iPhone tekinn til kostanna

Eins og flestum sem þekkja mig er líklega ljóst hef ég um skeið haft nokkrar væntingar til iPhone símans frá Apple.

Við frúin komum höndum yfir græjuna í morgun og fengum að leika okkur með hana í hálftíma eða svo. Til að gera langa sögu stutta stóð síminn undir væntingum og gott betur. Eins og ég hef áður sagt hefur hann s.s. ekki fleiri fídusa en finnast í betri high-end símum, en upplifunin af að nota græjuna er ljósárum á undan öllu sem ég hef séð, prófað eða heyrt af hjá keppinautunum.

Vafrinn er frábær og smáatriðin í notendaviðmótinu eru ótrúleg og flest til þess gerð að maður veit sjálfkrafa hvað maður á að gera á hverjum tíma.

Síminn er til sýnis hjá Apple búðinni á Laugavegi í dag frá 13-18 og svo um helgina í búðinni í Kringlunni. Endilega fara og kíkja.

One comment

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s