Stórleikur Apple

Hæpmaskína Apple fór á fullt um helgina og í dag kynntu þeir nokkrar nýjungar.

Sjálfur var ég nokkurnveginn viss um að þeir ætluðu að kynna iPod-farsímann sem er klárlega í undirbúningi. Það má meðal annars má lesa úr splunkunýju einkaleyfi sem þeir fengu í fyrir helgina.

Ég varð því fyrir hálfgerðum vonbrigðum með fyrstu fréttir af atburðinum. Nýjar útgáfur af helstu iPod-línunum, kvikmyndir í iTunes búðina (að vísu “bara” Disney og tengd stúdíó til að byrja með, s.s. Pixar, Miramax og Touchstone) sem var nokkuð fyrirsjáanlegt og svo set-top box sem kveikti að vísu í mér. Græjan gengur undir nafninu iTV og er má lýsa sem sjónvarpsviðmóti á iTunes búðina og þá auðvitað með áherslu á myndirnar frekar en tónlistina. Jafnframt munu þeir bjóða upp á eitthvað af live efni, og gerðu þar mest úr beinum útsendingum frá öllum NFL leikjum í vetur. iTV mun verða formlega kynnt á Macworld í janúar næstkomandi.

En stóru tíðindin fyrir okkur voru í smáa letrinu. iTunes kvikmyndaverslunin verður ALÞJÓÐLEG á næsta ári. Þetta þýðir það að við – hérna í litlu Evrópu – sem svo oft er litið framhjá, munum geta keypt Disney-myndir á iTunes á næsta ári. Ég held svei mér þá að Steve Jobs hafi fengið upp í háls af réttindamafíunni og ákveðið að breyta heiminum einu sinni enn.

Jobs hefur fyrnasterka stöðu í Disney fyrirtækinu (stjórnarmaður þar og sterkur hluthafi) og hefur vafalaust notað þá stöðu til að “liðka fyrir” samningi milli Disney og iTunes um dreifingu á heimsvísu, án allrar region-vitleysu og sérsamninga við RIAA, STEF og hvað þau heita nú öll þessi rétthafabatterí í hverju landi. Þetta á án efa eftir að skila sér ríkulega til Disney, en á sama tíma skera á nokkra liði í virðiskeðjunni sem munu auðvitað – að venju – berjast hart á móti þessuari þróun. Fordæmið mun hins vegar ryðja brautina fyrir önnur kvikmyndastúdíó og svo jafnvel tónlistarútgefendur líka inn í sama módel, bæði á iTunes og annarsstaðar.

Kominn tími til að einhver gerði eitthvað í þessu, enda er núverandi staða á birtingar- og dreifingarrétti fullkomlega úrelt. Áfram Jobs!

5 comments

  1. Það væri brilljant að fá svona dæmi – ég er orðinn gríðarlega þreyttur að geta ekki fengið að downloada myndum löglega.
    Eitt sem ég hef samt áhyggjur af er að það virðist vera ákveðið trend að hafa downloadin alveg heimskulega dýr og með allt of miklum hömlum, sbr. Amazon dæmið.
    Það sem stúdíóin ættu að gera núna er að smíða hugbúnað sem byggir á torrent þar sem fólk mun geta downloadað bíómyndum í divx gæðum fyrir 300kall, ég gæti vel ímyndað mér að ég myndi ná mér í allt að 10 myndir á mánuði á því verði. Svo myndi ég líka kaupa mér margar myndir á DVD (eins og ég hef verið að gera), til að fá betri gæði og eitthvað sem er eigulegra heldur en .avi skrá.

  2. >Ég held svei mér þá að Steve Jobs hafi fengið upp í háls af réttindamafíunni og ákveðið að breyta heiminum einu sinni enn.

    Bjartsýnin er mikil hér á bæ. Vonandi reynist þetta rétt og tónlistarbúðin jafnvel fylgi með í pakkanum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s