Opera Mini 3 – tóm snilld

Frændur okkar í Noregi settu nýjustu útgáfuna af Opera Mini farsímavafranum á markað í vikunni. Ég prófaði gripinn og verð að segja að ég er mjög hrifinn.

Meira að segja “jólatréssíður” eins og forsíða mbl.is koma bara mjög vel út á litla skjánum á Walkman símanum mínum. Það er líka mjög góður RSS lesari í Opera Mini, þannig að nú kemur maður til með að tékka á helstu bloggurunum í þessum dauðu 5 mínútum sem gefast hér og þar.

Vafrinn er hraður og snjall í því hvernig hann brýtur niður síður sem venjulega eru hannaðar fyrir miklu stærri skjái en farsímaskjáina. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi og meira að segja uppsetningarferlið var einfalt og skiljanlegt, sem er í fyrsta sinn sem ég treysti mér til að segja það um nokkurt farsímaforrit 🙂

Maður á sjálfsagt eftir að reka sig á einhverja galla á næstu dögum, en fyrstu kynni eru ákaflega jákvæð.

Ef þið viljið prófa, þá smellið þið ykkur bara á operamini.com, sláið inn símanúmerið ykkar og fylgið leiðbeiningunum. Þetta ætti að virka á nær öllum nýrri símum (keyptum á síðustu 18-24 mánuðum).

Stærsta vandamálið í þessu er að verðskrárnar fyrir GPRS notkun bjóða ekki beinlínis upp á “casual” notkun á vefnum í farsíma.

4 comments

  1. Nú er náttlega verið að setja upp 3G hérna heima þannig að hraðinn verður ásættanlegur líka.

    jammm… good times, good times…

  2. Nú? Hver er að því? 😉

    Reyndar er hraðinn merkilega góður á GPRS-inu, ég hallast næstum að því að Opera sé að proxy-a þetta til að minnka myndir o.fl., en það er samt örugglega ekki þannig.

    Ætla samt ekki að reyna að segja að þetta verði ekki betra í 3G. Veit einhver hvaða hraða maður ætti að geta búist við á Nova-netinu á svona “meðalstað” í Reykjavík þegar þar að kemur?

  3. Hi,
    i know i’m OT, but could you tell me (and to all other Spurl users) what is happening to our favourite Social Bookmark service?

    No more news, no more updates, no more answers on the forum. It seems all dead and with no communication.

    Could you give us a signal?
    I think it is really necessary for us to continue to trust the Spurl project.

    Thanks.
    Cristiano Siri

Leave a Reply to = Y = Cancel reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s