Michael Wesch er aðstoðarprófessor í mannfræði við Kansas State Háskólann.
Vídeóið hér að neðan er eftir hann og var sýnt á opnun Web 2.0 Expo sem ég fór á í San Francisco í vor. Þetta er listræn en um leið mjög flott leið til að sýna hvernig allir hlutir hanga saman á Vefnum, ekki síst í hinum nýju “Web 2.0” þjónustum.
Web 2.0 Summit hófst svo í fyrradag (ég er ekki þar) og var opnað á öðru álíka flottu myndbandi eftir Wesch. Flott og hugmyndarík vídeó bæði tvö.
Enn eitt snilldarvídeó eftir Welsch um nemendur í dag: http://www.youtube.com/watch?v=dGCJ46vyR9o