Í kjölfar færslu minnar í síðustu viku um Raunverulegt skatthlutfall á Íslandi, lét ég mana mig (þ.e. DataMarket) í að útbúa reiknilíkan sem sýndi sem best áhrif breytinga á skattkerfinu á tekjur hins opinbera og skattbyrði einstakra tekjuhópa.
Allar ábendingar eru vel þegnar.
very cool!!
Samkvæmt þessu (og að því gefnu að laun hafi/muni jafnvel lækka eitthvað smávegis, síðan 2007) mundi 10% hátekjuskattur á laun ofar 500000 bæta aðeins rúmlega 5 milljörðum við tekjur ríkissjóðs.
Ef maður gerir svo ráð fyrir að upptaka 10% hátekjuskatts mundi virka sem aukinn hvati á menn til undanskota (og kalla á aukið/flóknara eftirlit hjá skattinum) má ætla að þessi tekjuaukning minnki einhvern slatta.
Gaman væri að sjá áætlaðar tölur varðandi kostnað við A) rekstur á eftirliti og innheimtu skattsins (og áhrif upptöku hátekjuskatts á þá tölu).
Vá snilld – ég sem nýr skattmeistari ríkisins myndi umsvifalaust setja skattinn í 73% (!) og persónuafsláttinn í 180þús (!!) (ekkert hátekjuvesen)
Þannig fengist 31milljarðs aukning (fræðilega)
Þeir lægra launuðu fengu mikla tekjubót, sem er rosalega mikilvægt ef það á ekki að sjá allar fasteignir verða á sama verði og þær voru árið 1991.
Með þessu bera þeir sem eru með 500þús í laun á mánuði 37% skattbyrði. En þeir sem eru með 1,5 millur á mánuði 61%
Hver vill búa í ríkinu mínu?
(btw. það væri nett að hafa núverandi kúrfu alltaf inni í neðra grafinu)
gummih: Tilkynni – herra landstjóri – að ég hyggst yfirgefa ríki þitt hið snarasta. 🙂
Hahaha, já þetta eru auðvitað öfga tillögur. En án spaugs þá verður að gera eitthvað í þessa átt hugsa ég. Meiriháttar nett líkan hjá þér. Gaman að geta skoðað hlutina svona, hlakka til að fá annað líkan fyrir fjármagnstekjuskattinn.
Vantar ekki að taka tillit til skildu lífeyrissjóðsgreiðslna í grafinu sem sýnir ráðstöfunartekju? Ekki að það skipti öllu en samt……
Annars nett graf, gaman að skoða það.
En varðandi upptöku hátekjuskatts þá er ég persónulega ekki hrifin af svoleiðis tali, og hvað þá að miða þau mörk við “skitinn” 500.000 kall á mánuði eins og Már notar í dæminu sínu hér fyrir ofan. Að hafa hátekjumörkin svo lág mundi að mínu mati hvetja mjög til undanskota hjá venjulegu fólki. Venjulegt fólk sem mundi bæta við sig vinnu vegna tímabundina greiðsluerfiðleika (vonaum að það verði einhvertíman hægt aftur, þeas að atvinnuástandið skáni) mundi þá fljótlega lenda í hátekjuskatti. Maður þarf ekki annað en að taka vel á því á loðnuvertíð í landi (ef það verður þá einhvertíman gefinn út kvóti) til að sprengja þau mörk hressilega
Mjög vandað, Hjalli. Þetta er mjög fróðlegt og gaman að leika sér að þessu. Gaman að sjá að skatthlutfallið 27,27% og 0 kr. persónuafslátt gefur sömu skatttekjur og núverandi módel.
(http://apps.datamarket.net/skattkerfi/?p=27%2C27&hp=0%2C00&d=0&hm=0)
Maður ætti kannski að skoða þetta “Pocessing” tól og leika sér…
Óskar: Rétt, líkanið tekur ekki tillit til lífeyrissjóðsgreiðslna eða annars frádráttar. Það mætti alveg taka tillit til þess.
Sveinn T: Já, það er hægt að skoða ýmis módel, og oft koma niðurstöðurnar dálítið á óvart. Ég sé reyndar ekki að það sé hægt að pína út úr skattkerfinu meira en kannski 20 milljarða til viðbótar án þess að fara út í eitthvað sem flestir væru sammála um að væri rugl, sama hvernig maður snýr sér. Sérstaklega ef tekið er tillit til þess að líklega er bæði að verða fækkun skattgreiðenda (atvinnuleysi) og fólk að þjappast saman neðar á launaskalanum (launalækkanir).
Þessi græja hefur reyndar ekkert með Processing að gera. Þetta er Flash og PHP jukk 🙂
Mega fínt tól. Væri enn betra ef við bættist að sýna mismun frá grunnsviðsmynd, bæði í krónum og prósentum. Sem sagt, að sýna hvað tillagan sem maður er að reikna gefur í auknar eða minnkaðar skatttekjur. Ég er alltaf að hugarreikna eða grípa í Calc forritið til að sjá breytingarnar frá því sem nú er.
Þetta er þarna inni (bættist við í gær) 🙂
Neðan við sjálfa útkomuna (stóru töluna) kemur breyting á heildarskatttekjum (þessarra skatta) í krónum og gröfin sýna öll frávik frá núgildandi kerfi.
Það væri mjög skemmtilegt að bæta því við sem þarf til að sjá heildarskattbyrði, afgangurinn yrði þá kaupmáttur.
Hér er áætlun miðað við 600.000 isk heildartekjur á mánuði:
30% Staðgreiðsla
12% Lífeyrissjóður (lágmark, framlag laungagreiðanda er í raun partur af launum og er því tekið hér inn)
5.34% Tryggingagjald
—————————–
315.960
24.5% Virðisauki
13% Önnur Gjöld*
-592 isk Framkvæmdasjóður Aldraðra
——————
196.883 isk
Ef við reiknum út sama dæmi með 15% hátekjuskatti (eins og er í Danmörku yfir 315.000 isk) fáum við út:
——————
140.633 isk
*Önnur gjöld samanstanda af mörgum gjöldum, prósentan er fengin með því að bera saman heildartekjur ríkissjóðs af eftirfarandi gjöldum við staðgreiðslu.
Áfengisgjöld
Bifreiðagjöld
Kílómetragjöld
Olíugjöld
Úrvinnslugjöld
Vörugjöld