Drög að ávarpi Steingríms J. til Breta og Hollendinga

Ég gerði mér það að leik að setja saman drög að ávarpinu sem Steingrímur Joð þarf að flytja og koma að í alþjóðlegum fjölmiðlum á næstu dögum. Ekki hika við að koma með tillögur að úrbótum:

– – –

Dear Wouter Bos and Alister Darling,

The Icelandic parliament has today rejected the agreements on the resolution of the Icesave dispute that our negotiation teams had put together and I had signed pending the approval of the parliament.

I want to make clear that this does not mean that we reject our responsibilities for the failure of the Icelandic banks and the consequences to British and Dutch depositors. On the contrary, I want to reassure you that the Icelandic government will fulfill its obligations according to EU and EEC law and guarantee the minimum amount stated in the respective directive. If there has been any doubt whether Icelanders are required by law to do so, we are certainly required to do so morally as the heads of our government had on numerous occasions reassured financial authorities, governments and even depositors themselves that the banks were backed by the government and – furthermore – painted an unrealistic picture of the health of the Icelandic banking sector.

Icelanders are people of their words. Any government minister at any time speaks on behalf of the nation, and therefore we will honor those commitments regardless of any legal ambiguities.

A thorough discussion in parliament committees, opinions from leading specialists and heated debates among the Icelandic public has revealed that the current agreement is unacceptable.

Our negotiation team made a mistake in agreeing to it before all the facts had been put straight, and for that I apologize.

First of all, the agreement puts more responsibilities on the Icelandic government than we are required by law or our officials have ever committed to in any way. Secondly, the burden it puts on the Icelandic nation more than it will be able to handle.

It is therefore in the interest of all parties involved to sit down again and renegotiate. The terms that need changing are:

  • That the assets of Landsbanki will first serve the minimum guarantee of EUR 20,887 per depositor account BEFORE they are used to cover the further guarantees of GBP 50,000 and EUR 100,000 made by the governments of the United Kingdom and the Netherlands respectively at their own choice.
  • That the order of affairs in the event of Iceland’s failure to meet the terms of the agreement will be clarified.

I propose a personal meeting between the three of us at the earliest possible opportunity to sort out the big picture, so that we can have an updated agreement before our parliament within a few days, and then start working towards rebuilding our nations’ relationships.

Yours truly,
Steingrimur J Sigfusson,
Minister of Finance
Iceland

7 comments

  1. Sjitt hvað þessi bloggfærsla verður þefuð uppi af Google, lesin af misvitrum erlendum blaðamönnum sem skilja ekki íslensku fyrirsögnina (og innganginn), og endar fyrir vikið í Hollensku og Bresku pressunni sem forsíðuskúbb.

    O.s.frv… 🙂

  2. Gulli og Borgar komu með nákvæmlega sömu athugasemd. Nú er bara spurningin – er það misskilningur sem maður vill endilega koma í veg fyrir?

  3. Fín drög, góð enska. En þarf ekki að taka á jafnræðisreglunni? Íslendingar fengu allar sínar innistæður tryggðar, og þar sem þetta var útibú þá ætti það sama yfir hollendinga og breta að ganga.

  4. Endilega komdu þessu á framfæri til Steingríms, mjög vel orðað hjá þér.

  5. Andri: Þetta er vissulega mál sem hætt væri við að tekið yrði upp ef dómstólaleiðin yrði farin, en það er ágætur rökstuðningur með því að þetta standist:

    * Bretar sjálfir tryggja ekki innistæður í útibúum breskra banka á Mön eða öðrum breskum aflandseyjum

    * Bretar fengu fjármagnsskatt af vöxtunum sem Icesave skilaði

    * Það virðist vera viðurkennt í þeim samningsdrögum sem liggja fyrir að jafnræðisreglan eigi ekki við í þessu tilfelli – enda er ekki verið að mismuna eftir þjóðerni. Bretar sem áttu innistæðu í Glitni Kirkjusandi fá nákvæmlega jafnmikið og íslenskir viðskiptavinir hans.

  6. Hjalli: Ég vona svo sannarlega að þessi rökstuðningur standist, en ég hef efasemdir.Ég dreg það mjög í efa að þeir hafi nokkurn áhuga á íslenskri lagatækni. Vandamálið við lagatækni, er að hún hentar vel þeim sem hafa valdið. Í þessari stöðu finnst mér ólíklegt að okkar túlkun fái mikla áheyrn.

    Fyrstu tvö rökin geta hugsanlega staðist, en eru frekar léttvæg. Þriðju rökin hjá þér eru hinsvegar ekki nákvæm. Það er ekki verið að tala um Glitni á Kirkjusandi og þá breta og hollendinga sem voru hér innanlands með reikninga. Það er verið að tala um Landsbankann og þá reikninga sem tilheyrðu útibúi. Samkvæmt lögum þá á það sama að gilda fyrir reikningseigendur þar eins og hér, þ.e að reikningar þeirra séu að fullu tryggðir.

    Það er ekki verið að fara fram á meira en að við borgum lágmarkið í Icesave samningnum. Það finnst mér ágætis díll þannig séð. En svo er annað mál hvort að samningsnefnd okkar hafi klúðrað einhverju. Ef svo er þá á auðvitað að senda þetta ágæta plagg sem hér hefur verið samið og vona það besta 😀

  7. Andri: Jú, sjáðu til, það ER verið að fara fram á meira en lágmarkið. Lágmarkið er 20.887 evrur og ég (og Steingrímur skv. drögunum hér að ofan) erum sammála þér um það að okkur beri að borga það.

    Bretar og Hollendingar ákváðu hns vegar upp á sitt einsdæmi að tryggja innistæður sem nema allt að 50.000 pundum og 100.000 evrum og skv. fyrirliggjandi samningi eigum við að taka þátt í kostnaði við það með þeim. Það er óásættanlegt.

    Þetta er mergurinn málsins.

Leave a reply to hjalli Cancel reply