Author: Hjalmar Gislason

About Hjalmar Gislason

Founder and CEO of GRID (https://grid.is/). Curious about data, technology, media, the universe and everything. Founder of 5 software companies.

Tæknispá 2008

Fyrir tveimur árum, þegar ég var með vikulega pistla á NFS um tölvur og tækni skrifaði ég Tæknispá fyrir árið 2006 – um átta hluti sem myndu gerast það ár. Árangurinn verður hver að meta fyrir sig, en hér er a.m.k. samskonar spá fyrir komandi ár.

7 hlutir sem munu gerast 2008:

  • Hægir á ráðningum í tölvugeiranum: Bankarnir hafa sogað til sín mikið af tölvutalent undanfarin 3-4 ár. Önnur fyrirtæki hafa átt fullt í fangi við að ná í og halda fólki. Fæstir hafa getað yfirboðið þau launakjör sem bankarnir hafa boðið, helst að aðrir hafi kannski getað boðið áhugaverðari verkefni og náð til sín fólki þannig.
    Með “kólnandi hagkerfi” er þetta að breytast hratt og sumar af tölvudeildum bankanna hafa þegar ákveðið að standa ekki í frekari nýráðningum að sinni. Reyndar hlýtur í sjálfu sér talsvert starf að vera óunnið ennþá í að byggja upp skilvirkar einingar úr þessum mikla fjölda nýrra starfsmanna þannig að kannski kemur þetta sér bara vel fyrir þá. Ég ætla ekki að ganga svo langt að spá því að bankarnir muni fara í uppsagnir í tölvudeildunum, en gæti þó trúað því að eitthvað af verktökum og lausafólki í verkefnum – sem þeir hafa nýtt sér umtalsvert – muni verða fækkað. Til þess er jú leikurinn að hluta til gerður að verktökum er hægt að fækka mun hraðar og einfaldar en venjulegu launafólki. Eins er líklegt að bankarnir muni prófa sig í frekara mæli áfram með úthýsingu verkefna – einkum til Austur-Evrópu.

  • Ár “Netsins í símanum”: Gagnaumferð og notkun á netinu í farsíma mun springa út hér á landi á komandi ári. Tilkoma þriðju kynslóðarneta hjá öllum símafyrirtækjunum, aukið efnis- og þjónustuframboð og eðlilegri gjaldheimta fyrir þessa notkun mun ýta undir þetta. Flöt mánaðargjöld fyrir ótakmarkaða gagnanotkun verða í boði fyrir lok ársins, en einstakir þjónustuþættir (t.d. aðgangur að tónlistarsöfnum, íþróttum eða öðru sérefni) verða gjaldfærðir á einfaldan og sýnilegan hátt.
    Öflugari handtæki munu enn auka á þessa notkun og iPhone mun sem dæmi ná verulegri útbreiðslu hvort sem hann verður formlega seldur hér á landi á árinu eða ekki. Ég spái því reyndar að ólæstir 3G iPhone símar verði fáanlegir í verslunum hér í haust. Aðrir framleiðendur munu líka koma með mjög frambærileg tæki á árinu.

  • Nova og farsímamarkaðurinn: Nýja farsímafyrirtækið Nova mun skipta um markaðsnálgun snemma á árinu og slagorðið “Stærsti skemmtistaður í heimi” verður lagt niður. Fyrirtækið mun þó halda áherslunni á afþreyingu og gagnalausnir (sbr. liðinn hér að ofan). Eftir því sem líður á árið (og reikisamningum þeirra fjölgar) mun Nova einbeita sér meira að fyrirtækjamarkaði og ná allt í allt á bilinu 3-5% markaðshlutdeild á árinu. Þreifingar munu verða uppi um samruna Nova og Vodafone, en ólíklegt að það gangi í gegn á árinu 2008.
  • Bankaútrás á Netinu: Tiltölulega óþekktur armur íslensku bankaútrásarinnar er alþjóðleg starfsemi þeirra á Netinu. Kaupþing rekur sem dæmi nokkuð vinsælan innlánabanka á netinu í Svíþjóð og Finnlandi undir nafninu Kaupthing Edge og Landsbankinn rekur sambærilega þjónustu í Bretlandi undir heitinu Icesave. Búast má við að þessi starfsemi verði útvíkkuð til fleiri landa og heilt á litið eiga íslensku bankarnir mjög mikil sóknarfæri í því að nýta sér þá reynslu og tækni sem þeir hafa aflað sér við þróun íslensku netbankanna í alþjóðlegu samhengi, enda finnst óvíða jafngóð netbankaþjónusta.
  • Vélabú mun rísa:Lagning a.m.k. tveggja nýrra sæstrengja til landsins, annars vegar DanIce strengsins og hins vegar Greenland Connect strengsins sem liggja mun frá Íslandi til Grænlands og þaðan áfram til Nova Scotia (mögulega með séríslenskri hjáleið til að sleppa við krókinn upp til Nuuk sem er á annað þúsund kílómetrar). Þannig verður Ísland á næstu 2 árum orðið vel tengt til bæði Ameríku og Evrópu. Það er jafnvel ekki útséð um lagningu Hibernia á streng til Skotlands Írlands. Að því sögðu er ljóst að á árinu verður hafið að reisa að minnsta kosti eitt stórt vélabú hér á landi á árinu og mögulega tekið í notkun þegar árið 2009.
    Áhugi á ferkari uppbyggingu vélabúa hér mun vaxa ef eitthvað er. Leggst þar á eitt skortur á grænni og hagkvæmri orku og sú þróun að hugbúnaður keyrir í síauknum mæli á Netinu, jafnvel í sveigjanlegu keyrsluumhverfi eins og gagnagrunns-, reikni- og geymsluþjónustum Amazon og Force.com. Möguleikinn á, og hagkvæmnin við slíkar lausnir fæst einmitt af því að þau eru rekin í gríðarstórum vélabúum sem þjóna meira eða minna öllum heiminum frá einum stað.

  • Decodeme og 23andme: Decode mun fara í samstarf með fyrirtækinu 23andme á sviði persónulegra erfðaprófa. Eftirspurn er þegar eftir slíkum prófum og hún mun fara vaxandi. 23andme er stofnað af Anne Wojcicki, eiginkonu Sergey Brin sem er annar af stofnendum Google, og fær sitt fjármagn að mestu þaðan. Athyglin sem það hefur vakið hefur gefið 23andme verulegt forskot á Decodeme í þessari glænýju grein (sjá gróflega bloggathygli og umferðartölur). Decode er aftur á móti í frumrannsóknum og hefur að líkindum mun sterkari vísindalegan bakgrunn en 23andme. Með peninga og markaðsafl Google á bakvið 23andme og vísindalega getu og þekkingu Decode er þetta gríðarlegt tækifæri fyrir báða aðila.
  • CCP ungar út: Nú þegar leikjaframleiðandinn CCP er orðið stórt og öflugt fyrirtæki eftir aðdáunarverða þrautseigju í hartnær áratug er ljóst að fleiri horfa til leikjamarkaðarins. Þetta er markaður í örum vexti, íslenskir fjárfestar hafa orðið skilning á tækifærunum sem í honum felast og góð þekking er orðin til í þessum hópi á þeirri tækni, nálgun og aðferðafræði sem gerir góðan fjölspilunarleik. Fyrirtæki með svipaðar hugmyndir munu spretta upp og byggja á þessari reynslu og aðstæðum – og ekkert nema gott um það að segja. Við megum búast við að sjá allar stærðir og gerðir af slíkum pælingum – allt frá veflægum “kaffipásu”-útgáfum sem notast etv. við Flash yfir í stóra og flókna þrívíddarleiki sem ganga lengra en EVE Online í stærð, umfangi og flækjustigi.

Er ég að gleyma einhverju? 😉

Ný vinna – en samt ekki

Ég er kominn í nýtt djobb, svona að hluta til.

Ég ber nú þann fróma titil “Tæknistjóri” hjá og ber sem slíkur ábyrgð á þróun og stefnu vefmála hjá fyrirtækinu, auk tækniumhverfis fyrirtækisins í stærra samhengi hlutanna.

Ég hef auðvitað verið viðloðandi fyrirtækið allt frá því að það keypti Spurl á sínum tíma, en ekki haft þar skilgreint hlutverk eða ábyrgðir þar sem ég fluttist beint inn til Símans við kaupin. Núna hefur þetta verið skilgreint og er formlega 30% staða á móti 70% áfram í viðskiptaþróun hjá Símanum.

Það verður gaman að láta verkin tala þarna, enda eru tækifærin óþrjótandi ekki síst með Já.is. Þar erum við að afgreiða næstum milljón leitarfyrirspurnir á viku og varla til sá Íslendingur sem ekki notar þjónustuna vikulega – og flestir hafa skoðun á honum. Það er hægt að bæta þjónustuna þarna enn frekar og margir hlutir, stórir og smáir sem hægt er að bæta við og laga. Þar að auki er fyrirtækið virkilega vel rekið og skemmtilegt, þannig að þetta verður “bara gaman”.

Ég er svona þessa dagana að ná utan um helstu spottana og svo fer maður að toga í þá þegar maður er búinn að átta sig á því í hvað þeir eru festir 🙂

Snúið mál – íslenska

Á degi íslenskrar tungu sem haldinn var þann 16. nóvember síðastliðinn var m.a. opnaður aðgangur að nýrri útgáfu gagnagrunns sem nefnist “Beygingarlýsing íslensks nútímamáls“. Í Beygingarlýsingunni er í dag að finna fullkomin beygingardæmi yfir 250 þúsund íslenskra orða!

Gögnin í þessum grunni eru unnin af Kristínu Bjarnadóttur málfræðisnillingi á Orðabók Háskólans í samvinnu við fleira gott fólk þar, en sjálfur forritaði ég kerfið sem heldur utan um beygingarnar, nýskráningar orða o.s.frv.

Þetta hefur verið í rólegri vinnslu hjá okkur í næstum 2 ár. Afar fróðlegt ferli og ég hef m.a. lært ótrúlegustu hluti um uppbyggingu og flækjustig íslenskunnar.

Nokkrir áhugaverðir punktar varðandi þetta allt saman:

  • Fræðilega eru til allt að 272 beygingarmyndir af sagnorðum! Að vísu er engin sögn sem hefur allar þessar myndir, en það eru allnokkur orð sem hafa meira en 200 myndir. Þetta vex svo enn ef til eru afbrigði af beygingunni, þ.e. ef sögnin beygist á fleiri en einn veg.
  • Nafnorð geta ekki haft fleiri en 16 beygingarmyndir, en lýsingarorð hafa allt að 120.
  • Nokkur orð deila toppsætinu sem “flóknustu” orð íslenskrar tungu, þ.e. hafa flestar beygingarmyndir eða 227. Þetta eru allt lýsingarorð sem enda á “-ull” eins og “sannsögull” og “seinförull“, en óvenjumargar beygingarmyndir þessara hafa afbrigði.
  • Þau 256.618 orð sem eru í safninu hafa samtals 5.727.946 beygingarmyndir. Það gerir að meðaltali 22,32 beygingarmyndir af hverju orði. Oft hafa orð þó margar beygingarmyndir sem ritaðar eru á sama hátt (“Hjalli um Hjalla frá Hjalla til Hjalla”). Séu þær taldar frá stendur eftir að orðin í Beygingarlýsingunni hafa ekki NEMA 2.699.158 beygingarmyndir!

Magnað.

Það má nálgast ýmsa tölfræði og frekari upplýsingar um safnið á vef beygingarlýsingarinnar.

Bensínverð

Uppfært 7. ágúst 2008 með nýjustu gögnum

Skemmtilegt hvað hægt er að gera á internetinu nú til dags með lítilli fyrirhöfn.

Með því að bræða saman þrjár einfaldar gagnauppsprettur

…gat ég útbúið þetta graf:


(Smellið til að sjá gagnvirka útgáfu af grafinu á Google Docs)

Hráolíuverðið er s.s. í dollurum, gengi dollars augljóslega í krónum, en vísitölurnar tvær eru settar í 100 stig í byrjun árs 1997. Önnur er hin eiginlega mæling Hagstofunnar, hin – þessi gula “vísitala bensínverðs” sem ætlar alveg útúr korti í lokin – er búin til af mér. Hún er einfalt margfeldi af verði hráolíutunnunnar og gengi dollars, en þetta eru þeir tveir þættir sem alltaf er vísað í þegar leitað er útskýringa á breytingum (yfirleitt hækkun) á bensínverði hér á landi.

Niðurstaðan er í stuttu máli sú að ef þetta væri það eina sem réði bensínverði, ætti bensínlítrinn nú að kosta 6 sinnum meira en hann gerði í upphafi árs 1997!

Skv. upplýsingunum frá Hagstofunni mun hann þá hafa kostað u.þ.b. 84 krónur. Hann er þó – þrátt fyrir allt – aðeins u.þ.b. tvöfalt dýrari nú en hann var þá eða í kringum 170 krónur í stað 510 króna. Guði sé lof!

Eru þá olíufélögin ekki að okra á okkur eftir allt saman? Ekki samkvæmt þessu. Hin raunverulega niðurstaða er samt sú að þeir þættir sem ráða bensinverði á Íslandi eru miklu fleiri og flóknari en þessir tveir.

Meðal þeirra má nefna:

  • I október 1999 var gerð skattalagabreyting þar sem vörugjaldi á bensíni var breytt úr prósentu í fasta krónutölu
  • Þó hráolíuverð sveiflist til, þá hefur það ekki sömu áhrif á seinni stig vinnslunnar, s.s. hreinsun olíunnar og fullvinnslu í söluhæft eldsneyti á bíla.
  • Flutningskostnaður á eldsneytinu hingað til lands helst ekki að fullu í hendur við eldsneytisverð.
  • Innlendi þátturinn í verðinu er óháður ofangreindum sveiflum.

Ég viðurkenni fúslega að ég átti von á annarri niðurstöðu þegar ég lagði af stað í þessa útreikninga, en svona er þetta. Gaman væri að heyra hvað öðrum finnst 🙂

P.S. Töfluna sem grafið byggir á má nálgast hér á Google Docs

The inevitable business model for music

There is a lot of turmoil in the music industry. The big publishers (usually dubbed “the majors”) are finally waking up to the fact that a decade of neglecting to come up with suitable business models for the web has bred a generation of consumers that have never paid for music. For them, music is free. It’s something you get from your friends via IM, through peer-to-peer applications or download directly from artist’s web sites or Myspace profiles.

This will never change back. From now on, basic access to music will be free – i.e. free to the consumers. As TechDirt’s Mike Masnik has rightfully pointed out, the most fundamental theories of economics state that in a market with infinite supply, the price will be zero. Infinite copies of digital music can be made with no cost, hence the ultimate price of a copy will be zero. Zip, nada, nix – nothing whatsoever.

This does not mean that music is dead. On the contrary. The likelihood of a musician being able to live from his art has probably never been greater, and being a music consumer has never been better. Its the roles of the middlemen that are changing, decreasing – and for those that don’t adapt – vanishing.

In my mind, there is an inevitable business model for music. This model consists of three layers.

  1. Basic access for free: Basic access to music will be free to the consumer. Their ISPs, telcos, portals or other music providers will pay a small fee to the rights-holders – something like 2-4$ per active user per month. This will allow them to legally provide their users with the ultimate music services – every song ever recorded, discoverable in every possible way for free – yet with higher quality and in a more user friendly way than today’s illegal file sharing methods.

    These music providers will recoup this cost via other channels, such as advertising, bundling of music services with other products and services, such as telecommunications, and upsell of music related products (see layer 2).

    For some time we’ll probably see this limited to streaming music. The right-holders will struggle to try to sell copies of songs (full track downloads) but a stream can easily be turned into a copy and copies will still float around for free illegally. That, coupled with ever more ubiquitous internet access means that the imagined difference between a stream and a copy will eventually fade.

    At a great conference here in Reykjavik last week, we heard from “media futurist” Gerd Leonhard, that even at the peak of music industry’s revenues, music spending per household in the US never surpassed 5$. This obviously means that 2-4$ per user, sometimes even active on more than one such service in a given month is actually a great deal.

  2. Merchandise and ads: While copies of songs are an infinite resource, most other things aren’t. Merchandise, such as T-shirts, baseball caps, autographed posters and images, special edition vinyl records, books, etc. are desirable items to devoted fans. These can be a great source of revenues both for the bands directly and for the music service providers.

    A captive and focused audience is also of great value to advertisers. Fans of a certain band or of a certain type of music, tend to be highly targetable consumer groups; sweet music to the ears of every ad network and advertiser and quickly worth more than the basic price paid to the rights-holders in layer 1.

  3. Access to artist: The artists themselves, already making money from the activities in layer 1 and 2 are (rightfully) the kings of the future of music.

    The most valuable asset in the whole music value chain is access to the artists themselves in one way or another. Concert tickets and backstage passes are obvious examples. An online video chat with your star together with a group of fans is worth something, and merely a glimpse of an opportunity to get on a devoted phone call with your favorite pop star could be worth dying for!

    Other types of direct access include getting a band to write a new song for your movie or advertisement, or sponsoring the band’s latest tour – in both cases riding on the bands most valuable asset: their devoted audience.

    Finally: While economists may not understand tipping, human beings actually do part with their money even if they don’t have to, just to show their gratitude or affection for something provided to them. Note to hopeful bands: Make it easy for your fans to donate money to you directly – they will.

These layers feed of each other. Unlimited access to music (layer 1) captures bigger audiences. Bigger audiences mean more value to the music service providers (layer 2) which in turn leads to more interest in the direct access (layer 3).

All indications are that this is actually already happening: As revenues from music sales are going down, the revenues from concerts and gigs are at an all time high. What musicians DON’T need anymore is someone to handle the physical distribution of their music – there is no physical distribution. They DO need distributors (music service providers) and they DO need promoters that help them capture and grow their audience. These needs are spurring new types of music companies, but nobody will ever again have the kind of stronghold on the artists that the publishers have had for the past decades.

So it goes.

Snilldar vídeó um Vefinn 2.0

Michael Wesch er aðstoðarprófessor í mannfræði við Kansas State Háskólann.

Vídeóið hér að neðan er eftir hann og var sýnt á opnun Web 2.0 Expo sem ég fór á í San Francisco í vor. Þetta er listræn en um leið mjög flott leið til að sýna hvernig allir hlutir hanga saman á Vefnum, ekki síst í hinum nýju “Web 2.0” þjónustum.

Web 2.0 Summit hófst svo í fyrradag (ég er ekki þar) og var opnað á öðru álíka flottu myndbandi eftir Wesch. Flott og hugmyndarík vídeó bæði tvö.

The Government API

A couple of weeks ago I attended a conference where there was a lot of talk about Business Process Automation (BPA) and Service Oriented Architecture (SOA).

Disclaimer: Yes, I do lead a very exciting life, even if attending such a conference may indicate otherwise.

You’re probably familiar with the story: Companies are increasingly wrapping their legacy systems, back office processing and other components of their day-to-day operations with web service interfaces in order to integrate with a newer breed of software that usually comes with some flavor of WS interfaces out of the box. Then, using Business Process Management they link all of these together, practically describing their businesses as elegantly written computer programs – the cafeteria included. The holy grail is then to automate as much of this as utterly possible – all leading to an increase in productivity, lower costs, more revenues and happy investors.

The concept is great and several companies have excelled at this – while most are probably struggling. This is after all a huge task and requires a change of mind no less than a change of technologies. But that’s besides the point here.

At the conference the following truth dawned upon me: As companies automate more of their operations, not only within, but also in interacting with other businesses (electronic bills, automated orders, etc), a critical part of their ecosystem is being left out: The Government.

So here’s an idea: Let’s wrap a government in an easy to use API – a Web Service interface that will fit nicely into the world of Business Process Automation.

All the mundane, numbing and often error prone tasks of running a company could be automated and integrated with the company’s own infrastructure. Filing of tax reports, filing salaries statements, filing summer vacation payments, filing changes in corporate ownership, issuing new stock, etc., etc. and doing it all in the right way at the right time without anything falling through the cracks – all taken care of automatically by the rules set up in the Business Process Automation system. Sweet!

In this lies a huge opportunity for some small, technically advanced nation that is well integrated in the international legal and business environment. It could really set itself apart in the world by catering to companies that are far along the path of BPA – and new companies that are set up in such a way from day one. These are probably most often sophisticated companies in the IT, financial or other high value industries. If done correctly, this could be no less valuable than tax incentives, already offered in various havens around the globe. Obviously it would need to be competitive there, but not ridiculously so – which in turn would keep the country on friendly terms in international politics, where tax havens are often frowned upon.

This could even lead the way to the world’s first fully automated company – a concept that is probably material for another entry.

Once in place – there is a plenty of derived services that service companies could offer using the same methodology. Companies need banks, financial and auditing services, legal services, IT-infrastructure (email, web hosting, etc) and a whole lot of other stuff a lot of which could be offered as web services if approached correctly. This would make the deal even more attractive to the companies and bring even more value to the nation in question as it would fuel local busines.

It so happens that Iceland – my very home country – seems in many ways well suited to take this step. Good IT infrastructure, many government tasks already electronic at least to some extent, well integrated in the international legal environment, good financial infrastructure and most importantly – a small and highly interconnected society were everybody knows everyone else, essential in order to pull the API-fication off relatively fast.

In any case, I’m sure this will happen somewhere sooner than later and I for one would certainly look into founding my next company where such infrastructure is in place.

Can’t wait to invoke the FormCompany() method, let’s just hope that the FileForBancruptcy() call will not have to be used 🙂

Ókeypis hagfræði

Þessar hugleiðingar mínar birtust í Viðskiptablaðinu fyrir skemmstu. Ákvað að smella þeim hér inn líka.


Skortur er lykilhugtak í hagfræðinni. Skortur er þegar eftirspurn eftir vöru er meiri en framboðið. Áhrifin eru yfirleitt þau að verð vörunnar hækkar. Þar með minnkar eftirspurnin og jafnvægi kemst á milli framboðs og eftirspurnar. Verði breytingar á öðru hvoru leiðir það af sér verðbreytingar og þannig leitast markaðurinn leitast við halda jafnvæginu.

En hvað gerist þegar framboð á vöru er ótakmarkað? Þegar kostnaðurinn við að framleiða viðbótareintak af vörunni er enginn, eða því sem næst?

Þetta er raunin með nær allar vörur sem hægt er að afhenda á stafrænu formi: hugbúnað, bíómyndir, tónlist, bókatexta og dagblöð svo dæmi séu tekin. Þegar frumeintakið er einu sinni orðið til kostar svo til ekkert að afrita það.

Þetta þekkir afþreyingariðnaðurinn vel. Ólögleg afrit af tónlist og bíómyndum fljóta um Netið og dreifast manna á milli með ýmsum hætti. Kostnaðurinn fyrir þann sem hefur eitt afrit undir höndum við að búa til nýtt eintak og afhenda öðrum er enginn.

Til að mæta þessu hefur verið reynt að búa til allskyns hindranir – draga úr framboðinu með einhverjum hætti og búa þannig til skort til að halda uppi verðinu. Fyrirtæki hafa gengið langt í því að búa til afritunarvarnir sem fæstar hafa haldið lengi og sennilega frekar orðið til að skapa gremju meðal þeirra sem keyptu eintök löglega, en að hindra dreifingu ólöglegra eintaka. Í öllu falli er enginn skortur á framboði á slíku efni á Netinu og útgefendur og dreifingaraðilar kvarta sáran.

Það er hins vegar athyglisvert að sjá hvernig ungar og upprennandi hljómsveitir eru að fóta sig í þessum heimi. Um daginn heyrði ég sögu af tónleikum sem ein slík sveit hélt. Hljómsveitin hafði bannað sölu á geisladiskum sinum á tónleikunum, en seldi aftur á móti boli í anddyrinu. Ástæðan var einföld: Ef aðdáandi var tilbúinn að draga fram veskið og greiða 2.000 krónur, er miklu hagstæðara fyrir hljómsveitina að hann kaupi 2.000 króna bol, sem hljómsveitin fær 1.500 krónur af, en 2.000 króna geisladisk sem þeir fá 200-300 krónur af. Hann má svo sækja tónlistina frítt á vefsíðunni þeirra!

Fyrir þessum hljómsveitum er dreifing á Netinu staðreynd og í staðinn fyrir að reyna að hindra hana, sjá þær hana sem það sem hún er: ókeypis dreifileið og kynningu. Margar efnilegar hljómsveitir gefa nú orðið aðdáendum tónlistina sína á Vefnum, hvetja þá til að sækja lögin og dreifa þeim sem víðast. Orðsporið berst hraðar en nokkru sinni fyrr og lítil hljómsveit á Íslandi getur orðið heimsfræg á einni nóttu fyrir lag sem hún gefur ókeypis á MySpace síðunni sinni.

Í staðinn selur hún allt mögulegt annað: Miða á tónleika, boli, myndir og árituð plaköt, fá styrktaraðila sem nýtur þess í auglýsingum á síðunni þeirra og á tónleikum og fá borgað fyrir að semja stef í auglýsingar, sjónvarpsþáttaraðir eða kvikmyndir.

Mike nokkur Masnik skrifaði mjög áhugaverða grein um þetta fyrirbæri á vefnum TechDirt nú í vor. Þar heldur hann því fram að nær allir geirar atvinnulífsins geti lært af þessum breytta hugsanahætti sem er að ryðja sér til rúms í tónlistargeiranum.

Hann leggur til að hvert og eitt fyrirtæki setjist yfir sitt viðskiptamódel og greini takmarkaðar og ótakmarkaðar auðlindir sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Að því loknu setji það saman áætlun um það hvernig hægt sé að nota ótakmörkuðu auðlindirnar til að hvetja sölu á þeim takmörkuðu.

Í tilfelli tónlistargeirans eru það afrit af lögum sem eru ótakmörkuð auðlind, en takmörkuðu auðlindirnar eru fjöldamargar: Aðgangur að tónlistarmönnunum sjálfum, tónleikamiðar, ný lög, athygli aðdáenda, einkatónleikar, baksviðspassar, varningur tengdur hljómsveitinni og svo framvegis. Með því að gefa lögin er hægt að hvetja sölu á öllu hinu.

Með öðrum orðum: Ekki gefa hluti bara til að gefa þá, gefðu þá til að græða á því! Velkomin í heim ókeypis hagfræðinnar.

The Polar Express … for data!

I was at a nerd party last Friday and as it goes, ideas became wilder as the beer supply diminished. One of the wilder ones stuck with me: Jarl brought up the possibility of a submarine cable across the Arctic region, properly connecting East-Asia and Europe.

This is certainly a wild idea, but as a matter of fact it may have a great potential. The current routes between Europe and – say – China or Japan are flat out lousy. Ping times to Japan range between 300 and 400ms and to China close to half a second (brief and unscientific tests gave me average ping times of 320 and 420ms respectively). And for a good reason – the traffic has two equally lousy routes to choose from:

  1. Across the Mediterranean, through the Suez Canal and via the Red Sea into the Indian Ocean where it zig-zags its way to the region, probably through a major peering point, located in Singapore.
  2. Across the Atlantic to the Atlantic Coast of the US, across entire North-America and then across the Pacific! Incredibly this is the route I usually saw when tracerouting Japanese and Chinese servers.

Either of these two routes is at least 16 thousand kilometers and probably closer to 20 thousand, with a lot of peering points along the way. (See Wikipedia map of submarine cables for reference)

Iceland is finally becoming pretty well connected as we will soon have at least 3 major submarine cables, each with bandwidth in the 1 Tbit/s range, and directly linked with the main peering points in Europe, namely London and Amsterdam (the latter one is unconfirmed).

From here, the distance through the Arctic region to Japan is less than 10 thousand kilometers as drawn below: From Iceland, north of Greenland and then straight across the North Pole to enter the Pacific Ocean via the Bering Strait and on to Japan. It is probably possible to lay a cable this route using submarines. It has been done, but I bet maintenance is a bit tricky. Somehow I just don’t see a submarine taking in a cable to splice damaged fiber.

A more likely route would therefore be the fabled North-West passage that presumably is now open for cable ships just as well as other vessels, allowing for relatively normal maintenance on a cable lying there. This variation is a little further in total (counting from mainland Europe). Both routes should nevertheless be able to bring ping times from Europe to East-Asia down to the 100ms range (laws of physics, like the speed of light start to kick in at these distances).

This is not perfect, but importantly this is below the threshold acceptable for VoIP traffic, meaning that bandwidth on this route should be hot property. So maybe, Iceland will one day become a major peering point for IP traffic to Asia…

Certainly a big, crazy, wild idea – but worth further investigation.

thumb-polarexpress