Author: Hjalmar Gislason

About Hjalmar Gislason

Founder and CEO of GRID (https://grid.is/). Curious about data, technology, media, the universe and everything. Founder of 5 software companies.

White male seeks single search engine

As I store more and more data in different online applications, the need for a search engine that can search across them all becomes apparent.

I have photos on Flickr, blog posts here on my blog, bookmarks in Spurl.net, contribute to several project Wikis, have written articles for a number of diferent online publications, edit documents in Google Docs & Spreadsheets, enter data to DabbleDB and try to store most other documents in an online folder using WebDAV.

I’m convinced that online apps will replace most if not all desktop applications, but with all my data scattered all over the place, an obvious drawback is the lack of searchability.

Most of the applications mentioned above have RSS feeds, APIs or other relatively open and simple ways to get the data out. So how about one app to “search them all and forever bind them”?

Here’s how it would work: Type in a search phrase and get in return a list of results linking to the individual entries or items in their respective applications – displays thumbnails for extra credit.

Start with supporting the most common Web 2.0 services and make a way to easily add support for additional ones; ensure that I can keep my private data private and – voila – you have at least one paying customer.

Where do I sign up?

The next Amazon web services

Jeff Bezos took the stage here at Web 2.0 Expo yesterday, followed by a conversation with Tim O’Reilly.

Bezos was talking about the current state and future vision for Amazon Web Services. He said that basically Amazon wants to give web applications developers of the world the tools they need to be able to leave the server operations part of their business to Amazon, and focus on the development and building of their business – adding that over the course of 13 years Amazon had gotten “quite good at it”. Knowing by heart how all involving this part of operations can get as soon as an application sees significant traffic I buy into this easily.

Bezos refrained from answering many of O’Reilly’s questions. One of them about what new web services Amazon had coming. It’s an interesting question – and I immediately started guessing.

Let’s first see what they have in the field:

  • Simple Queue Service (SQS): A highly scalable message queue.
  • Mechanical Turk: A way to integrate humans into your applications. (I bet Bezos read this blog post when coming up with it :))
  • Simple Storage Service (S3): A massive file storage service.
  • Elastic Compute Cloud (EC2): Servers on demand, rented by the computing hour.

Additionally they have several E-commerce services related to their retail business and Amazon’s Alexa also has some web services available, but these services are really a part of another business strategy.

So, looking at the above, I can immediately guess a few likely upcoming services:

  • Database Service: A web service wrapping the operations of large scale databases into a simple API, hiding all the complexities of clustering, redundancy, replication and backup from the blissfully ignorant developers. Could be interesting to see this as a RDF datastore, but that’s probably premature or at least something to include in a separate service for the time being.
  • Authentication and payment services: It’s something that Amazon is really good at, it makes perfect sense to give the rest of us access for a fee. This could potentially take a serious stab at PayPal. Note to Bezos: Use OpenID.
  • Web application framework: Wrapping EC2 in at a higher level would make sense. With the current solution, deciding when to spawn new servers and so on is still left to the developer. An application framework could relief this burden and once again let the developer focus solely on the application itself.

Anyone out there have further ideas?

The world needs more people like him

This is a video of a presentation by Hans Rosling of Gapminder, the Swedish data visualisation organization that Google recently bought.

Rosling has a great vision: To make the world a better place by improving access to and presentation of data about the world, such as statistics about poor countries.

He makes the point very well in the presentation – which in turn is actually funny as hell and at times as exciting as a good sports broadcast – just a lot more important.

When you next think about sitting down to watch a brain-numbing sitcom, watch this instead. It’ll make you feel better.

Who will kill Google?

Paul Graham wrote an interesting piece a few days ago about the “death of Microsoft”. Not death in the sense that Nietzsche proclaimed to God, but in the sense Microsoft “killed” IBM. IBM remained (and remains) a strong company through the Microsoft era, but they were no longer ruling the IT industry. The same is true of Microsoft now, but Google holds the throne.

This begs the question: Who will kill Google?

As that question is probably impossible to answer, an easier version is: What will kill Google?

We can say that each of the three previous kings represents an era in IT:

  • IBM: The mainframe era
  • Microsoft: The desktop era
  • Google: The web era

What is the next era? Will it have to do with the semantic web, i.e. “The data era”? Will it have to do with P2P, i.e. “The distributed computing era”? Or maybe the exact opposite – characterized by massive central data storage and computing, i.e. “The massive data center era”?

What other candidates are out there? And who is likely to grab the throne in each scenario?

Trends that shape the future Internet

I’m working on a document as a part of a study by Eurescom on the Future Internet – the Operator’s vision. Our part is on the applications of the future internet and as a starting point we’re identifying several trends that are likely to shape this future. We’re looking 10-15 years ahead in the study so it’s perfectly OK to be a little on the wild side.

All and any feedback on the list below is much welcomed:

  • Mobile and nomadic: Laptops and mobile handsets will be connected to the Internet when- and wherever. Bandwidth to mobile devices will continue to increase and as capabilities of mobile handsets improve, mobile usage of online services and applications will become mainstream. Better batteries (see below) will further limit the need for any sort of cabling or otherwise location dependent work. Twisted pair cables will gradually disappear from the office space.
  • Data storage increasingly on the Net: As users get used to working with their documents and data across many different devices, and “always-on” connections become a trusted reality, data and document storage will move largely online. Applications will more and more make use of this fact. Large attachments in email messages will disappear and be replaced with references to online documents. This trend can already be seen as Friday emails point to videos on YouTube instead of including them as attachments. Online storage has many benefits, such as safer backup procedures and simplified collaboration work.
  • Web interfaces for most applications: The rise of alternative operating systems, such as Linux and Mac OS, coupled with increasing usage from mobile devices, leaves the browser, or – more accurately – Web standards as the common ground to write cross platform applications. These standards will increasingly allow rich user interfaces, in line with the rise of AJAX-based web applications in the last 2-3 years. Current office-suite-like applications, such as Google Docs, database apps like DabbleDB and Swivel and photo editing applications like Phixr, provide a glimpse of what is to come. Consequently, the importance of operating systems declines.
  • Net connection as ubiquitous as electricity: “Always on, anywhere, without caring how.” Users’ devices will be connected to the Net anywhere. Moving from one access technology to another will be invisible to the user. No need to think about GSM1800 vs. WiFi vs. UMTS vs. HSDPA vs. EDGE or WiMAX. Devices will support multiple technologies and Software Defined Radio (SDR) will eventually make the same hardware adapt to pretty much any radio transmitted standard we’ll come up with. Wired connections will still connect homes and businesses, but not the actual end-user devices.
  • Revolution in battery lifetime: Whether solved with fuel cells, new chemical battery technologies or some radically new approach, the economic incentive is simply to great for this problem not to be solved. To some extent, the need for power on the devices themselves will not grow as fast as before as more and more of the computation and data handling moves online. Regardless, the battery lifetime of a handheld device will be measured in weeks and the battery lifetime of laptops (or their future equivalents) in days, instead of days and hours respectively.
  • Overall need for computing power continues to rise: Rising electricity prices, ever more need for computing power and environmental issues – such as carbon emissions are already a big concern for data center operations. Regardless if computation moves increasingly to central hubs such as data centers, or will be more distributed by means of peer-to-peer storage and computation, the total electricity demands are rising rapidly. Radically more efficient computers and data center operations are needed to prevent this from becoming a major hurdle to future application possibilities.
  • Ownership of bits, instead of atoms becomes more acceptable: Today’s common perception that in order to “own” something, a physical object is needed, will fade. User’s will have the feeling of “ownership” of movies, music and books as long as they “own” the right to access and use them on any medium at will. The convenience of a fully controlled digital copy of the content will actually make users feel a higher degree of ownership than with today’s – often artifical – limitations of DVDs, CDs and DRM-ed digital content.
  • Usability will dramatically improve: User centric products will kill technology centric ones. As more attention is given to user centric design, user’s will feel more in control and mainstream adoption will finally happen for technologies that may even have been around for decades already. Intuitive, simple user interfaces and innovative new ways to interact with technology (such as multi touch displays, eye-tracking and voice recognition) will make technology feel warmer and more intelligent – and thereby much more widely and easily adopted.
  • Machine to machine communications: The number of devices connected to the Internet will continue to rise. More and more sensors and other small, automated devices will use the Net to share data and access online services that make use of this data and tell the devices what to do. Software will also increasingly interact with other software via the Net, accessing data, synchronizing efforts and fighting for resources.
  • More devices for the “same” tasks: Convergence will happen. We already see our mobile phones acting as our instant camera, our alarm clock, wristwatch, portable music players and what not. The contradictory side-effect is that users will own ever more devices capable of the seemingly same tasks. The phone camera may be good for casual photos, but an SLR is needed for the safari or the family photos. The Walkman phone may be good for playing music while at the gym, but when you’re home you prefer to use the home media center (plus you want to keep the actual phone handy). The Blackberry may be great for email, but it’s less than great as a phone and is far from being a fashion item. Even highly convergant devices like the iPhone won’t change this. As data is more easily shared across devices, people will pick the handset to go with the shoes and the occasion – notice recent developments with Prada and Dolce & Gabbana co-branding recently launched devices.

Delicious Library: Magnað tól!

Var að upplifa eitt af þessum “þetta er ótrúlegt” nörda-mómentum rétt í þessu.

Delicious Library heitir forrit sem hjálpar fólki að halda utan um bókasafnið sitt (og reyndar kvikmyndir, geisladiska og tölvuleiki líka).

Ég heyrði fyrst um þetta kerfi fyrir örugglega bráðum 2 árum, en þar sem þetta er bara fyrir Makka gat ég ekki prufuekið því. Mér hraus líka hálfpartinn hugur við að slá inn ISBN bókanúmerin á öllum 40 hillumetrunum okkar til að koma þeim inn í kerfið.

Ákvað svo að prófa græjuna loksins núna eftir að vinnufélagi minn benti mér á stórkostlegan fídus í græjunni – þeir nota vefmyndavél (sem í tilfelli Makkans er innbyggð) til að skanna strikamerkin á bókunum! Og þetta bara virkar. Kerfið flettir svo upp öllum upplýsingum um bókina á Amazon og skráir sjálfvirkt inn.

Ég tók nokkrar erlendar bækur af handahófi úr safninu og þær fundust allar. Því miður eru ekki upplýsingar um íslenskar bækur á Amazon, en ég slæ þá bara inn þá 10 hillumetrana 😉

Er ekki tæknin samt stórkostleg?

– – –

P.S. Smá tips til þeirra sem ætla að prófa þetta. Það þarf svolítið góða birtu til myndavélin grípi strikamerkið og það á að snúa þvert á rauðu rendurnar.

Tækni og vit: Þriðja kynslóðin kemur

Greinin sem fylgir er sú síðari af tveimur greinum sem ég skrifaði fyrir Tækni og vit blaðið sem dreift var með Viðskiptablaðinu á föstudaginn. Sýningin Tækni og vit hefst á fimmtudaginn og lofar góðu.


Um þessar mundir er umsóknarfrestur rekstrarleyfa fyrir þriðju kynslóðar farsímanet – eða 3G – hérlendis að renna út. Allt að fjórum aðilum verður úthlutað leyfum og útlit er fyrir að a.m.k. þrjú fyrirtæki muni sækja um slík leyfi: Síminn, Vodafone og nýtt félag á vegum Björgólfs Thors Björgólfssonar sem gengur undir vinnuheitinu Nova (sjá vef Novators).

Þriðja kynslóðin er á flestan hátt eðlilegt framhald á þróun fjarskiptaneta undanfarin ár. Þriðju kynslóðar farsímanet taka umfram allt við því hlutverki sem núverandi farsímanet (sem oft er vísað til sem annarar eða 2,5 kynslóðar neta) hafa, þ.e. að flytja tal og SMS skilaboð. Líklega munu fæstir notendur verða varir við nokkurn mun á þessum þjónustuþáttum. Helsta breytingin með tilkomu þriðju kynslóðarinnar felst í auknum gagnaflutningshraða. Fræðilega eiga nýjustu þriðju kynslóðar kerfi að geta flutt álíka mikið gagnamagn og bestu ADSL tengingar sem í boði eru í dag, en ýmsir umhverfisþættir, auk þeirrar staðreyndar að þessi bandvídd skiptist á milli allra notenda í sama sendireit (þeirra sem tengjast sama farsímasendi), gerir það að verkum að raunhæft er að tala um að notandi nái etv. 1 mbit/s tengingu – sem verður þó að teljast algott. Algengar heimatengingar fyrir 2-3 árum náðu varla þessum hraða.

Samhliða þessum aukna hraða má búast við að farsímafyrirtækin leggi aukna áherslu á hverskyns gagnaþjónustu. Margir vita reyndar varla af þeim möguleikum sem í boði eru í dag. Í farsímanum er nefnilega hægt að lesa fréttir, nálgast hvers kyns upplýsingar og afþreyingu með tiltölulega einföldum hætti og hefur reyndar verið hægt um árabil. Hafiði ekki þegar prófað þetta, skora ég á ykkur að finna það sem heitir “Síminn WAP” eða “Vodafone Live” í símunum ykkar (eftir því hjá hvoru símafyrirtækinu þið eruð). Á mörgum símum er sérstakur hnappur með mynd af hnetti eða stafnum “i” sem opnar beint netgátt viðkomandi farsímafyrirtækis. Í öðrum símum gætuð þið þurft að leita undir einhverju sem heitir t.d. “Internet services”. Þegar þið einu sinni hafið fundið þetta verðið þið sjálfsagt mörg hissa hversu margt er í boði þarna: Fréttir af mbl.is, símaskráruppflettingar frá Já, Google leit, einfaldir leikir, upplýsingar um dagskrá kvikmyndahúsa og sjónvarpsstöðva, brandarar, teiknimyndasögur og margt fleira.

Þetta gefur smjörþefinn af sumu því sem ætla má að verði í boði með tilkomu þriðju kynslóðarinnar, upplifunin mun bara færast nær því sem við þekkjum á Vefnum í tölvunum okkar. Betri skjáir og meiri gagnaflutningshraði gerir upplifunina betri og líflegri með meiri grafík, styttri svartíma og nýjum möguleikum, t.d. aukinni áherslu á myndefni og vídeóklippur. Efnið sem þið nálgist úr símanum er í rauninni allt á Vefnum, í mörgum tilfellum bara aðlagað að litlum skjám og öðrum takmörkunum og í sumum tilfellum möguleikum sem farsíminn býður upp á. Úr nettengum farsíma er hægt að sækja hvaða vefsíðu sem vera skal – spurningin er bara hversu vel hún kemur út í farsímanum – nokkuð sem vefhönnuðir gefa sífellt meiri gaum.

En þriðja kynslóðin opnar líka aðra möguleika. Má þar nefna niðurhal á tónlist, útsendingar á sjónvarpsefni og myndsímtöl.

Myndsímtölin hafa verið eins konar tákngerving þriðju kynslóðarinnar – og já – með tilkomu þriðju kynslóðar þjónustu verða myndsímtöl sjálfkrafa möguleg. Notendur munu þá ekki bara geta heyrt í viðmælandanum heldur líka séð hann, eða öllu heldur “frá honum”. Reynslan erlendis hefur sýnt að myndsímtöl eru lítið notuð til beinna samtala eða myndfunda, en meira til að sýna viðmælandanum það sem fram fer í kringum mann – t.d. flotta kjólinn í búðinni eða stemmninguna á tónleikunum. Þetta er einn af þessum möguleikum sem erfitt er að spá fyrir um notkunina á og það sem notendur munu gera með myndsímtölum á vafalaust eftir að koma mönnum á óvart.

Tónlistin er annar áhugaverður möguleiki. Farsímaframleiðendur sjá fyrir sér að síminn taki smám saman yfir hlutverk sérhæfðra MP3 spilara – að fólk muni henda iPoddinum og nota símann sinn í staðinn. Apple deilir reyndar þessari framtíðarsýn eins og sjá má á iPhone símanum sem væntanlegur er síðar á þessu ári (rétt samt að taka fram að fyrstu gerðir hans munu ekki búa yfir 3G tengingum). Með þriðju kynslóðinni verður streymandi tónlist og niðurhal á lögum í síma mjög þægilegt. Þarna gætum við séð símafyrirtækin bjóða upp á hluti eins og aðgang að tónlistarsafni í áskrift, eða kaup á stökum lögum til niðurhals í símann.

Flutningsgetan í þriðju kynslóðar kerfunum er líka meiri en nóg til að dreifa streymandi myndefni. Skjáirnir eru vissulega ekki stórir, en duga í mörgum tilfellum til. Sumt efni þarf ekki stóra skjái og í öðrum tilfellum hefur fólk ekki tök á að komast í “hefðbundið” sjónvarp og þá getur bjargað deginum að ná útsendingunni í farsímanum – við getum notað íþróttaútsendingar sem handahófskennt dæmi. Notkun á farsímasjónvarpi hefur komið nokkuð á óvart þar sem slíkt hefur verið sett í gagnið erlendis og er eðlilega mjög frábrugðið notkun á hefðbundnu sjónvarpi bæði í efnisvali notenda og notkunarmynstri.

Hvað af ofantöldu íslensku farsímafélögin munu bjóða upp á verður tíminn að leiða í ljós og vel má vera að þau lumi á einhverju í pokahorninu sem ekki hefur verið talið upp hér. Við búum að því að þriðju kynslóðar þjónusta hefur nú verið rekin um nokkura ára skeið erlendis og þar hefur orðið til reynsla sem nýtast mun hér. Fæst þeirra erlendu fyrirtækja sem óðu af stað í þriðju kynslóðina í “bólunni” munu nokkurntíman ná að greiða niður fjárfestingar í tækni, þróun og leyfum með þriðju kynslóðar þjónustu einni saman og verða því að sækja þá peninga í aðra vasa. Hér búum við að því að leyfisgjöldin verða hófsöm og tæknin er orðin allvel þroskuð nú þegar farið er af stað. Það verður því spennandi að sjá hvaða nýju þjónustuþættir munu standa okkur til boða hér á næstu misserum.

Þriðja kynslóðin er skref í áttina að heimi þar sem tölvurnar okkar og tækin eru alltaf tengd netinu, alls staðar. Þetta er samt bara þróun, en engin bylting – á margan hátt það sama og GSM var fyrir NMT. Síminn verður áfram umfram allt tæki til að tala í, en tækin taka á sig aðra mynd, nýjir möguleikar opnast og verða smám saman meira notaðir. Svo heldur þróunin áfram – fjórða kynslóðin er þegar komin af teikniborðinu og sú fimmta á það.

Tækni og vit: Framtíð Netsins

Greinin sem fylgir er önnur af tveimur greinum sem ég skrifaði fyrir Tækni og vit blaðið sem dreift var með Viðskiptablaðinu á föstudaginn. Sýningin Tækni og vit hefst á fimmtudaginn og lofar góðu.


Á 10 árum hefur Netið orðið svo órjúfanlegur þáttur af samfélaginu, að það liggur við að spádómar um framtíð þess séu spádómar um framtíðina í heild sinni. Einhverjum kann að finnast þetta djúpt í árinni tekið, en sjáiði bara hverju Netið hefur áorkað á sínum stutta líftíma. Það er Netið sem veldur því að bankarnir hafa lokað útibúum í gríð og erg á síðustu árum. Það er Netið sem – að minnsta kosti að hluta til – gerir þeim kleift að opna í álíka erg og gríð ýmiskonar þjónustu erlendis. Það er Netið sem veldur flestum afsögnum stjórmálamanna vegna spillingar og það er Netið sem hefur skýtur efnilegum tónlistarmönnum upp á stjörnuhimininn.

Og Netið hefur ekki bara áhrif á okkur vesturlandabúana sem notum það dags daglega, heldur í auknum mæli á heimsbyggðina alla. Heimurinn verður gegnsærri með hjálp Netsins. Það er erfiðara að leyna hörmungum stríða og hungursneyða, og auðveldara að komast í samband við fólk sem upplifir fréttirnar sjálft. Það er líka auðveldara fyrir hryðjuverkamenn að skipuleggja sig án þess að eftir því sé tekið sem og fyrir misheiðarleg stjórnvöld og félagasamtök að dreifa villandi upplýsingum til að breiða yfir vísindalegar staðreyndir.

Samt eru innan við tíu ár síðan flest okkar heyrðu fyrst talað um Netið. Ímyndið ykkur þau áhrif sem Netið mun hafa á næstu 10 ef þróunin verður viðlíka hröð.

Þær þjóðfélagsbreytingar sem Netið mun hafa í för með sér á komandi árum get ég ómögulega spáð um, en þykist hafa nokkra innsýn í þá tæknilegu þróun sem framundan er. Oft er reyndar talað um það að við nördarnir ofmetum það sem gerist á tveimur árum, en vanmetum það sem gerist á tíu – þannig að við skulum miða við tíu. Þá verða allir búnir að gleyma þessari grein hvort sem er 🙂

Eftir tíu ár verða öll gögnin þín geymd á Netinu. Það er auðvitað fásinna að stór hluti tölvunotenda í dag skuli treysta einum hörðum diski fyrir mestöllu lífi sínu – bæði einkalífi og vinnu. Allir harðir diskar bila á endanum – spurningin er bara hvenær. Að öllum líkindum verða það fjarskiptafyrirtæki sem munu bjóða mönnum ótakmarkað geymslupláss með netaðganginum sínum. Annar möguleiki er sá að vefrisarnir á borð við Google og Yahoo! geri það. Hin raunverulega geymsla á gögnunum verður dreifð bæði í tíma og rúmi þannig á þann hátt að möguleikinn á að þau muni nokkurn tíman týnast er fræðilegur í versta falli. Gögnin verða líka “þægari” en hingað til hefur verið. Hvern langar ekki að geyma alla tengiliðina sína á einum stað og svo séu þeir aðgengilegir í tölvupóstinum, í símanum og líka í nýja símanum þegar þeim gamla hafi verið stolið. Sama gildir um dagbókina, minnispunktana og tölvupóstinn. Allt aðgengilegt hvaðan sem er og hægt að leita í öllu heila klabbinu á örskotsstundu.

Ekki nóg með gögnin heldur verða flest forritin sem við notum keyrð á Vefnum. Vafrinn tekur að möru leyti við hlutverki stýrikerfisins. Í dag glíma menn við að skrifa hugbúnað fyrir ákveðin stýrikerfi þannig að sem flestir geti notað þau. En vandinn er sá að flóra stýrikerfanna fer vaxandi. Fyrir 5 árum mátti nokkurnvegin treysta því að “venjulegur” notandi keyrði Windows. Í dag eiga bæði Mac OS og m.a.s. smám saman Linux auknum vinsældum að fagna í þeirra hópi og það er þróun sem er bara rétt að byrja. Á sama tíma verða símar og lófatölvur sífellt öflugari og þannig bætist enn við stýrikerfaflóruna. Eina leiðin til að skrifa forrit sem ná til allra þessarra notenda er að skrifa þau fyrir Vefinn og styðjast þá eins og mögulegt er við vefstaðla sem allir Vafrarnir skilja og styðja. Ritvinnslan, töflureiknirinn og glærukynningarnar munu öll fara fram í gegnum vafra. Þessu fylgir að auki sá kostur að vefforrit vinna í eðli sínu með gögn sem vistuð eru á Netinu og þannig samræmist þetta spádómnum á undan.

Dæmi um vefútfærslur algengra forrita
Ritvinnsla: Google docs
Töflureiknir: Google docs
Einfaldur gagnagrunnur: DabbleDB
Teikniforrit: Pixenate

Ástæðan fyrir því að ég er svona sannfærður um þessa framtíðarsýn er að allt ofantalið er til í dag (sjá dæmi í kassa til hliðar). Viðfangsefni næstu 10 ára er að gera þetta nógu einfalt, skiljanlegt og aðgengilegt til að það gagnist venjulegu fólki – og það er ærið verk.

Einn af lyklunum að þessari framtíðarsýn er hröð og áreiðanleg nettenging, hvar og hvenær sem er. Líklega verða öll tæki undantekningarlaust þráðlaus eftir 10 ár. Ekki svo að skilja að nettenging heimilanna verður áfram um símalínur og þó í auknum mæli ljósleiðara, en innan veggja heimilisins verður svo þráðlaust net – þetta er nú svo algengt nú þegar að það tekur því varla að spá því. Úti á víðavangi verður líka hægt að fá stórgóða tengingu. Ég ætla að skjóta á að meira að segja í dreifbýli verði hægt að fá þráðlausa nettengingu sem jafnast á við bestu ADSL tengingar sem í boði eru í dag og í þéttbýlinu eitthvað miklu betra. Spurningin er bara hversu mikinn hraða höfum við þörf fyrir?

Fyrir tæpum 4 árum velti ég þessari spurningu fyrir mér í tengslum við nettengingar heimilanna. Þá reiknaði ég út að jafnvel þó allir fjölskyldumeðlimir væru að horfa á sitt eigið háskerpusjónvarp, hver í sínu horni og öll sú önnur notkun sem ég gat á þeim tíma ímyndað mér – væri erfitt að sjá fyrir að eitt heimili þyrfti meira en 50mbit/s hraða. Eða um það bil 4 sinnum meiri hraða en boðið er upp á í ADSL tengingum í dag. Það sem ég hafði ekki áttað mig á þá var sú framtíðarsýn sem sett er fram hér að ofan. Þó svo að það sé nokkuð gefið að allt það afþreyingarefni sem okkur mun standa til boða eftir 10 ár muni koma um Netið með einum eða öðrum hætti – þá er það ekki það sem setur kröfurnar um hraða. Það er ekki stanslaus straumur af háskerpu myndefni sem mun stjórna þörfinni, heldur það að geta unnið með gögn – og þá oft þung gögn – á örskotshraða yfir Netið. Notandi myndvinnsluforrits mun ekki sætta sig við að vefforritið hans vinni nokkuð hægar en forritið sem hann áður keyrði á vélinni sinni, hvað þá ef um hljóð- eða kvikmyndavinnslu er að ræða.

Netið eftir 10 ár þarf því að ráða við gríðarlegan hraða, en oft bara í mjög stutta stund, t.d. akkúrat á meðan mynd er opnuð. Þetta krefst þess líka að hraðinn verði mikill í báðar áttir, en staðreyndin er sú að á flestum nettengingum dagsins í dag er hraðinn inn á heimilið margfaldur á við það sem hann er frá því – enda þörfin á flutningum í þá áttina takmörkuð.

Öðru hverju skjóta upp kollinum fréttir um að Netið sé á vonarvöl, það muni hrynja og því þurfi að hefjast handa strax við að þróa “nýtt Internet”. Þetta hjálpar örugglega til við að fá rannsóknarstyrki, en er í sjálfu sér fjarstæða. Þó margt mætti auðvitað betur fara á Netinu, þá hefur það staðist allar raunir hingað til og mun halda áfram að þróast og yfirstíga nýjar hindranir. Auðvitað munu koma fram nýjungar og betrumbætur, en notendur munu ekki þurfa að tengjast “Netinu 2”. Úrbæturnar verða ósýnilegar notendum og gerast að mestu í kyrrþey rétt eins og breytingarnar sem hafa fært Netið frá því að vera áhugamál fárra þúsunda manna fyrir 15 árum yfir í það að sinna ótrúlegustu þörfum og óskum stórs hluta mannkyns í dag.