Author: Hjalmar Gislason

About Hjalmar Gislason

Founder and CEO of GRID (https://grid.is/). Curious about data, technology, media, the universe and everything. Founder of 5 software companies.

The tipping point of long tail services

I couldn’t resist the title…

Just a quick observation that I haven’t seen in the book or any of the online literature on the subject of The Long Tail.

The moment that changed the way I use YouTube was the moment I started to assume that any video I might be looking for would be there. Before, YouTube was just a collection of random, interesting and funny clips and subject of a lot of Friday emails. Now, YouTube is where I go when I want to see videos of events that I missed on the news, or never made it to the mainstream – and I usually find them. And as a result I go there a lot more.

The same is true of all the other typical Long Tail services: Amazon, Netflix, Ebay, … When the offering – in the mind of the consumer – changes from “random things” to “everything”, that’s when they get their mojo.

Disney er (loksins) að ná þessu

Í framhaldi af háfleygum skoðunum mínum um Apple og leyfismál, þótti mér vænt um þetta quote í Anne Sweeney, sem er yfir nýjum miðlum hjá Disney:

Fear of piracy had driven Disney to be aggressive in its pursuit of new media, Sweeney said. “We now understand that piracy is a business model. It exists to serve a need in the market—specifically consumers who want TV content on demand. And piracy competes for consumers the same way we do—through quality, price and availability.”
Uppruni hér.

Nákvæmlega! Með því að halda í erfið og ósveigjanleg leyfismódel eru stúdíóin að ala upp efnisþjófa. Það þýðir ekkert að vera með “cliffhanger” seríur eins og Lost og ætla svo að sýna þær hálfu ári seinna hér en í Bandaríkjunum. Með því er einfaldlega verið að setja pressu á fólk að finna aðrar leiðir til að verða sér úti um efnið, og einu leiðirnar sem eru til eru ólöglegt niðurhal.

Svo þegar fólk er einu sinni komið á bragðið, þá er hætt við að meira fylgi í kjölfarið.

Leyfið okkur að kaupa efnið ykkar – plís! 🙂

Racing’s next technology marvel: Fuel efficiency?

I’m calling for a new rule in Formula 1 racing: A maximum on how much gasoline each car is allowed to use per race. The result will be accelerated innovation in fuel efficiency.

A lot of automobile technologies, now found in passenger cars, have been invented and /or improved for racing purposes.

Actually I was amazed to see how much, once I dug into it. Besides recent examples, such as the ABS (Anti-lock breaking system), traction control and the semi-automatic transmission, the older examples are even more impressive: seat belts, radial tires, shoulder harness, rollover protection and tire tread design for various conditions have all been mastered for racing purposes. Incredibly enough, even the rear view mirror was invented in 1911, by an Indianapolis 500 driver that couldn’t find a mechanic to sit in the back of his car and fill him in on what’s happening behind him.

As the need for reduced CO2 emissions is evident and fuel prices soaring, the next big innovations we need from the automobile industry are more fuel efficient motors. By limiting the amount of fuel allowed for each car in high-profile, technology and money laden racing such as the Formula 1, we won’t have to wait long for dramatic improvements.

Anybody got Bernie Ecclestone‘s number?

Prius og gróðurhúsalofttegundir

Prius Það er kominn nýr bíll á heimilið. Og hvað er meira viðeigandi fyrir nörda eins og okkur en Prius?

Fyrir þá sem ekki vita er Prius svokallaður tvinn-bíll. Það þýðir að hann er með tvær vélar: bensínvél og rafmótor. Í hvert sinn sem maður bremsar eða fer niður brekku, hleður bíllinn rafgeyminn fyrir rafmótorinn. Tölvan í bílnum sér svo um að nýta báða mótorana sem best. Niðurstaðan er sú að bíllinn eyðir um eða innan við 6 lítrum á hundrað kílómetrum í innanbæjarakstri og við erum samt að tala um alvöru bíl – sama stærðarflokk og Avensis eða Nissan Primera, sem eyða um það bil tvöfalt meira.

Bensínvélin er bara 1,5 rúmlítrar, en ekki láta það plata ykkur. Þegar gefið er í taka báðar vélarnar á saman og niðurstaðan er sú að upptakið er miklu meira en t.d. í Corollunni sem við áttum áður, sem var þó 1,6 og mun léttari bíll.

Þetta er vissulega nýleg tækni. Til að mæta efasemdum fólks um endingu hennar hafa Toyota menn brugðið á það ráð að setja 8 ára ábyrgð á allt sem viðkemur tvinn-tækninni í bílnum. Reynslan hingað til hefur reyndar sýnt að þetta er mjög áreiðanleg tækni, en fyrstu svona bílarnir fóru að koma á almennan markað erlendis fyrir einum 6 árum.

Nördafaktorinn spilar auðvitað stóra rullu í þessum kaupum, en málið er að þetta er að auki hagkvæmt og umhverfisvænt.

Nýr Prius kostar nákvæmlega jafnmikið og ódýrasta gerðin af sjálfskiptum Avensis, eða 2.770.000 kr. hjá umboðinu (okkar er reyndar keyptur notaður). Mér reiknast til að við munum lækka bensínkostnaðinn okkar um sirka 8.000 krónur á mánuði með þessum kaupum og erum þó núna á stærri bíl en áður. Ekki flókið reikningsdæmi það.

Sömuleiðis reiknast mér til að við munum minnka koltvísýringsútblásturinn á heimilinu um 1,5 tonn á ári: m.v. 15.000 km á ári lætur sjálfskiptur Toyota Corolla 2000 frá sér um 3,25 tonn, meðan Prius 2004 lætur aðeins frá sér um 1,75 tonn á sömu vegalengd.

…og ef þið haldið að það skipti ekki máli að hugsa um losun gróðurhúsalofttegunda þá mæli ég með að þið kíkið á mynd Al Gore: An Inconvenient Truth.

Reyndar þarf ekki annað en þetta graf sem birtist í Technology Review í sumar til að sannfæra mig. Skoðiði myndina vandlega. Endinn á svarta strikinu, þar sem stendur “377” er ekki prentvilla – strikið endar raunverulega þarna! Er tilviljun að þetta gerist samhliða iðnbyltingunni? Kannski, ef þið hlustið of mikið á áróðursmaskínu repúblikananna, en kommon…

Ég er ekki í nokkrum vafa um að hybrid-tækni verður komin í nær alla nýja bíla innan 8 ára og á bara eftir að verða betri.

P.S. Nei, ég er ekki á prósentum hjá Toyota – ennþá…

Uppfært í júlí 2007

Panorama: Fjallasýn í Borgarfirði

Tók þessa mynd í sumar og fann hana núna í einhverri tiltekt hjá mér.


[smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu]

Þetta er s.s. fjallasýn í Borgarfirðinum, sem var ekkert spes þegar maður var að alast upp þarna en verður glæsilegari eftir því sem maður sér hana sjaldnar. Frá vinstri til hægri eru þarna Hestfjall, Skarðsheiði, Skessuhorn, Brekkufjall og Hafnarfjall. Svo má týna sér í því að telja upp nöfnin á hinum ýmsu tindum og minni “hólum” 😉

Myndin er sett saman úr 10 myndum á venjulegu sniði og svo skeytt saman með hinu stórsniðuga AutoStitch forriti. Mæli með að áhugamenn um ljósmyndun kíki á græjuna.

Mannaskoðun – framhald

Í gær heyrði ég af fyrirtæki sem heitir Liðsinni, en meðal þeirrar þjónustu sem það fyrirtæki býður upp á eru heimsóknir í fyrirtæki þar sem starfsmenn eru teknir í heilbrigðisskoðun, líkt og ég skrifaði um fyrir einhverjum vikum síðan.

Fólk er tekið í viðtal, tekið blóðsýni og það skimað eftir helstu lykilatriðum og fleira.

Engan veginn það sama og að skylda alla til að fara í skoðun eins og gert er með bílinn, en góð þjónusta engu að síður – og snjallt fyrir fyrirtæki að nýta sér þetta.

14 milljarða rafmagnsreikningur

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég um raforkuþörf vélabúa heimsins og gerði tilraun til að reikna orkuþörf Google í því samhengi.

Í vikunni rakst ég svo á þessa grein frá SF Gate um raforkuþörf bandarískra IT fyrirtækja:

Google is a prime example of a fast-growing company that faces huge power demands. The company “has stated that power is (one of their) top operating expenses for the company,” Papadopoulos said.

The Sun executive estimates Google already spends $100 million to $200 million on its energy bill each year and that number will likely grow as the search engine giant continues to add more server computers.

Það eru 7-14 milljarðar króna, takk fyrir.

Annar athyglisverður punktur:

… However, he doesn’t think in the long run data centers will actually consume less energy.

“Do you see the high-tech industry saying we don’t need more space, we don’t need more performance?” he said.

Sem sagt, þrátt fyrir sparneytnari búnað, eru fyrirtækin bara líkleg til að halda áfram sömu raforkuþörf, en bæta frekar við þjónustuna.

Ég ítreka því fyrri ábendingar um tækifæri fyrir Ísland á þessum markaði. Fleiri snúrur og við gætum verið á grænni grein.

Uppfært: Önnur áhugaverð grein um þetta efni úr Information Week.

Efni óháð veitu

Á föstudaginn var urðu nokkur tímamót í efnisdreifingu hérlendis. Þetta fór ekki mjög hátt, en er þó þróun sem vert er að veita athygli.

Þannig er að nú geta þeir sem eru með afruglara frá Digital Íslandi og þeir sem eru með ADSL sjónvarp frá Símanum keypt aðgang að miðlum hins aðilans án þess að þurfa að bæta við afruglara þeirra. Flókið? Ekki svo:

  • Fyrir þá sem eru með Digital Ísland: Þið getið núna fengið Enska boltann (allar 5 rásirnar) í gegnum Digital Ísland afruglarann. Til þess hringið þið í Símann í 800-7000 og skráið ykkur þar. Nokkrum mínútum síðar geturðu horft á uppáhaldsleikina þína.
  • Fyrir þá sem eru með ADSL sjónvarp Símans: Þið getið núna fengið Stöð 2 og Sýn í gegnum ADSL myndveituna ykkar. Til þess hringið þið í 365 í 515-6100 og – voila – þessar stöðvar detta inn á nýjum stöðvanúmerum á svörtu fínu fjarstýringunni.

Þetta er nokkuð óvenjuleg aðferð sem þarna er farin, þ.e. að einn aðili selji áskrift á dreifikerfi annars. Reyndar skilst mér að það sé einstakt í heiminum. Í öðrum löndum hefðu dreifikerfin einfaldlega samið við efnisveiturnar um heildsölu á efni þeirra, en þessa lendingu má líklega rekja til togstreitu á milli fyrirtækjanna tveggja.

Útkoman er í sjálfu sér nokkurnvegin sú sama fyrir neytendurna. Aðalmálið er að þurfa ekki að leggja út í frekari fjárfestingar og vesenið við enn eitt boxið við sjónvarpið til að ná nýjum stöðvum. Bara eitt símtal og málið er afgreitt. Á sumum svæðum veit ég líka að aðeins annað dreifikerfið er til staðar og þannig opnast nú t.d. möguleiki á áskrift að Stöð 2 á nokkrum stöðum þar sem ekki var hægt að ná henni áður.

Áður voru frístöðvar beggja aðila, Sirkus, NFS og SkjárEinn komnar í dreifingu á báðum kerfunum. Það ku hins vegar ekki vera von til þess að erlendu pakkarnir fari í sams konar dreifingu, enda er framboðið þar að mestu leiti sambærilegt hjá 365 og Skjánum.

Breytinguna má annars rekja til Jafets-nefndarinnar svokölluðu sem samgönguráðherra skipaði samhliða útgáfu fjarskiptaáætlunar 2005-2010. Ég hef áður lýst hrifningu minni á því skjali.

Nefndin lagði að vísu til sem fyrsta kost þá gölnu leið að efnisveitur myndu allar reka saman eitt stafrænt dreifikerfi sem allir myndu svo nýta sér. Sem betur fer varð sú leið ekki ofan á og í staðinn voru sett svokölluð “must carry” og “may carry” ákvæði (sem verða að ég held að lögum í haust). Þau þýða í stuttu máli að eiganda dreifikerfis er skylt að dreifa áskriftarstöðvum efnisveitu sé farið fram á það og heimilt að dreifa frístöðvum hennar án sérstaks leyfis.

Hvað sem öllu líður er niðurstaðan til hags fyrir neytendur (aukið úrval og þægindi) og á eftir að koma sér vel fyrir báðar fyrirtækjablokkirnar.

Ofbeldisverk, kvikmyndir og tölvuleikir

Þetta kemur í ljósi óhugnarlegra frétta síðustu viku og umræðu í kjölfarið.

Ég held að það sé ekki spurning að kvikmyndir og tölvuleikir gefa veiku fólki hugmyndir að útfærslu ofbeldisverka, hins vegar er ástæða til að efast um að þau valdi þeim.

Þetta getur skýrt það sem virðist við fyrstu sýn þverstæða, að eðli ofbeldisverka helst oft í hendur við það sem sést í samtíða bíómyndum, en á sama tíma hafa rannsóknir ekki getað bent á fylgni milli kvikmyndaáhorfs eða tölvuleikjaiðkunar við tíðni slíkra glæpa.

Tölvuleikir gera fólk ekki veikt, en geta gefið veiku fólki hugmyndir.

Uppfært: Hér er grein hjá Forbes um svipuð mál tengd skotárásinni í Montreal í síðustu viku.

Stórleikur Apple

Hæpmaskína Apple fór á fullt um helgina og í dag kynntu þeir nokkrar nýjungar.

Sjálfur var ég nokkurnveginn viss um að þeir ætluðu að kynna iPod-farsímann sem er klárlega í undirbúningi. Það má meðal annars má lesa úr splunkunýju einkaleyfi sem þeir fengu í fyrir helgina.

Ég varð því fyrir hálfgerðum vonbrigðum með fyrstu fréttir af atburðinum. Nýjar útgáfur af helstu iPod-línunum, kvikmyndir í iTunes búðina (að vísu “bara” Disney og tengd stúdíó til að byrja með, s.s. Pixar, Miramax og Touchstone) sem var nokkuð fyrirsjáanlegt og svo set-top box sem kveikti að vísu í mér. Græjan gengur undir nafninu iTV og er má lýsa sem sjónvarpsviðmóti á iTunes búðina og þá auðvitað með áherslu á myndirnar frekar en tónlistina. Jafnframt munu þeir bjóða upp á eitthvað af live efni, og gerðu þar mest úr beinum útsendingum frá öllum NFL leikjum í vetur. iTV mun verða formlega kynnt á Macworld í janúar næstkomandi.

En stóru tíðindin fyrir okkur voru í smáa letrinu. iTunes kvikmyndaverslunin verður ALÞJÓÐLEG á næsta ári. Þetta þýðir það að við – hérna í litlu Evrópu – sem svo oft er litið framhjá, munum geta keypt Disney-myndir á iTunes á næsta ári. Ég held svei mér þá að Steve Jobs hafi fengið upp í háls af réttindamafíunni og ákveðið að breyta heiminum einu sinni enn.

Jobs hefur fyrnasterka stöðu í Disney fyrirtækinu (stjórnarmaður þar og sterkur hluthafi) og hefur vafalaust notað þá stöðu til að “liðka fyrir” samningi milli Disney og iTunes um dreifingu á heimsvísu, án allrar region-vitleysu og sérsamninga við RIAA, STEF og hvað þau heita nú öll þessi rétthafabatterí í hverju landi. Þetta á án efa eftir að skila sér ríkulega til Disney, en á sama tíma skera á nokkra liði í virðiskeðjunni sem munu auðvitað – að venju – berjast hart á móti þessuari þróun. Fordæmið mun hins vegar ryðja brautina fyrir önnur kvikmyndastúdíó og svo jafnvel tónlistarútgefendur líka inn í sama módel, bæði á iTunes og annarsstaðar.

Kominn tími til að einhver gerði eitthvað í þessu, enda er núverandi staða á birtingar- og dreifingarrétti fullkomlega úrelt. Áfram Jobs!