Úrslit kosninganna: Röð allra frambjóðenda

Uppfært 1. des 2011 kl. 00:47: Mikil umræða hefur sprottið um þennan lista á Facebook-færslu minni. Útdrátt úr þeirri umræðu má finna í athugasemdakerfinu hér að neðan, m.a. fyrir þá sem velta fyrir sér hvað dálkurinn “atkvæði” í töflunni stendur nákvæmlega fyrir.

Félagi minn, Sigurgeir Jónsson, er með skarpari gagnanördum sem ég þekki. Hann útbjó litla skriftu sem las inn PDF skjölin sem Landskjörstjórn birti og dró saman atkvæðafjölda og röð allra frambjóðenda samkvæmt því. Þetta er án efa athyglisvert fyrir marga.

Við Sigurgeir erum reyndar báðir mjög áhugasamir um það að kjörstjórn birti enn frekari gögn svo hægt sé að vinna greiningar á því hvernig kosningin gekk fyrir sig, t.d. til að sjá hvaða samsetningar lista voru algengastar, hvaða áhrif “hálfógildir” seðlar höfðu, hvaða áhrif hlutkestin höfðu, hversu margir vou listaðir á hverjum kjörseðli, hvernig týpískur atkvæðaseðill skiptist með tilliti til aldurs, kynja og búsetu og svo framvegis.

Það er erfitt að sjá eitthvað því til fyrirstöðu að birta lista yfir alla kjörseðla og þau númer sem valin voru á hverjum. Einföld textaskrá með 85 þús línum og 1-25 númerum í hverri línu.

Hvað um það. Hér eru niðurstöður Sigurgeirs:

Sæti Númer Nafn Atkvæði
1 3403 Þorvaldur Gylfason 7,192
2 9365 Ómar Þorfinnur Ragnarsson 3,167
3 9024 Salvör Nordal 3,172
4 6747 Andrés Magnússon 3,171
5 9948 Illugi Jökulsson 3,170
6 2853 Þorkell Helgason 3,196
7 2303 Freyja Haraldsdóttir 3,194
8 2237 Ari Teitsson 3,175
9 2292 Pétur Gunnlaugsson 3,171
10 4987 Silja Bára Ómarsdóttir 3,179
11 2193 Eiríkur Bergmann Einarsson 3,220
12 8353 Örn Bárður Jónsson 3,144
13 8749 Inga Lind Karlsdóttir 2,856
14 9431 Erlingur Sigurðarson 2,804
15 5196 Þórhildur Þorleifsdóttir 2,736
16 7715 Katrín Fjeldsted 2,559
17 8463 Katrín Oddsdóttir 2,497
18 2325 Vilhjálmur Þorsteinsson 2,461
19 5779 Ástrós Gunnlaugsdóttir 2,168
20 9563 Pawel Bartoszek 2,167
21 3249 Gísli Tryggvason 2,133
22 7825 Guðmundur Gunnarsson 2,109
23 8023 Arnfríður Guðmundsdóttir 2,097
24 3876 Lýður Árnason 2,001
25 7572 Dögg Harðardóttir 1,996
26 5108 Íris Lind Sæmundsdóttir 1,930
27 2072 Stefán Gíslason 1,846
28 8969 Þorgeir Tryggvason 1,748
29 7671 Jón Ólafsson 1,686
30 5405 Magnús Thoroddsen 1,641
31 4921 Birna Þórðardóttir 1,553
32 6527 Gunnar Hersveinn Sigursteinsson 1,379
33 6219 Guðrún Högnadóttir 1,330
34 2358 Þorsteinn Arnalds 1,297
35 5075 Árni Indriðason 1,245
36 9915 Jónas Kristjánsson 1,206
37 8507 Kristín Vala Ragnarsdóttir 1,177
38 6428 Tryggvi Gíslason 1,058
39 6208 Sigurður Guðmundur Tómasson 1,042
40 8034 Ingibjörg Snorradóttir Hagalín 1,017
41 4635 María Ágústsdóttir 960
42 7759 Elías Blöndal Guðjónsson 945
43 9068 Anna Kristín Kristjánsdóttir 922
44 7341 Reynir Grétarsson 910
45 6736 Árni Björnsson 855
46 9574 Ólína Freysteinsdóttir 837
47 7264 Valgarður Guðjónsson 810
48 4195 Birna Guðrún Konráðsdóttir 781
49 4954 Stefán Pálsson 752
50 2721 Guðrún Helgadóttir 733
51 5614 Frosti Sigurjónsson 710
52 6351 Ólafur Jóhann Proppé 685
53 6692 Ragnhildur Sigurðardóttir (S) 675
54 7385 Jón Gunnar Benjamínsson 650
55 2787 Ásdís Hlökk Theodórsdóttir 636
56 3612 Gísli Hjartarson 633
57 6582 Kristbjörg Þórisdóttir 622
58 7814 Friðrik Þór Guðmundsson 603
59 5152 Þórunn Hálfdánardóttir 596
60 6164 Ágúst Valfells 584
61 3073 Anna Kolbrún Árnadóttir 569
62 6373 Guðlaug Kristjánsdóttir 563
63 8298 Aðalheiður Jóhannsdóttir 553
64 7858 Sigursteinn Róbert Másson 548
65 8848 Ólafur Sigurðsson 527
66 6571 Árni Vilhjálmsson 516
67 2754 Eva Sigurbjörnsdóttir 515
68 8089 Ragnhildur Vigfúsdóttir 504
69 8287 Jónína Bjartmarz 498
70 3843 Bryndís Bjarnarson 485
71 3359 Magnús Ingi Óskarsson 477
72 2259 Ólafur Hannibalsson 472
73 7946 Grímur Sigurðarson 461
74 7957 Sturla Jónsson 457
75 8309 Áslaug Thorlacius 455
76 3139 Sigríður Ólafsdóttir 445
77 4360 Íris Egilsdóttir 434
78 5878 Gunnar Grímsson 422
79 7913 Guðmundur Vignir Óskarsson 418
80 9739 Anna María Bogadóttir 413
81 5823 Lúðvík Emil Kaaber 405
82 9013 Kristín Jónsdóttir 404
83 7891 Pétur Björgvin Þorsteinsson 401
84 4668 Álfheiður Eymarsdóttir 396
85 3238 Hildigunnur Sverrisdóttir 391
86 7968 Íris Erlingsdóttir 388
87 2314 Jón Steindór Valdimarsson 373
88 5537 Björg Ólafsdóttir 371
89 2567 Þórólfur Sveinsson 367
90 9629 Guðmundur Ágústsson 361
91 8892 Guðmundur Guðlaugsson 359
92 2468 Andrés Bjarni Sigurvinsson 353
93 6549 Alvar Óskarsson 346
94 9684 Kristján Vigfússon 344
95 8419 Jóhannes Þór Skúlason 341
96 3194 Mikael Marlies Karlsson 339
97 4426 Margrét Dóra Ragnarsdóttir 324
98 2765 Alda Davíðsdóttir 323
99 6032 Finnbogi Vikar 323
100 4338 Bolli Héðinsson 322
101 6681 Elín Erna Steinarsdóttir 321
102 5724 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir 317
103 3689 Anna Elísabet Ólafsdóttir 316
104 4701 Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir 310
105 7924 Ólafur Örn Haraldsson 310
106 4261 Sigþrúður Þorfinnsdóttir 307
107 4085 Haukur Halldórsson 303
108 7297 Árni Kjartansson 301
109 7649 Skafti Harðarson 300
110 2875 Björn Friðfinnsson 298
111 9486 Guðjón Sigurðsson 296
112 8485 Rósa Guðrún Erlingsdóttir 295
113 7638 Tryggvi Hjaltason 294
114 7132 Hjalti Hugason 294
115 8804 Jón Valur Jensson 290
116 4547 Eggert Ólafsson 285
117 4074 Hrefna Bryndís Jónsdóttir 284
118 3095 Kristján Ingvarsson 283
119 8012 Auður Jónasdóttir 281
120 7539 Halldór Nikulás Lárusson 279
121 3205 Jórunn Edda Helgadóttir 278
122 7528 Ágúst Guðmundsson 274
123 8243 Jón Benedikt Björnsson 270
124 4184 Birna Kristbjörg Björnsdóttir 258
125 8375 Friðrik Ólafsson 258
126 6340 Björn Einarsson 254
127 5812 Pétur Guðjónsson 253
128 2908 Andri Ottesen 250
129 3634 Gissur Pétursson 249
130 8397 Andri Valur Ívarsson 248
131 3392 Ingi Hans Jónsson 246
132 7253 Ingibjörg Daníelsdóttir 245
133 8276 Valdimar Hergils Jóhannesson 242
134 5262 Erla Hlín Hjálmarsdóttir 239
135 4096 Svanur Sigurbjörnsson 238
136 6153 Sigríður Dögg Auðunsdóttir 233
137 7594 Þórður Már Jónsson 232
138 2534 Margrét Cela 230
139 8067 Borghildur Sölvey Sturludóttir 229
140 4327 Gísli Már Gíslason 225
141 3414 Jörmundur Ingi Hansen 224
142 5713 Húni Heiðar Hallsson 222
143 8617 Ágúst Alfreð Snæbjörnsson 222
144 6109 Hlín Agnarsdóttir 221
145 6043 Gróa Friðgeirsdóttir 216
146 7517 Arnaldur Gylfason 209
147 8628 Lóa Steinunn Kristjánsdóttir 208
148 3953 Maríanna Bergsteinsdóttir 206
149 3436 Sigurður Hólm Gunnarsson 205
150 3568 Smári Páll McCarthy 205
151 3854 Eygló Svala Arnarsdóttir 202
152 8705 Björn Ingi Jónsson 201
153 5361 Baldur Óskarsson 200
154 2413 Þórunn Guðmundsdóttir 198
155 3942 Halldóra Guðrún Hinriksdóttir 197
156 9178 Soffía Sigurðardóttir 196
157 6714 Pétur Kristjánsson 195
158 8782 Júlíus Sólnes 195
159 8639 Birna Vilhjálmsdóttir 192
160 8914 Eyjólfur Ármannsson 191
161 5867 Ágúst Hjörtur Ingþórsson 190
162 6318 Halldór Grétar Gunnarsson 188
163 3029 Eyþór Jóvinsson 184
164 6494 Bergvin Oddsson 178
165 7319 Jakobína Ingunn Ólafsdóttir 176
166 4778 Guðmundur Jónsson 175
167 7176 Ástþór Magnússon Wium 174
168 3304 Hjörtur Hjartarson 172
169 3315 Margrét Jensína Þorvaldsdóttir 172
170 4492 Þór Gíslason 171
171 9618 Hjörtur Smárason 170
172 3018 Greta Ósk Óskarsdóttir 170
173 8452 Hulda Ösp Atladóttir 167
174 9893 Ragnhildur Sigurðardóttir (I) 167
175 6417 Bergný Jóna Sævarsdóttir 166
176 4558 Ólafur Jakobsson 165
177 6406 Lára Óskarsdóttir 162
178 2842 Ásgeir Erling Gunnarsson 162
179 2864 Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir 158
180 2776 Birgir Karlsson 156
181 4734 Guðmundur Árnason 155
182 4459 Charlotta Oddsdóttir 153
183 6296 Jón Hermann Karlsson 153
184 7231 Íris Þórarinsdóttir 153
185 6538 Jón Þorvaldur Heiðarsson 152
186 7308 Lovísa Arnardóttir 151
187 2963 Silja Ingólfsdóttir 150
188 9673 Halldóra Kristín Thoroddsen 150
189 4041 Már Wolfgang Mixa 148
190 4129 Jónas Tryggvason 148
191 6483 Þorbergur Þórsson 144
192 4503 Haukur Arnþórsson 144
193 5801 Jóhann Halldórsson 143
194 6307 Einar Brandsson 143
195 3513 Björn Sævar Einarsson 142
196 9761 Einar Stefán Kristinsson 141
197 4283 Óli Gneisti Sóleyjarson 141
198 2512 Vagn Kristjánsson 140
199 5427 Ágúst Bjarni Garðarsson 140
200 8815 Björgvin Martin Hjelvik Snorrason 139
201 5603 Ludvig Árni Guðmundsson 138
202 4481 Sigurður Ragnarsson 137
203 8837 Guðrún Guðlaugsdóttir 135
204 2809 Þorfinnur Ómarsson 134
205 7418 Vilhjálmur Andri Kjartansson 133
206 9453 Gíslný Bára Þórðardóttir 132
207 5438 Eiríkur Hans Sigurðsson 131
208 9816 Agnar Jón Egilsson 131
209 3623 Ágústa Sigrún Ágústsdóttir 130
210 8232 Páll Rafnar Þorsteinsson 129
211 5031 Baldur Ágústsson 127
212 2446 Jón Pálmar Ragnarsson 126
213 8958 Gísli Jökull Gíslason 123
214 3051 Vigdís Erlendsdóttir 121
215 5394 Jón Bjarni Bjarnason 121
216 7286 Elías Oddsson 118
217 4712 Kolbrún Baldursdóttir 117
218 2941 Kristófer Már Kristinsson 117
219 6857 Guðbrandur Ólafsson 116
220 7275 Ágúst Már Garðarsson 116
221 6384 Herdís Dröfn Baldvinsdóttir 113
222 8694 Þórunn M.J.H. Ólafsdóttir 113
223 3469 Þórir Steingrímsson 113
224 7869 Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir 112
225 7748 Signý Sigurðardóttir 112
226 3678 Þorsteinn Hilmarsson 112
227 2897 Ásgeir Beinteinsson 111
228 4679 Sigurbjörn Svavarsson 110
229 7616 Pétur Georg Guðmundsson 110
230 2952 Njáll Ragnarsson 109
231 7165 Jan Eric Jessen 109
232 9046 Eva Huld Friðriksdóttir 109
233 2886 Hreinn Pálsson 107
234 3546 Aðalsteinn Þórðarson 107
235 6978 Gísli Kristbjörn Björnsson 106
236 2105 Elín Guðmundsdóttir 105
237 4569 Elín Ólafsdóttir 105
238 6879 Helga Baldvinsd. Bjargardóttir 104
239 4063 Garðar Ingvarsson 104
240 8925 Tinna Ingvarsdóttir 103
241 9409 Nína Björg Sæmundsdóttir 103
242 3645 Einar Guðmundsson 102
243 7726 Elías Pétursson 102
244 5042 Jón Jósef Bjarnason 102
245 2182 Jón Einar Haraldsson 101
246 4305 Halla Björg Evans 101
247 3986 Sveinn Guðmundsson 99
248 3326 Guðmundur Örn Ragnarsson 99
249 3183 Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson 99
250 5845 Eðvald Einar Stefánsson 98
251 5592 Sigurður Aðalsteinsson 97
252 7803 Guðlaugur Orri Gíslason 97
253 4162 Ann María Andreasen 96
254 2523 Karl Lárus Hjaltested 96
255 9937 Hrafn Gunnlaugsson 95
256 9519 Brynjar Gunnarsson 94
257 2545 Valgerður Pálmadóttir 93
258 6637 Júlíana Guðmundsdóttir 93
259 6703 Eiríkur Beck 93
260 5889 Jóhann Rúnar Björgvinsson 93
261 4723 Sveinbjörn Fjölnir Pétursson 92
262 2974 Eiríkur Mörk Valsson 91
263 6802 Kjartan Þór Ragnarsson 90
264 2743 Ægir Björgvinsson 90
265 2204 Kolbrún Anna Björnsdóttir 90
266 3458 Gunnar Jón Ólafsson 89
267 3491 Óli Már Aronsson 89
268 5218 Þórir Jökull Þorsteinsson 88
269 2556 Ágústa Hjördís Lyons Flosadóttir 88
270 4613 Ásta Leonhardsdóttir 88
271 3502 Hjörvar Pétursson 87
272 3898 Michele Rebora 87
273 2688 Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir 86
274 5834 Máni Arnarson 86
275 6054 Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir 84
276 4932 Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir 84
277 8826 Þórbjörn Sigurðsson 83
278 3601 Þórunn Hilda Jónasdóttir 82
279 4349 Áslaug Guðmundsdóttir 82
280 7935 Magni Hjálmarsson 81
281 3931 Marín Rós Tumadóttir 81
282 3656 Gunnar Þórðarson 81
283 4591 Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir 80
284 3887 Magnús Óskarsson 80
285 8078 Árni Jónsson 80
286 5493 Kristinn Hannesson 80
287 2369 Ragnar Ómarsson 80
288 4525 Jakobína Edda Sigurðardóttir 79
289 6813 Breki Karlsson 79
290 2589 Alfreð Hafsteinsson 79
291 9541 Hallur Magnússon 79
292 7902 Haukur Már Haraldsson 79
293 4437 Sigurjón Jónasson 78
294 6461 Aðalbjörg Hlín Brynjólfsdóttir 78
295 4217 Jóna Sólveig Elínardóttir 77
296 7473 Guðjón Ólafur Sigurbjartsson 77
297 6604 Hjörtur Pálsson 77
298 2501 Þorsteinn Barðason 76
299 8672 Lárus Jón Guðmundsson 76
300 2248 Benedikt Þorri Sigurjónsson 75
301 4316 Ámundi Hjálmar Loftsson 75
302 6615 Karen Elísabet Halldórsdóttir 74
303 5471 Vigfús Andrésson 74
304 7143 Kolbeinn Aðalsteinsson 73
305 5163 Halla Margrét Jóhannesdóttir 72
306 3832 Grétar Bjarnason 72
307 3216 Jón Þorsteinn Sigurðsson 72
308 4415 Eiríkur G. Guðmundsson 72
309 9508 Hannes Páll Pálsson 71
310 5383 Elías Gíslason 71
311 9387 Kjartan Jónsson 71
312 4514 Örn Reykdal Ingólfsson 70
313 6934 Kristín Elfa Guðnadóttir 70
314 3381 Eva Alice Lucienne Leplat Sigurðsson 69
315 9079 Soffía S. Sigurgeirsdóttir 69
316 2402 Óskar Ísfeld Sigurðsson 69
317 8859 Íris Arnlaugsdóttir 69
318 5702 Agnar Kristján Þorsteinsson 68
319 5185 Baldvin Björgvinsson 68
320 3447 Lárus Elíasson 68
321 2798 Þorsteinn Viðar Sigurðsson 67
322 7209 Magnús Magnússon 67
323 8254 Ármann Atli Sigurðsson 66
324 4976 Sigurður Grétar Guðmundsson 66
325 5295 Arinbjörn Sigurgeirsson 66
326 4789 Kristín Erna Arnardóttir 65
327 8518 Haukur Nikulásson 65
328 3865 Rakel Sigurgeirsdóttir 65
329 6065 Guðmundur B. Friðriksson 64
330 6274 Loftur Már Sigurðsson 64
331 8947 Patricia Anna Þormar 64
332 4690 Sæunn Þorsteinsdóttir 63
333 3106 Inga Jóna Þórisdóttir 63
334 3348 Eiríkur Þór Magnússon 63
335 9849 Elín Hilmarsdóttir 62
336 9838 Björn Ragnar Björnsson 62
337 6076 Sif Jónsdóttir 61
338 3964 Indro Indriði Candi 61
339 8496 Helga Sigurjónsdóttir 61
340 6516 René Biasone 61
341 2985 Guðmar Ragnar Stefánsson 61
342 3997 Haraldur Ingvarsson 60
343 2083 Sindri Guðmundsson 60
344 6021 Sveinn Ágúst Kristinsson 58
345 6142 Gísli Þór Sigurþórsson 58
346 5735 Sara Björg Sigurðardóttir 57
347 6329 Reynir Vilhjálmsson 57
348 5306 Gunnlaugur Ólafsson Johnson 57
349 9805 Sigurvin Jónsson 57
350 4965 Auður Sigr. Kristinsdóttir 57
351 9156 Friðrik Hansen Guðmundsson 56
352 6362 Sigfríður Þorsteinsdóttir 56
353 9134 Davíð Blöndal 56
354 9662 Haraldur Árnason 56
355 7792 Guðmundur Gíslason 55
356 2215 Gerða Björg Hafsteinsdóttir 55
357 9376 Hjálmtýr V. Heiðdal 55
358 5504 Ásgeir Guðmundur Bjarnason 54
359 9057 Adolf Friðriksson 54
360 6835 Hans Gústafsson 54
361 4943 Björgvin Rúnar Leifsson 54
362 7781 Gunnar Örn Stefánsson 54
363 2996 Sæmundur Kristinn Sigurðsson 53
364 5053 Ragnar Jónsson 53
365 5669 Ian Watson 53
366 4294 Halldór Þorkell Guðjónsson 52
367 6505 Vignir Bjarnason 52
368 9882 Gunnar Þór Gunnarsson 52
369 9981 Ingi Bæringsson 52
370 8573 Inga Rós Baldursdóttir 51
371 8408 Theódór Skúli Halldórsson 50
372 5317 Jóhanna Guðmundsdóttir 50
373 9926 Árelíus Örn Þórðarson 49
374 6285 Dagbjartur Ingvar Arilíusson 49
375 6241 Sigurður Ingi Einarsson 49
376 4393 Elías Theódórsson 49
377 7121 Tryggvi Magnús Þórðarson 49
378 5625 Hans Guttormur Þormar 48
379 9794 Iðunn Guðjónsdóttir 48
380 8331 Ísleifur Friðriksson 48
381 6472 Oddur Magnús Sigurðsson 48
382 5086 Svavar Kjarrval Lúthersson 48
383 5229 Guðmundur R Lúðvíksson 48
384 4602 Birgir Eiríksson 47
385 4173 Hrafn Sveinbjarnarson 47
386 6769 Ólafur Jónsson 47
387 6725 Bergsveinn Halldórsson 47
388 5207 Gunnar Ólafsson 46
389 7495 Ásta Kristbergsdóttir 46
390 2171 Valdís Steinarrsdóttir 46
391 7682 Magnea Jóhanna Matthíasdóttir 45
392 4239 Magnús Víkingur Grímsson 45
393 2138 Guðrún Lilja Magnúsdóttir 45
394 5581 Steinberg Þórarinsson 45
395 3667 Kjartan Ragnarsson 45
396 2831 Viktor Orri Valgarðsson 45
397 4998 Kjartan Sigurgeirsson 45
398 6846 Sævar Ari Finnbogason 45
399 6659 Ottó Hörður Guðmundsson 44
400 7451 Lúðvíg Lárusson 44
401 6901 Benedikt Hreinn Einarsson 44
402 8386 Guðjón Ingvi Stefánsson 44
403 6087 Finnbjörn Gíslason 43
404 8265 Jóhann Ólafsson 43
405 5449 Arndís Einarsdóttir 43
406 3293 Skúli Þór Sveinsson 43
407 4756 Kolbrún Karlsdóttir 42
408 5273 Ólafur Árni Halldórsson 42
409 5328 Viðar Helgi Guðjohnsen 42
410 6758 Björn Guðbrandur Jónsson 42
411 9145 Kári Allansson 42
412 3524 Ragnheiður Birna Fossdal 41
413 8903 Ægir Örn Sveinsson 41
414 6956 Þórunn Hjartardóttir 41
415 7429 Halldóra Aðalsteinsdóttir 41
416 4382 Anna Benkovic Mikaelsdóttir 41
417 2347 Örn Sigurðsson 40
418 3062 Borgþór S. Kjærnested 40
419 8342 Bragi Straumfjörð Jósepsson 40
420 4657 Reynir Heiðar Antonsson 40
421 5141 Sigvaldi Friðgeirsson 40
422 4624 Jónína Ólafsdóttir 40
423 9871 Arnar Geir Kárason 40
424 3161 Einar Magnús Einarsson 39
425 2479 Hrönn Kristinsdóttir 38
426 7836 Þórgnýr Thoroddsen 38
427 9904 Elías Halldór Ágústsson 38
428 3821 Egill Örn Þórarinsson 37
429 4228 Harald Sigurbjörn Holsvik 37
430 2578 Jökull Arngeir Guðmundsson 37
431 4580 Björn M. Sigurjónsson 37
432 9607 Þorvaldur Hjaltason 37
433 2094 Jón Bjarni Jónsson 37
434 3282 Steinn Kárason 36
435 5691 Katrín Sigurðardóttir 36
436 4536 Kristbjörn Helgi Björnsson 36
437 6648 Þórir Sæmundsson 36
438 2457 Þorsteinn Ingimarsson 35
439 8716 Ragnhildur Gunnlaugsdóttir 35
440 9728 Jóhann Jóhannsson 35
441 7693 Hildur Björg Gunnarsdóttir 35
442 6175 Baldvin Örn Berndsen 35
443 2336 Axel Þór Kolbeinsson 34
444 6439 Guðmundur S. Johnsen 34
445 7583 Gísli Kristjánsson 34
446 4371 Páll I. Blöndal Sigurbjörnsson 34
447 8793 Björn Óskar Vernharðsson 34
448 6912 Geir Matti Järvelä 33
449 2281 Helgi Helgason 33
450 8683 Hans Benjamínsson 33
451 5482 Sigvaldi Einarsson 33
452 6395 Lárus Ýmir Óskarsson 33
453 7561 Steinar Immanúel Sörensson 33
454 8474 Nils Erik Gíslason 32
455 2677 Guttormur Þorsteinsson 32
456 5526 Berglind Nanna Ólínudóttir 32
457 5856 Kristinn Björn Valdimarsson 32
458 8045 Guðmundur Rúnar Guðlaugsson 31
459 8529 Þórður Eyfjörð Halldórsson 31
460 7154 Jónas Pétur Hreinsson 31
461 7462 Sólveig Dagmar Þórisdóttir 30
462 9706 Friðrik Sigurðsson 30
463 6098 Benedikt Gardar Stefánsson 30
464 7198 Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir 30
465 5416 Jón Þóroddur Jónsson 29
466 3128 Ólafur Gunnar Sigurðsson 29
467 2061 Andri Már Friðriksson 29
468 3084 Sigurður Örn Hjörleifsson 29
469 5746 Þorsteinn Jónsson 28
470 5372 Þorvaldur Hrafn Yngvason 28
471 2149 Jóhann Hjalti Þorsteinsson 28
472 4272 Kjartan Hjörvar 28
473 4206 Sveinn Halldórsson 28
474 3227 Leó E. Löve 27
475 5548 Harpa Hrönn Frankelsdóttir 26
476 6923 Bragi Skaftason 26
477 9398 Sturla Már Jónsson 26
478 2699 Vilhjálmur Sigurður Pétursson 26
479 7627 Róbert Hlynur Baldursson 26
480 5174 Sólveig Guðmundsdóttir 25
481 6626 Gylfi Garðarsson 25
482 3172 Þórður Eyþórsson 25
483 9651 Inga Kristín Kjartansdóttir 25
484 9959 Jón Axel Svavarsson 25
485 9035 Brynjólfur Sveinn Ívarsson 25
486 9772 Vignir Ari Steingrímsson 24
487 7704 Sigrún Vala Valgeirsdóttir 23
488 5284 Herbert Snorrason 23
489 2919 Ásgeir Þorbergsson 23
490 8364 Anton Jóhannesson 22
491 8562 Jóhann Gunnarsson 22
492 5097 Halldór Jónsson 22
493 8936 Bryan Allen Smith III 21
494 9783 Hildur Ýr Ísberg 21
495 6593 Hjalti Hrafn Hafþórsson 21
496 9827 Þór Ludwig Stiefel 21
497 3557 Birgir Loftsson 21
498 8056 Sigurjón Árnason 20
499 9497 Pétur Óli Jónsson 20
500 3975 Clarence Edvin Glad 19
501 9189 Sigvarður Ari Huldarsson 19
502 7352 Tryggvi Helgason 19
503 9475 Jón Þór Þorgeirsson 19
504 8738 Pálmar Þorsteinsson 19
505 2391 Guðmundur Pálsson 19
506 6791 Jón Pétur Líndal 18
507 2732 Tjörvi Guðjónsson 18
508 2435 Árni Björn Guðjónsson 17
509 6824 Harpa Hauksdóttir 17
510 7847 Kristinn Dagur Gissurarson 16
511 3425 Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir 14
512 4745 Ólafur Már Vilhjálmsson 13
513 6967 Úlfur Einarsson 13
514 7407 Daði Már Jónsson 13
515 3579 Bergsveinn Guðmundur Guðmundsson 12
516 5064 Ásgeir Baldursson 12
517 7605 Jóhannes Jónsson 12
518 7396 Guðni Karl Harðarson 11
519 3271 Elinborg Skúladóttir 11
520 6186 Ólafur Torfi Yngvason 7
521 7363 Ægir Geirdal Gíslason 7
522 5768 Rúnar Þór Jónsson 1

38 comments

  1. Ég er ekki alveg viss um að hægt sé að afgreiða þennan lista sem atkvæðafjölda hvers frambjóðenda. Ekki nema með fyrirvara. Það er ákveðin bjögun fólgin í því að ekki eru allar tilfærslur atkvæða skráðar. Þegar fyrsta manni sem er hent út (sá neðsti á listanum) teljast engin atkvæði sem hann fékk í 2 – 25 sæti. Þó hann hefði verið í öðru sæti hjá 83000 kjósenda telst það ekki með. Þegar hans atkvæði féll dautt þá færðist hans atkvæði á annan. Þegar sá aðili féll út var hann komin með þó nokkuð af atkvæðum sem færðust yfir á hann frá öðrum. Lokatalan um hversu mörg atkvæði hver fær á ykkar lista er því ferilháð, þ.e. háð uppgjöri, sem færir atkvæði frá þeim sem fyrst eru felldir út til hinna (að ógleymdum umfram atkvæðum). Þetta er náttúrulega eiginleiki STV kerfisins.

    Ekki það að ykkar niðurstaða sé röng, upplýsingarnar eru einfaldlega ekki nægar til að hægt sé að sjá hvernig atkvæðin féllu á seðlana. Ef þeir hefðu töflu 522 x 25 sem sýndi hvað hver frambjóðandi fékk í hvert sæti væri amk. hægt að sjá þetta betur, þó auðvita væri 83K x 25 enn betra….

  2. Sæll og takk fyrir listann.
    Af hverju er ég með 142 atkvæði á listanum hérna
    en lota 331 stendur að ég sé með 141? Birna þórðar er með 1,553 en 1468 í lotu 503?
    Hver er munurinn?
    MBK,
    Björn Sævar

  3. Halldór: Alveg rétt. Þessvegna væri áhugavert og gagnlegt að fá öll gögnin og helst að útbúa gagnvirka framsetningu sem sýnir hvernig niðurstaðan fæst.

    Björn: Þú þarft að leggja saman stuðlana á öllum atkvæðum sem flutt voru FRÁ þér í skjalinu. Það eru samtals þrjár línur:
    141 x 1.00000 = 141.00000
    2 x 0.55964 = 1.11928
    4 x 0.00007 = 0.00028

    Tæknilega séð eru þetta þá 142.11956 atkvæði 😉

    Allir: Annars hefur skapast mjög áhugaverð umræða um þetta á Facebook hjá mér og líklega rétt að reyna að endurspegla það helsta af því sem þar hefur verið sagt hingað inn

  4. Fyrir utan góðar umræður um kosningakerfið, kosti þess og galla er lykilatriðið í þeirri umræðu að dálkurinn “Atkvæði” í listanum sýnir þau atkvæði sem TÖLDU fyrir viðkomandi frambjóðanda. Þetta þýðir ekki að númer hans hafi ekki komið við sögu á fjöldamörgum öðrum kjörseðlum, en það skiptir það einfaldlega ekki máli fyrir niðurstöðuna skv. þessari talningaraðferð.

    Mig grunar að alltof fáir frambjóðendur hafi áttað sig á því að það skiptir HÖFUÐMÁLI í þessu kerfi að vera í einu af efstu sætunum á kjörseðlinum. Atkvæði greidd í 24. og 25. sæti er svo að segja öruggt að skipta engu máli.

    Þetta er hins vegar mjög einfalt fyrir kjósandann: Hann setur þann sem hann vill HELST í efsta sæti og svo koll af kolli niður listann. Talningaraðferðin tryggir þá að niðurstaðan endurspeglar mjög vel vilja allra þeirra sem kusu.

    Kosturinn við kerfið er að það er ákaflega réttlátt. Ókosturinn að það er ákaflega flókið.

    Reyndar er kerfið sem ræður því hvernig sætum er úthlutað á Alþingi líka mjög flókið og fæstir sem skilja það í þaula. Það hefur samt aldrei stoppað neinn í að kjósa.

  5. Varðandi gagnvirka framsetningu, þá var ég að reyna að rekja hvernig mitt atkvæði sullaðist um kerfið. Fyrsta val komst ekki inn, en annað val komst inn. Hinsvegar var nr. 2 kjörinn áður en nr. 1 var útilokaður svo atkvæðið mitt fór frá nr.1 til nr.3. Þegar nr. 3 var svo útilokaður fór það á nr. 4 sem náði kjöri, án umfram atkvæða (þ.e. náði ekki sætishlut). Þannig að ég veit hver fékk mitt akvæði óskipt.

    Ef ég hefði kosið í 1sta sæti einhvern sem féll út fyrr hefði nr. 2 hjá mér fengið mitt atkvæði og það síðan dreifst að hluta áfram, því nr. 2 hafði nokkur umfram atkvæði. Og það er þessi umfram dreifing sem getur verið skemmtilegt að rekja, en í mínu tilviki þurfti þess sem betur fer ekki.

    Það væri gaman að sjá kerfi þar sem maður slær inn efstu menn á sínum kjörseðli (nú eða allan seðilinn) og sér svo hvert atkvæðið ratar. Eru ekki allar upplýsingarnar í PDF skjalinu?

  6. Þú ert alveg með þetta Halldór og þó hefur meðhöndlunin á þínu atkvæði líklega verið tiltölulega einföld. Pælið í því!.

    Það væri bæði skemmtilegt og krefjandi að útbúa gagnvirka framsetningu sem útskýrir þetta. Ef umræðan verður eins heit og útlit er fyrir er líklega ekki vanþörf á!

  7. Er þetta ekki listi yfir þau atkvæði sem viðkomandi fékk fram að útilokun? Eða ertu að segja mér að ég hafi bara fengið greidd 92 atkvæði í heildina, þar af 76 í fyrsta sætið? Spyr sá sem ekki veit. Er ekki hægt að fá uppgefin heildar fjölda atkvæða. Hvað maður fékk mörg atkvæði í hvert af þessum 25 sætum?

  8. Sveinbjörn: Það er nákvæmlega það sem þetta er. Fjöldi atkvæða sem TÖLDU fyrir hvern og einn þar til hann datt út (eða inn). Strangt til tekið hlutu þeir sem ekki náðu kjöri EKKERT atkvæði þar sem þau voru flutt áfram þar til þau lentu á einhverjum þeirra sem komst inn, eða nýttust alls ekki (mjög lágt hlutfall).

    Það hafa örugglega mikið fleiri sett þig einhvers staðar á lista, en atkvæði þeirra nýttist einhverjum öðrum áður en það kom að þér á listanum. Þessi gögn hafa ekki verið birt og þau breyta engu um niðurstöðuna, en væru eftir sem áður ákaflega áhugaverð.

    Umfram allt annað sýnir þessi listi niðurstöðurnar um röð allra frambjóðenda.

  9. Sá sem er síðastur á listanum er sagður heita Rúnar Þór Jónsson með auðkennistölu 5768. Ég finn hann ekki á vef stjórnlagaþings þar sem frambjóðendur voru kynntir.

  10. Það ætti að vera hægur leikur að fara fram á að fá þau gögn afhent sem lágu til grundvallar útreikningum á úrslitum kosninganna. Það þarf bara að biðja landskjörstjórn um þau á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga. Ég sé ekki að hægt sé að neita þeirri beiðni.

    Getur til dæmis verið að sætaröðun eða jafnvel fulltrúaval í efstu 25 hefði verið öðruvísi ef hlutkesti hefðu fallið á annan veg en gerðist? Hversu margar mögulegar niðurstöður voru í kosningunni?

  11. Í þessu kosningakerfi var mikið lagt upp úr að nýta valmöguleikana, þannig að atkvæðið kæmi að notum. Mér leikur því forvitni á að vita hversu margir atkvæðaseðlar urðu ónýttir eða gagnslausir.

    Þegar atkvæði er flutt frá einhverjum sem hefur verið útilokaður fer það í heilu lagi yfir á næsta val. Nú getur verið að næsta val hafi áður verið útilokað (eða náð kjöri) eða þá að ekkert hafi verið skrifað í næsta val. Í því tilviki á að leggja atkvæðið til hliðar. Eftir að atkvæði hefur verið lagt til hliðar er ekki hægt að flytja það áfram. Ef atkvæðið kemur frá röð frambjóðenda sem hver hefur verið útilokaður á fætur öðrum (7.tl. 14. gr. laganna) þá er það lagt til hliðar í heilu lagi, annars sem brot (en þá hefur það augljóslega komið að gagni fyrr í ferlinu).

    Alls voru 13.389 atkvæði lögð til hliðar skv. 7. tl. 14. gr. laganna þ.e. í heilu lagi. Ekki er hægt að fullyrða að þetta séu “ónýt” atkvæði því mörg þeirra hafa vafalaust lent á einhverjum sem áður hefur náð kjöri. Áður en Ómar náði kjöri í 306 lotu höfðu 1.084 atkvæði verið lögð til hliðar. Einhver af þeim hafa fallið Þorvaldi Gylfasyni í skaut.

    Engu að síður eru 1/6 hlutar atkvæðaseðlanna þannig að annað hvort var ekki hægt að úthluta þeim til neins frambjóðenda eða að frambjóðendur höfðu þegar náð kjöri áður en röðin var komin að þeim. Gaman þætti mér að vita hvort þetta teljist eðlilegt.

  12. Það virðist ljóst að fyrir utan þá sem settu Þorvald í efsta sætið hafi atkvæði annarra farið nær óskipt á einn mann, einungis um +/- 1% af atkvæðinu fara yfir á næsta mann fyrir neðan. Dreifing atkvæðisins er því nær engin.

    Finnst gagnrýni eins frambjóðanda á Facebook sýna hversu mjög fólk skilur ekki kerfið. Það er enda erfitt þegar farið eru úr einfaldasta kerfi sem til er (einn kross) í kerfi sem þetta, sem eins og fyrr segir er afskaplega réttlátt, svo fremi sem þu setjir þína frambjóðendur í rétta röð. Það skiptir síðan engu máli hverjir fóru í 25 sætið, ef einhver á undan komst inn er 99komma eitthvað prósent öruggt að það númer skiptir engu.

    Dæmið sem Sigurgeir tekur á facebook um handahófskennt val í fyrsta sætið er einmitt ágætt til að sýna að kerfið virki, þá fara þeir sem fólk VILL HELST INN inn, þeas þeir sem settir eru í efsta sætið.

    Það væri gaman að sjá hvort hægt sé að rekja hvaða atkvæði fór lengst niður listann áður en það nýttist (þeas 1 heill). Sömuleiðis samantekt um hvað mörg atkvæði fóru til spillis.

    (verst að þessi umræða er á 2 stöðum…)

  13. Flottur listi og framtak.

    Ég er svolítið skeptískur með hversu gáfulegt er að gera hvern seðil opinberan. Held að þetta vegi að leynd kosningana.

    Hver seðill er ágætis indicator um hver á hann. Ef ég hefði þessi gögn í höndunum þá gæti ég líklegast sigtað út kjörseðil systur minnar með því að finna þann kjörseðil sem inniheldur atkvæði vina hennar sem voru í framboði og fjölskyldumeðlima okkar sem voru í framboði.

    Svo er líka hægt að hópa fólk saman eftir skyldleika kjörseðla þeirra og gera “þeir sem kusu x kusu líka y” virkni. Það segir ekki til um hver kaus hvað, en það gefur okkur innsýn.

    Er það í þágu lýðræðis að draga úr leyndinni?

    -A

  14. Hér er margt fróðlegt og vel athugað. Mér finnst ekkert athugavert við það að EFTIR Á komi í ljós að eitthvað af atkvæðinu mínu hafi ekki komið við sögu í röðun sæta. Þegar við kjósum vitum við ekki hvað hinir gera og tjáum einmitt vilja okkar án þess.

  15. Nú er spurning um persónuvernd um hvað mikið af gögnum á að leggja fram. Þetta eiga að vera leynilegar kosningar.
    T.d. stendur í stóra skalinu

    Lota 3 Útilokun: 5768 Rúnar Þór Jónsson Flutt frá 5768 Rúnar Þór Jónsson : 1 x 1.00000 = 1.00000 Flutt til 3513 Björn Sævar Einarsson : 1 x 1.00000 = 1.00000

    Held að það sé nokkuð ljóst hvern þessi kjósandi setti í fyrsta og annað sætið! Er hans kosning þá ekki orðin opinber?? Amk að hluta.

  16. Það hefur komið fram hér að framan að frambjóðandi sá er sagður er fyrst detta út í talningunni, #5768 Rúnar Þór Jónsson, finnist ekki á vef stjórnlagaþings. Ég tek undir þetta, ég get ekki séð að hann sé í kynningarblaði sem sent var út fyrir kosningarnar og heldur ekki fundið hann í “kynning frambjóðenda” á kosning.is.

  17. Gaman væri að sjá atkvæðatöflu með þessa 25 þingmenn á y ás og 25 niðurröðun á x ás.

    Þ.e. sjá hversu margir settu Þorv. Gylf í 1. sæti, 2. sæti, etc.

    Það myndi t.d. veita innsýn í nokkur atriði sem í fyrstu virðast óvenjuleg. T.d. þá hlaut ÞorvG furðulega afgerandi niðurstöðu. Enginn annar hefur tærnar þar sem hann hefur hælana. Aftur á móti, þá virðist Eiríkur Bergmann sem lendir í vegnu “öðru” sæti fá jafnvel færri atkvæði í 1. sæti en aðrir sem á eftir koma.

    Sjá http://www.kosning.is/media/stjornlagathing-2010/kosningar-til-stjornlagathings.pdf

  18. Sæl öll!
    Öll er þessi umræða gagnleg og hvet ég til að henni sé haldið áfram. Óneitanlega er það áleitið umhugsunarefni að kosningafyrirkomulag til stjórnlagaþings skuli vera svo snúið að varla nokkur maður skilji það, einkum þegar horft er til þess að meginkrafa samtímans eru gagnsæi og skýrar reglur.
    Fyrir alla muni höldum umræðunni áfram.
    Kv. Ámundi

  19. Sæl,
    Þetta er mjög forvitnileg umræða. Í ljósi þess að enginn eiginlegur fulltrúi “almennings” þ.e. enginn óþekktur sem ekki hefur bloggað, farið í Silfur Egils og ekki auglýst o.s.frv. náði kjöri, þá velti ég fyrir mér hver niðurstaðan hefði verið ef öll atkvæði hvers frambjóðanda hefðu verið talin.

    Þannig hefði hver kjósandi listað þá 25 (eða færri) sem hann vildi hafa á þinginu, röð skipti ekki máli og þeir 25 frambj. sem oftast voru nefndir á kjörseðlum valdir á þingið.

    Atkvæða fjöldinn hefði því verið 25 pr kjósanda og mögulegur heildarfjöldi 25 x fjöldi sem kaus.

    Er einhver til í að reikna þetta út? Ætli sömu “frægu” einstaklingar hefu náð kjöri?

    Sjálfur var ég í framboði og er ekki ósáttur við minn hlut en hef samt á tilfinningunni að þar sem ekki var hægt að kynna sjónarmið alls þorra (hinna óþekktu) frambjóðenda þá hafi þetta ekki verið eins lýðræðislegt val og vonast var eftir.

    Lárus Jón Guðmundsson.

  20. Sæll, Hjálmar.

    Þetta er fróðlega samantekt.

    Hún sýnir með hve miklum fjölda nýttra uppsafnaðra atkvæða hver frambjóðandi var kominn þegar hann féll út eða náði inn.

    Hún sýnir hins vegar ekki og er ekki hægt að finna út nema landskjörstjórn gefi út heildartölur, hversu dreift fylgi hver og einn fékk í ónýtt varaval.

    Þessar upplýsingar á tvímælalaust að birta, sem eðlilega birtingu á forsendum talningarinnar.

    Þessi dreifing getur líka hjálpað til í umræðu um það hvort eigi að nota svona kerfi aftur.

    Tók saman nokkra útreikninga á bloggi mínu á eyjan.is.

    Soffía Sigurðardóttir.

  21. Eins og ég rak atkvæðið mitt gegnum loturnar þá fékk sá frambjóðandi sem ég var með í 23. sæti atkvæðið mitt óskipt. Aðeins einn af þeim sem ég var með ofar komst inn og hann var þegar kominn inn þegar seðillinn minn var kominn að honum.

    Þessi sem ég var með í 23. sæti hefði auðveldlega getað verið í 25. sæti hjá mér og það hefði engu breytt um niðurstöðuna – raunar ætlaði ég upphaflega að setja hann í 25. sæti.

    Ég sé ekki af hverju tilfelli eins og mitt ættu að vera eitthvað óalgeng.

  22. Það sem mig langar að vita er hvort allar hugsanlegar niðurstöður úr hlutkestinu hefðu leitt til sömu niðurstöðu. Ef svo er ekki væri gaman að sjá Monte-Carlo-hermingu á þessu öllu saman. (Þetta er auðvitað ekki hægt nema öll gögn verði gefin upp.)

  23. Fróðlegar upplýsingar, þó þær hafi sína annmarka. Erfitt er að átta sig á því hver fékk atkvæðið mitt. Þeir sem ég studdi dreifðust nokkuð jafnt á listann alveg frá 2. til 500. sæti, en átta komust inn á top 100 eða þriðjungur.

    Þetta kosningakerfi er meingallað og það vantar allt gegnsæi við það. Hvað voru t.d. mörg atkvæði Þorvaldar einfaldlega vegna þess að búið var að útiloka aðra. Ef dreifing var svona hjá mörgum eins og hjá mér, þá gæti Þorvaldur hafa veri mjög neðarlega hjá yfir 5000 manns, en samt fengið atkvæðið vegna þess eins að hann var nógu ofarlega hjá nógu mögrum.

    Ég er ekki sammála því, sem þú segir á facebook, að það þurfi stærðfræðing til að skilja úthlutun sæta í Alþingiskosningum. Í raun er það ótrúlega einfalt kerfi, þegar maður nennir að velta því fyrir sér. Ég er fyrir löngu búinn að setja upp excel-skjal til að reikna það út. Vissulega hjálpar að vera talnaglöggur, en umfram allt þarf maður að fatta að notuð er deilitala sem breytist með hverju sæti.

  24. Marínó,
    Það kemur greinilega fram í pdf-skjalinu sem vitnað er í hérna efst að Þorvaldur fékk langflest atkvæði í fyrsta sæti, og var langt yfir því sem þurfti. Það er algjörlega gagnsætt.

  25. Hjálmar,
    Hafið þið félagar tekið saman hversu mörg atkvæði féllu dauð?

    Það kusu 83531 og 1196 atkvæði voru ógild, eða 1.4%

    Miðað við gögn frá datamarket sýnist mér að hlutfall ógildra í síðustu Alþingiskosningum sé 0.3%

    Gild atkvæði eru 82335

    Ég lagði saman heildarfjölda atkvæða 25 efstu á listanum hér að ofan og það eru 72735 eða 9600 atkvæðum minna en fjöldi gildra atkvæða.

    Hinsvegar er top 25 listinn augljóslega með tvítalningar, og munar þar mestu um 3403 atkvæði Þorvaldar sem voru færð eftir fyrstu umferðina. Þau fóru náttúrulega á fleiri frambjóðendur sem ekki náðu kjöri, en líklega rataði samt góður hluti þeirra að lokum á einhvern hinna 25 sem náði kjöri.

    Ég prófaði að vista pdf skjalið sem texta og greppa út þá strengi sem tengdust atkvæðum sem ekki var unnt að flytja. Lagði svo saman tölurnar sem út komu og fékk heildarsummu 13713. Hafi ég ekki misst af neinu, er þetta heildarfjöldi “dauðra” atkvæða.

    Til að tjekka á þessari tölu lækkaði ég alla á top 25 sem fengu umfram sætishlut (3167) niður í sætishlutinn (taka tillit til færslu umframatkvæða frá þeim) og tók svo aftur heildarfjölda top 25. Þá fékk ég summuna 68565.

    Ef ég legg þá heildarfjölda dauðra atkvæða (13713) við þessa fæ ég 82278, sem er 57 atkvæðum frá fjölda gildra atkvæða.

    Það er mögulegt að ég sé að missa af 57 dauðum atkvæðum, og eins er mögulegt að ég hafi bara eitthvað misskilið þetta.

    Ég hefði áhuga á að vita hvort þið hafið eitthvað skoðað þetta.

    En…..
    Ef heildarfjöldi dauðra atkvæða er nærri 13700 þá eru tæp 15000 atkvæði dauð eða ógild. Það er um 18%.

    Mér fannst það svakalega hátt hlutfall fyrst í stað (veit einhver hvað er dæmigert hlutfall dauðra atkvæða í Alþingiskosningum?), en þessa niðurstöðu má líka orða þannig að fulltrúar á stjórnlagaþingi hafi 82% atkvæða að baki sér.

    Til samanburðar datt mér í hug að tjekka á dreifingu atkvæða í fyrsta sæti (lota 1 í pdf skjalinu).

    Ef maður skoðar heildarfylgi þeirra 25 sem fengu flest atkvæðin á þeim lista (32309) og ber saman við heildarfjölda atkvæða (sem var eins og fyrr segir 82335) þá er hlutfallið um 40%.

    Ef kosningin hefði verið þannig að við hefðum merkt X við einn frambjóðenda og dreifing atkvæða hefði verið sú sama og dreifing atkvæða í fyrsta sæti þá hefðu þeir sem náðu inn haft 40% atkvæða á bak við sig.

    Með STV aðferðinni sem er viðhöfð hér hafa fulltrúarnir á þinginu um 82% atkvæða á bak við sig. Ætli það sé ekki mælikvarði á það hversu vel STV nýtir atkvæðin.

  26. Tek til baka það sem ég sagði um Þorvald. Hann fékk 7.192 atkvæði í fyrsta sæti. Áhugavert er að sjá hve mörgum sinnum þeir sem fóru inn með Þorvaldi lentu í öðru sæti hjá kósendum hans. Þessi 24 aðilar lentu alls 3695 sinnum í öðru sæti hjá kjósendum Þorvaldar.

  27. Í talnasúpunni í síðustu færslu minni misritaði ég fjölda atkvæða sem færð voru frá Þorvaldi. Þau voru ekki 3403 heldur 4025, og Marínó bendir á þá merkilegu staðreynda að langflest fóru beint til annarra á 25 manna listanum. Svona getur dreifing atkvæða verið ójöfn. Þessi misritun breytir engu um aðrar tölur í athugasemdinni.

  28. Þakka þér innilega fyrir – ég eins og eflaust margir aðrir er búin að bíða eftir að vita í hvaða sæti ég endaði en hafði einmitt talið út að ég væri í 57. sæti. Það væri mjög áhugavert að vita ýmislegt fleira sem ég vona að verði birt eins og t.d. í hvaða sæti kjósendur settu mann, á hvað mörgum seðlum maður var og svo framvegis 🙂

    En bestu þakkir fyrir þetta!

  29. Í innleggi sínu kl. 0:01 viðurkennir Hjálmar Gíslason, að það sé “alveg rétt” sem Halldór sagði 30. nóv. kl. 23:30, að “Þegar fyrsta manni [hefur verið] hent út ([þeim] neðst[a] á listanum) teljast engin atkvæði sem hann fékk í 2. – 25. sæti. Þó hann hefði verið í öðru sæti hjá 83.000 kjósenda telst það ekki með”!!

    Hjálmar bætir við þessari viðurkenningu: “Þessvegna væri áhugavert og gagnlegt að fá öll gögnin og helst að útbúa gagnvirka framsetningu sem sýnir hvernig niðurstaðan fæst.”

    Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að fá allt upp á borðið, tölur hvers einasta hinna 522 frambjóðenda í 1.-25. sæti – þá sjá menn, hve margir hafa treyst hverjum og einum til verka á stjórnlagaþinginu.

    Talningaaðferðirnar, sem beitt var, eru meiri háttar furðulegar og vekja grunsemdir.

  30. Halldór B, kerfið er þannig að atkvæðin leita upp á við og enda að lokum öll hjá 25 efstu nema í þeim tilfellum sem þau voru ekki færanleg. Þannig endaði mitt atkvæði hjá aðila sem var 9. á lista hjá mér, en komst ekki inn í topp 25. Þessi 9.600 atkvæði sem eru munurinn á samanlögðum fjölda þeirra sem eru í topp 25 og heildarfjölda gildra atkvæða eru því atkvæði sem ekki voru færanleg, þar sem annað hvort voru þeir sem hefðu getað nýtt það, þegar komnir inn, viðkomandi var neðstur á atkvæðaseðlinum eða að þeir sem voru fyrir neðan höfðu þegar verið útilokaðir.

  31. Marínó,
    Athugasemd þín um að 3695 atkvæði af 4025 umframatkvæðum Þorvaldar hefðu ratað til annarra sem náðu kjöri (og eru því á top 25 listanum) sýnir náttúrulega að tvítalning atkvæða á þeim lista er amk. 3695. Því Þorvaldur er sýndur með fjölda atkvæða áður en atkvæði eru færð yfir á félaga hans, en þeir eru sýndir með atkvæðin eftir að þau eru færð.
    Ekki má gleyma því að stór hluti af þessum 330 atkvæðum sem fóru á aðra rötuðu til baka á félaga hans í síðari lotum. “Tvítalningin” er því líklega nær 4000.

    En uppgötvun þín skýrir einmitt muninn á þessum ~13700 dauðu atkvæðum sem ég fann og 9600 atkvæðunum. Ef “tvítalning” svona há þá er raunverulegur munur heildarfjölda gildra atkvæða og atkvæða sem nýttust ~ 9600 + 4000 = 13600, sem er sambærilegt við það sem ég taldi. Niðurstaðan er því sú að líklega var hlutfall dauðra og ógildra um 18% og þingfulltrúar hafa þá 82% atkvæða að baki sér.

  32. “Tvítalning atkvæða” hjá “félögum hans” … Er þetta kerfi í alvöru í lagi?

    Og svo eru þingfulltrúar kannski með “82% atkvæða að baki sér” í kosningum þar sem 35,9% tóku þátt. Þessir þingfulltrúar eiga að starfa á RÁÐGEFANDI þingi, ekki löggjafarþingi, og eiga að virða núgildandi stjórnarskrá, meðan hún enn er til, en helzti foringinn á þinginu er þegar búinn að lýsa yfir orðastríði á hendur löggjafarsamkundu þjóðarinnar, Alþingi, segir Alþingi “vanhæft”, ef stjórnlagaþingið hans (eða kannski naumur meirihluti þar) samþykkir tillögu hans um að alþingismönnum verði fækkað úr 63 í 37 (meingölluð tillaga)! Samt er Alþingi með 85,1% kjörsókn að baki sér, en stjórnlagaþingið einungis 35,9%. Umfram allt er þó skylt að virða ákvæði gildandi stjórnarskrár um það, hvernig breyta megi stjórnarskránni.

  33. “Það er erfitt að sjá eitthvað því til fyrirstöðu að birta lista yfir alla kjörseðla og þau númer sem valin voru á hverjum.”

    Það er kannski í lagi í þetta sinn af því engin átti von á því en allmennt séð væri það varhugavert þar sem það mundi gera sölu atkvæða mögulega. Atkvæðakaupandi gæti uppálagt einstökum seljendum ákveðna upstillingu í neðstu sætin sem “undirskrift” og athugað síðan eftir á hvort undirskriftin kæmi fram í niðurstöðunum.

Leave a Reply to Guðmundur Guðlaugsson Cancel reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s