Opin gögn – nýtt vefsvæði

Við erum, nokkrir félagar, að hleypa af stokkunum í dag nýju vefsvæði: opingogn.net

Það er hann Borgar sem fékk hugmyndina að þessu framtaki í vor eftir að ég flutti erindi um aðgengi að opinberum gögnum á hádegisverðarfundi sem Sjá og Marimo stóðu fyrir. Borgar setti upp vefinn og hýsir hann, en við Már höfum reynt að vera duglegir að hjálpa til.

Vefurinn er Wiki-vefur, þannig að við hvetjum sem flesta til að hjálpa til.

Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í tilgang vefsins hér enda á hann að útskýra sig sjálfur. Þeir sem reglulega lesa þetta blogg eru líka líklega búnir að fá nóg af boðskapnum:

Uppfært 11:41: Eyjan gerði Opnum Gögnum skil í morgunsárið.

Leave a comment