Raftað á – og í – Níl (vídeó)

Ferðin okkar til Úganda og Rúanda var í stuttu máli stórkostleg. Maður skilur heiminn alltaf örlítið betur eftir því sem maður sér fleiri hliðar hans. Meira um það í alvarlegari færslu næstu daga. Hér eru hins vegar smá sýnishorn frá föstudeginum var.

Við sigldum sem sagt niður efstu 36 kílómetra Nílar (nánar tiltekið Hvítu-Nílar) á föstudaginn var. Á myndinni hér til hliðar má sjá undirritaðan í vondum málum í flúðum sem kallaðar eru “Bad Place”. Þetta eru einar af fjórum “fimmtu gráðu” flúðum á leiðinni.

YouTube vídeóin hér að neðan sýna svo fleiri góð augnablik úr ferðinni. Fyrri senan er “highlights” vídeó af bátunum 6 sem fóru í ferðina þennan dag, en í seinni senunni er ég búinn að klippa saman skotin af okkar bát – “Team Iceland”.


Ferðasagan kemur svo í ítarlegu máli og myndum í næstu viku eða svo þegar við erum búin að vinna úr öllum myndunum.

Þessi biður að heilsa ykkur á meðan…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s