Nýsköpun í Silfri Egils

Ég fékk tækifæri til að koma að nokkrum orðum um nýsköpun og uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs í Silfri Egils í dag.

Hér að neðan er upptaka af spjallinu.

P.S. Ég vona að RÚV sjái í gegnum fingur sér með að það er klárlega brot á höfundarrétti að setja efni frá þeim á YouTube. Það er bara ekki alveg nógu aðgengilegt að vísa á efni á þeirra eigin vef: Upptökur af Silfri dagsins á vef RÚV.

17 comments

  1. Bara alltof stutt! Við þurfum að heyra meira um nýsköpun og þau skilaboð sem þú varst með í dag. Þetta eru ákaflega mikilvægt skilaboð þessa dagana.

  2. Bárður: Ég verð bara að taka þetta á ensku við tækifæri 🙂

    Geir: Ég fékk minnstu að ráða um titilinn. Sennilega ágætt, hefði líklega valið “nörd” ef ég hefði fengið að ráða.

  3. Flott viðtal.
    Alveg sammála þessu með innihald/tími= nýtt met !!

    Egill verður að gefa þér betri tíma í þættinu aftur fljótlega svo hægt sé að fara í saumana á þessu, t.d. nefna hvaða aðgerðir sé hægt að gera osfrv.

    Áfram með kraftinn!!!

  4. Frábært Hjálmar!
    Þetta er rétti andinn og sanni andinn í þessu krepputali öllu.
    Vonandi kemurðu bara fljótlega aftur í Silfrið og færð að tjá þig enn frekar.
    Knús

  5. Frábært og nauðsynlegt innlegg í umræðuna!
    Hvernig væri nú ef ríkið legði af eins og tvö ráðuneyti og stofnaði fyrir peninginn markaðs og auglýsingasetur fyrir sprotafyrirtæki. Það er hægt að ráða allt besta fólkið úr bönkunum og bjóða ókeypis markaðsgreiningar og auglýsingahönnun.
    Íslendingar eiga heimsmet í ráðherrafjölda (á höfðatölu) og ættu að lifa fækkunina af.

  6. Flott viðtal Hjalli. Varðandi on-demand aðgengi að RUV þá er það afleitt á http://www.ruv.is en nokkuð gott á Sjónvarpi Símans 🙂 – þeir ættu náttúrulega að nýta sér YouTube sjálfir í stað þess að hada úti þessum vef.

    Ef ekki hefði verið “implied” ríkisábyrgð á bönkunum (sem síðan var fallið frá) hefðu þeir ekki vaxið svona ört og sogað mest allt (fjármagn, vinnuafl etc.) til sín. Lærdómurinn er kannski sá að þar sem ríkið kemur að með niðurgreiðslu, ábyrgð etc. verður þróun ekki í takt við aðstæður. Því sé best að halda sig fjarri kæfandi faðmlagi ríkisins.

Leave a Reply to hjalli Cancel reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s