tekist að ná vel öllum fimm þáttunum…hvernig komum við þessu inní stjórnmálin….og víðar?