hjalli.com á nýjum slóðum

Ég er horfinn í skýið.

Ég hef ákveðið að hætta að reka minn eigin vefþjón og bloggkerfi og koma þessu frekar fyrir í hýstri umsjón hjá WordPress.com. Þá þarf ég ekki lengur að sjá sjálfur um að uppfæra bloggkerfið, viðhalda spamvörnunum og tryggja að óprúttnir aðilar nýti ekki nýjustu öryggisholurnar í viðkomandi kerfum. Það er alveg 700 króna virði á ári 🙂

Í sama mund flutti ég reyndar hjalli.com póstinn yfir á Google Apps – þar get ég notað allar Google þjónusturnar, s.s. GMail, Google Calendar og Google Docs á eigin léni. Ekki slæmt.

Þetta hefur hingað til verið hýst hjá snillingunum í Basis og ég þakka þeim fyrir frábæra þjónustu. Ég verð áfram með sandkassann minn (tilraunaserverinn þar sem ég fikta með forritun eins og How far… þjónustuna) hjá þeim.

Annars er þessi færsla mest tilraunafærsla til að sjá hvort þetta er allt komið í lag. Það brotna einhverjar gamlar slóðir við yfirfærsluna, en RSS-slóðirnar eiga að vera óbreyttar. Ef þið rekist á eitthvað sem ég hef bramlað í hamaganginum þá eru ábendingar vel þegnar.

2 comments

  1. Google Apps er snilld. Var að færa fyrirtæki úr Microsoft Exchange í Google Apps. Það heppnaðist ótrúlega vel. Það eru meira að segja tól til að færa IMAP eða Microsoft Exchange 2003 póst inn í Gmailið. Spam sían er sú besta í bransanum og hægt er að stækka pósthólf í 25GB fyrir $50 á ári á mann.

  2. I have moved my blog a while back to Blogger, one of Google’s blogging services – blog system is excellent, it’s hosted and it ties up nicely with my Google Apps. Speaking of which, I highly recommend Google Apps Sites – excellent and very capable CMS system and really good website publishing options.

Leave a Reply to Jökull Cancel reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s