Author: Hjalmar Gislason

About Hjalmar Gislason

Founder and CEO of GRID (https://grid.is/). Curious about data, technology, media, the universe and everything. Founder of 5 software companies.

Þriðjudagstæknin: Leitarvélaauglýsingar

Síðustu misseri hafa allmargir haft samband við mig til að forvitnast um leitarvélaauglýsingar, hvað það sé, hvernig þær virki og hvort þær séu fýsilegur auglýsingakostur.

Ég geri mig á engan hátt út sem ráðgjafi um þessi mál, en veit þó ýmislegt um þau af eigin raun, bæði sem auglýsandi og sem aðili að rekstri tveggja leitarvéla.

Í stuttu máli virka leitarvélaauglýsingar á þann hátt að auglýsendur geta keypt birtingu samhliða leitarniðurstöðum og þá tengdar því efnisorði sem leitað er að. Sem dæmi má nefna að ef ég er að selja hitakerfi fyrir gangstéttar og bílastæði, þá borga ég leitarvélinni ákveðna upphæð fyrir að birta auglýsinguna mína (“Hjallalagnir – fyrir neðan allar hellur!”) og tengil á síðuna mína í hvert sinn sem leitað er að orðum eins og “hellur”, “hitalagnir”, “bílastæði”, “gangstéttar”, “hellulagnir” og í raun allt það sem mér dettur í hug að hugsanlegir kaupendur gætu verið að leita að á Vefnum.

Á öllum betri leitarvélum eru þessar niðurstöður svo skýrt aðgreindar frá “alvöru” niðurstöðum leitarvélarinnar, en þó settar fram á áberandi hátt. Og vegna þessa að efni auglýsingarinnar er nátengt því sem notandinn var að leita að, er hann miklu líklegri til að smella á þessháttar auglýsingu, en venjulega netauglýsingu, s.s. auglýsingaborða á fréttavef eða eitthvað slíkt.

Greiðslur fyrir leitarvélaauglýsingar eru svo með ýmsum hætti, en þrjú módel eru algengust:

  • Greitt fyrir birtingu: Auglýsandinn greiðir fast verð fyrir hvert skipti sem auglýsingin birtist.
  • Greitt fyrir smell: Auglýsandinn greiðir fast verð fyrir hvert skipti sem notandi smellir á auglýsingu hans.
  • Greitt fyrir “árangur”: Auglýsandinn greiðir aðeins ef hann nær þeim árangri sem hann sækist eftir, t.d. ef sala á sér stað, notandi skráir sig í þjónustuna hans, eða annað skilgreint markmið.

Verðið hækkar svo stig af stigi á milli flokka. Algengt verð fyrir birtingu er frá sem samsvarar 1 krónu til 10 krónum. Algengt verð fyrir smell er frá 50 krónum og upp í 500 krónur og verð fyrir árangur er býsna mismunandi, en sem dæmi má nefna að flugfélagið Sterling borgar 12-15 evrur fyrir hvern seldan miða í einu slíku kerfi sem ég kannast við.

Í öllum flokkum tíðkast svo líka að einhverju marki að hafa uppboð þannig að verðið er í samræmi við eftirspurnina. Þannig verða orð sem oft er leitað að dýrari en orð sem sjaldan er leitað að. Að sama skapi verða orð sem hafa skýra viðskiptatengingu (t.d. “flug”) dýrari en orð sem erfitt er að ímynda sér vörusölu útfrá (hvað selurðu þeim sem er að leita að “setlög”?)

Hér á Íslandi er reyndar líka talsvert um módel þar sem greitt er fyrir tímabil, þ.e. föst greiðsla fyrir birtingu með hverri tengdri leit í heilan mánuð eða jafnvel heilt ár. Þetta er nær þeim hugsanahætti sem tíðkast í öðrum miðlum, en hefur hins vegar verið að hverfa erlendis eftir því sem sérstaða leitarorðaauglýsinganna hefur verið dregin fram og mun án efa gera það hér á landi einnig þegar þessi markaður þroskast.

Enn einn kostur leitarvélaauglýsinga, sem reyndar á við um netauglýsingar almennt, er mælanleiki svörunarinnar. Hægt er að fylgjast nákvæmlega með hversu oft auglýsingin hefur birst, hversu margir hafa smellt á hana og hversu margir hafa keypt vöru eða þjónustu í framhaldi hennar. Þetta er ansi langt frá “hendum-þessu-út-og-vonum-það-besta” módelinu sem hefðbundnir miðlar á borð við sjónvarp og blöð bjóða upp á. Hins vegar skal ég viðurkenna að það er þægilegara fyrir þann sem sér um auglýsingamál fyrirtækisins að eyða 500.000 krónum í heilsíðu í Mogganum sem forstjórinn sér með morgunkaffinu, en að eyða 5 krónum hér og þar í hverja snertingu við kúnnann – jafnvel þó sú snerting sé miklu verðmætari. Spurningin er bara hvort forstjórinn eða áhugasami viðskiptavinurinn sé í raun markhópurinn???

Og þá að praktísku hlutunum. Hvernig verslar maður slíkar auglýsingar?

Á heimsvísu er Google ótvírætt leiðandi í þessu. Þeir selja auglýsingasmelli í uppboðsmódeli samhliða leitarniðurstöðum á Google leitarvélinni. Þessi þjónusta þeirra heitir Adwords. Adwords kerfið er gríðaröflugt og tiltölulega þægilegt í notkun. Auglýsandi býður í þau orð sem hann vill, samþykkir ákveðið verð og getur svo til viðbótar sett ákveðna hámarksupphæð sem hann er tilbúinn að eyða í auglýsingarnar á dag. Þá birtist auglýsingin bara ákveðið oft og síðan ekki oftar yfir daginn ef kvótinn er búinn.

Hér heima má segja að þrír aðilar séu í þessum bransa. Hér er rétt að endurtaka, til að mér verði ekki gerð upp hlutdrægni, að tveir þeirra – Símaskrárleitin á Já og vefleitarvélin Embla – eru tengdar mér með einum eða öðrum hætti. Þriðji aðilinn er svo Leit.is.

Já og Leit.is selja leitarorðaauglýsingar í árgjaldi með skráningum. Þarna eru mismunandi pakkar í gangi og auglýsingunum vöndlað með öðrum gerðum auglýsinga, s.s. auglýsingaborðum og öðru, þannig að erfitt er að tala um ákveðið verð á leitarorð. Áhugasömum er einfaldlega bent á að kynna sér hvað er í boði hjá hvorum aðila fyrir sig. Upplýsingar um skráningarpakkana má finna hér () og hér (Leit.is).

Heimsóknalisti Modernus getur gefið einhverja vísbendingu um umferðina um þessa vefi og þá hversu oft auglýsingarnar séu því líklegar til að birtast, en svo verður hver og einn að meta hvar hann sé líklegastur til að ná til síns markhóps og hvar sé líklegara að notandinn sé í “kaupskapi” við leitina.

Embla selur aftur á móti auglýsingabirtingar á föstu verði. Auglýsandi getur skráð ótakmarkaðan fjölda leitarorða á hverja skráningu og borgar svo 5 krónur fyrir birtinguna. Nánari upplýsingar um auglýsingamódel Emblu er að finna hér.

Burtséð frá því hvaða leið menn velja, hvet ég auglýsendur til að prófa sig áfram með þennan nýja auglýsingamiðil. Í öllu falli er ódýrt að prófa og auðvelt að mæla árangurinn – þannig að þröskuldurinn er afar lágur. Ef þetta virkar ekki fyrir þig, þá það. En ef þetta kemur á óvart, hvet ég menn til að setja leitarauglýsingar inn í markaðsáætlun næsta árs. Ef vel er að verki staðið eru þetta markbeittustu og hagkvæmustu auglýsingar sem völ er á.

– – –

P.S. Fyrir þá sem eru forvitnir að kynna sér málið betur er auðvitað fullt af efni á Vefnum, en ég veit líka að það er í undirbúningi ráðstefna um markaðssetningu með hjálp leitarvéla á Grand Hótel Reykjavík í byrjun nóvember.


Þriðjudagstæknin er vikulegt spjall um tölvur og tækni á NFS á þriðjudögum kl 11:20

Þriðjudagstæknin: Rock Star – afþreying framtíðarinnar

Hvort sem fólki finnst Rock Star: Supernova það besta sem sjónvarpið hefur alið síðan Prúðuleikararnir voru og hétu eða uppblásin og oflofuð karíókíkeppni, leyfi ég mér að fullyrða að hér er um tímamótasjónvarpsefni að ræða. Þá er ég ekki að tala um þættina sjálfa eða efnistök þeirra, heldur hvernig að þeim er staðið og umgjörðina alla.

Áður en þið haldið að ég hafi misst glóruna, leyfiði mér kannski að færa lauslega rök fyrir máli mínu.

Framleiðandi þáttanna, Mark Burnett, er konungur raunveruleikasjónvarpsins. Hann framleiðir auk Rock Star, hina geysivinsælu þætti Survivor og The Apprentice, auk minni þátta á borð við The Contender og The Restaurant. Allir þættirnir byggja meira og minna á sömu formúlunni – enda er Burnett orðinn býsna sjóaður í þessu – og í Rock Star: Supernova tjaldar hann til öllu sem hann hefur lært:

  • Vefsíðan: Það fyrsta sem rétt er að veita athygli er snilldarleg Vefsíða þáttarins. Vefsíðan er nánast órjúfanlegur hluti af sjónvarpsættinum. Þar er hægt að sjá hluta af raunveruleikaþættinum áður en hann er sýndur í sjónvarpinu, þar er hægt að sjá efni sem er aldrei sýnt í sjónvarpsþáttunum. Þar er ítarefni og – síðast en ekki síst – þar er hægt að kjósa. Síðan er líka uppfærð nánast í rauntíma og þróast samhliða því sem framvindan í þáttunum gefur tilefni til. Síðan er líka gríðarlega flott – en fellur þó í pyttinn sem ég hélt að menn hefðu brennt sig nógu illa á í árdaga vefsins – flottheitin koma verulega niður á því hve einfalt er að nota síðuna. Burnett getur þá a.m.k. enn lært eitthvað 😉
  • Þátttaka áhorfenda: Annað, sem auðvitað kemur sterkt inn á Vefinn líka, er það hvernig Rock Star, í samvinnu við MSN og blogg-/kunningjanets-þjónustuna þeirra – Spaces – leyfir áhorfendum að taka þátt í herlegheitunum. Eða að minnsta kosti leyfir þeim að finnast þeir taka þátt. Í einum þættinum völdu Spaces notendur lög ofan í söngvarana með kosningu á netinu. Í hverjum þætti eru lesin valin (eða skálduð) komment frá aðdáendum. Þetta hvetur fólk til að kommenta á Spaces, hafa samband, senda inn póst – þeirra athugasemd gæti verið lesin upp í þættinum. Á Spaces-síðu Magna eru, þegar þetta er skrifað, 907 athugasemdir við nýjustu færsluna! Við margar aðrar færslur hjá honum eru meira en 500 athugasemdir. Sá sem býr til flottasta MSN Space-ið um Rock Star fær að vera viðstaddur sjálfan lokaþáttinn. MSN hefur fengið að punga laglega út fyrir þessu – og er sennilega að fá virði hverrar krónu til baka. Spaces var eiginlega hálf hallærislegt, nú keppast unglingarnir við að búa til slík. Minnir mann kannski á að gæfa MySpace gæti verið fallvölt – vinsældir svona þjónustna koma og fara á einni nóttu.
  • Meiri vörusýnd*: Annar aðili sem er líka að borga stórar summur fyrir Rock Star er farsímafyrirtækið Verizon Wireless. Tvisvar í hverjum þætti (jamm nákvæmlega tvisvar, það er líklega í samningnum) er einhver sem tekur upp Verizon Wireless símann sinn og sækir lagið sem hann á að flytja og hlustar á í símanum – eða horfir á myndbandsupptöku af síðasta giggi. “Then I looked at my performance on my Verizon Wireless Chocolate handset…” Heppin þú að vera með tilviljun með svona flottan síma – en hérna, afhverju horfðirðu ekki á þetta á Vefnum? Eða í 44 tommu flatskjánum sem þið notið þess á milli? Tíhí. Product placement eins og það gerist best. Satt best að segja hefur Choclate síminn einmitt verið að fá heldur ömurlega dóma og þykir ekki vel heppnaður, en það er ekki Rock Star að kenna.
  • Heimurinn undir: Svo má ekki gleyma því að þetta er alþjóðlegt fyrirbæri. Upphaflegu keppendurnir voru dregnir héðan og þaðan úr heiminum til að ná inn áhorfi víðar en úr Bandaríkjunum. Kanada á sinn mann, Ástralir sinn, þarna var líka Breti og eitthvað fleira. Og svo er þátturinn líka sýndur samtímis víðsvegar um heiminn. Kosningin fer fram samtímis víðsvegar um heiminn og allir geta tekið þátt. Þetta er alveg nýtt. Eiginlega algert stílbrot komandi frá Hollywood, þar sem við erum vön því að láta mata okkur svæði fyrir svæði: Fyrst Bandaríkin, svo Evrópa, svo Asía, þá Afríka og Mið-Austurlönd, o.s.frv. Burnett veit að heimurinn er orðinn eitt markaðssvæði. Það er orðið ódýrara að byggja upp eftirvæntinguna samtímis og sýna hlutina samtímis. Ef þú gerir það ekki er fólk bara búið að hlaða þessu niður á Netinu og rétthafarnir missa af auglýsingatekjum.

Það væri hægt að týna til fleira sem gerir Rock Star sérstakt sjónvarpsefni (ef það er þá lengur hægt að kalla þetta “sjónvarps”-efni). Það þarf enginn að segja mér að “óháða” áhangandasíðan supernovafans.com sé ekki afsprengi Mark Burnett og félaga líka. Síðan er búin að vera til frá því fyrir fyrsta þáttinn, hún er virkilega fagmannlega unnin og notast reyndar við grafík sem er skuggalega keimlík þeirri sem er á alvöru síðunni. Samtvinnunin við farsímamiðilinn er verulega vel útfærð með kosningum, hringitóna- og skjámyndaútgáfu, og svona mætti lengi telja.

Allir þessir hlutir eru dæmi um það hvernig afþreyingarefni framtíðarinnar verður framreitt. Að hluta til er verið að búa sig undir dauða hefðbundinna auglýsingahléa. MSN og Verizon eru sennilega að borga framleiðendunum jafn mikið eða meira en hefði náðst inn á hefðbundnum auglýsingum og leyfisgjöldum – þau eru bara bónus, hreinn gróði. Að hluta til er verið að miðla til kynslóðarinnar sem getur neytt margra miðla í einu, er óþolinmóð og vill sjá hlutina klippta og skorna – “on demand”. Og að hluta til er verið að matreiða samtímis og á sama hátt ofan í heiminn allan. Nokkuð sem hefði verið ómögulegt, bæði tæknilega og markaðslega fyrir örfáum árum síðan.

Við eigum bara eftir að sjá meira af afþreyingu sem þessari á komandi misserum. Já og EKKI GLEYMA AÐ KJÓSA Í NÓTT!

* Úff – getur ekki einhver fundið skárri þýðingu á “product placement”. Vörusýnd!


Þriðjudagstæknin er vikulegt spjall um tölvur og tækni á NFS á þriðjudögum kl 11:10

Minnispunktur til mín vegna Árna Johnsen

Ok – Hjalli opnar sig. Fram að þessu hef ég kosið Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að það er eini flokkurinn sem hefur verið eitthvað nærri mínum lífsskoðunum á flestum sviðum. Það vantar alltaf minn flokk – hægri kratana – þannig að þetta hefur verið skásti kosturinn.

Það sem hefur helst farið í taugarnar á mér við flokkinn eru hin og þessi atvik sem hafa verið á grensunni í klíkuskap. Ég hef yfirleitt reynt að réttlæta fyrir mér að þetta sé ekki svona slæmt, það hljóti að vera góð rök fyrir öllu saman og að fréttamiðlarnir séu bara að mála málin í hentugum litum.

En nú tók steininn úr! Árna Johnsen veitt uppreist æru, í fjarveru forseta, af handhöfum forsetavalds (sem fyrir tilviljun eru allt gegnir sjálfstæðismenn), til að geta tekið þátt í kosningaslagnum fyrir vorið.

Kommon. Maðurinn stal fé og misnotaði aðstöðu sína í opinberu embætti – það er ekki eins og hann hafi BARA kýlt mann í andlitið eða eitthvað slíkt. Hann braut af sér í sömu aðstöðu og hann sækist nú eftir aftur og hefur ekki sýnt vott af iðrun að séð verði.

Þessi bloggfærsla er í raun bara minnispunktur til mín um að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn í vor ef Árni Johnsen verður þar í mögulegu þingsæti. Manni hættir nefnilega til að gleyma.

Ég vona að fleiri úr lausafylgi Sjálfstæðisflokksins geri slíkt hið sama.

Þriðjudagstæknin: Skoðun

Einu sinni á ári fer ég með bílinn minn í skoðun. Þetta er lögbundið eftirlit sem tryggja á öryggi mitt og annarra í umferðinni. Ef ég trassa það að fara með bílinn í skoðun er númerið klippt af honum og hörð refsing sem liggur við því að aka honum um göturnar.

Það er sjálfsagt mál að vera með vírusvörn og eldvegg á tölvunni sinni til að koma í veg fyrir að tölvuvírusar og önnur óværa taki sér bólfestu í henni. Ef ég trassa það og tölvan mín verður alvarlega lasin er eins víst að netþjónustan mín loki á mig til að hún hætti að smita aðrar tölvur og taka bandbreidd og vinnslugetu frá venjulegri netnotkun annarra notenda.

Í sveitinni eru tekin sýni úr mjólkinni reglulega og uppfylla þarf allströng skilyrði um hreinlæti til að fá framleiðsluleyfi, hvort sem er á kjöti, mjólk eða grænmeti. Þetta er gert til að tryggja heilsu neytenda sem neyta afurðanna.

Öðru gildir hins vegar um okkur sjálf. Ef ég kýs að borða McDonalds og franskar í hvert mál er það mitt mál. Ég þarf að bera mig sjálfur eftir bólusetningu á haustin ef ég vil vera laus við skæðustu vírusana yfir veturinn og ef ég hringi í lækni eða heilsugæslustöð með þá grillu í höfðinu að fá einhver til að “bara skoða mig” – er skellt á hlæjandi. Fæ í mesta lagi tíma hjá geðlækni til að taka á sjúkdómafælninni.

Ok – fariði aðeins með mér í gegnum þetta: Ég er skyldugur til að láta skoða bílinn til að tryggja að hann sé ekki hættulegur fyrir mig og aðra, en ef ég sækist eftir því að vita hvort ég sé þegar skaddaður eða jafnvel hættulegur öðrum (t.d. með smitandi sjúkdóm), þá er það kjánalegt.

Ég hef í gegnum tíðina borið þessa skoðun mína á skoðunum undir ýmsa – suma í heilbrigðisstéttunum, aðra leikmenn eins og mig sjálfan. Einu mótrökin sem ég hef heyrt er að þetta væri einfaldlega of dýrt. Við værum að fylla tíma lækna með reglulegum skoðunum, meðan þeir gætu verið að lækna fólk sem raunverulega er eitthvað að.

Gott og vel, skoðum aðeins hvernig svona lagað gæti farið fram.

Þetta væri staðlað próf þar sem helstu heilsuþættir væru skoðaðir. Rétt eins og að í bifreiðaskoðuninni eru hjólbarðarnir, ljósin og útblásturinn skoðuð, myndi persónuskoðun kíkja á fæturna, sjónina og öndunarfærin. Heilinn og rafkerfið; mótorinn og meltingin; rúðupissið og hitt pissið – ég veit þið fylgið mér…

Ég er ekki læknisfræðimenntaður, en ég veit að stór þáttur í meðferð flestra helstu kvilla sem hrjá okkur í dag felast í að einkennin greinist snemma í ferlinu. Og við erum að tala um ferla sem taka marga mánuði og ár. Krabbamein, hjarta- og æðasjúkdómar, hrörnunarsjúkdómar, beinþynning, offita og ég veit ekki hvað og hvað. Margt af þessu er tiltölulega léttvægt ef það uppgötvast snemma í ferlinu og í VERSTA falli eykur það batahorfurnar verulega. Mörgu er hægt að afstýra með lítillega breyttu mataræði, lífsháttum eða einföldum aðgerðum eða lyfjameðferð.

Lyfjameðferð vegna “fullþroskaðs” krabbameins kostar hins vegar margföld árslaun læknis, hver dagur sjúklings á sjúkrahúsi kostar að mig minnir að ég hafi séð einhversstaðar á þriðja hundrað þúsund króna! Það má nú renna nokkrum í gegnum skoðun fyrir slíkan pening.

Hver einasti bíll á landinu er skoðaður einu sinni á ári. Við bifreiðaskoðun starfa held ég innan við 200 manns og það er einn bíll á hverja tvo íslendinga, ekki satt? 400 manns? Það er ekkert ógnvænleg tala. Ekki eru þeir sem starfa við bifreiðaskoðun síður með dýrar græjur en læknarnir. Sennilega heldur minni sérfræðiþekkingu, en það má líka vafalaust nota ódýrari starfskrafta í svona rútínutékk, heldur en fullnuma lækna.

Fordæmin eru meira að segja til: Á fyrstu árum ævinnar (og reyndar tæpt ár áður en hún hefst) er framfylgt öflugu skoðanakerfi og gripið til ráðstafana ef þroskinn er ekki í samræmi við væntingar eða einhverjir óvæntir sjúkdómar greinast. Þetta minnkar svo eftir því sem líður á grunnskólann og fjarar alveg út á unglingsárunum – eftir það erum við “on our own” þangað til eitthvað kemur upp á.

Á hinum enda skalans eru svo skoðanir sem forstjórar og mikilvægir stjórnendur – a.m.k. í Bandaríkjunum – eru sendir í reglulega af tryggingafélögunum sínum. Þar er það hagur fyrirtækisins að ekkert komi upp á og það tryggir sig fyrir því. Tryggingafélagið lætur því framkvæma ítarlegar læknisskoðanir á viðkomandi, jafnvel tvisvar á ári. Að öðrum kosti getur tryggingin fallið úr gildi.

Við þessir venjulegu fornbílar (bíll er fornbíll 20 árum eftir framleiðslu – er það ekki?) fáum hins vegar ekki kost á svona þjónustu – jafnvel þó við værum tilbúin að borga fyrir það: “Ég verð að láta þig hafa grænan miða. Aðeins að lækka kólestrólið, ná þessari vöðvabólgu úr öxlunum og svo sjáumst við aftur eftir 8 vikur – annars verðum við að láta klippa af þér…”

Spurl á CNN

Jæja – haldiði ekki bara að CNN (ok – Business 2.0) hafi pikkað Spurl.net upp sem eitt af því flottasta sem er að gerast á vefnum og “á ekki uppruna sinn í USA”.

Þið smellið sem sagt á tengilinn “bla-bla 23 clicks” neðst í greininni og íslenski fáninn fer ekki fram hjá ykkur 🙂

Fyrir þá sem ekki nenna að opna, þá er þetta quote-ið:

Spurl, the biggest Web 2.0 business to come out of the world’s most connected country, is a bookmarking service modeled on Del.icio.us and a search engine based on that database of shared bookmarks. Pages saved by Spurl users are deemed more relevant than pages that are merely linked to. The more users who save the same page, the higher it goes in the results. The company also sells customized corporate search.

Annars fyrir ykkur sem hafið fylgst með Spurl.net í gegnum tíðina, þá er frétta að vænta af Spurl.net á næstunni. Má ekkert segja – en það eru góðar fréttir.

I come from a small country – nobody want’s my money

The long tail of countries

Iceland has only 300,000 inhabitants. None of the “big guys” on the internet gives a damn about us. Yahoo! doesn’t care about us, neither does MSN. Google at least serves us a translated interface, but by using it we loose access to Google News, Google Maps, Google Video and a few other services that are central to many web citizens’ lives.

iTunes for Iceland – don’t think so. Amazon doesn’t have a translated interface, let alone a tailored store – but at least they accept my credit card and ship stuff over: I’m an avid customer of theirs.

In the last month I’ve gone to great lenghts to order stuff online from two companies: Radioshack and Corel.

Radioshack didn’t want my money. They won’t ship outside the US and even when I had that covered they don’t accept non-US creditcards. Luckily I have good friends in the States that helped me out.

At least that order was for hardware. Corel didn’t have any excuse. When fullfilling an order they list about 8 countries in Europe, and then an option called: “Rest of Europe”. I filled in the details – the site didn’t accept my address. Tried again – no luck. Finally I called them (btw. there is no email address or web form on their site to contact them) and explained my problem. “Oh, yeah – your country is not supported for online transactions – I can take your order on the phone.” So I spelled my details – including my name, address and email – which is hard enough for most non-Icelanders to pronounce, let alone spell over the phone. They didn’t get it right the first time. Charged my creditcard though. Called them again. Receipt came through – but not the license key. Will call them again tomorrow – hopefully that will do it.

Best of all: What I’m ordering in Corel’s case is PaintShopPro X – the downloaded version. They could have allowed me to service myself without me ever speaking to anyone – by now half of their profit from selling me the product is gone down the drain to pay the support staff that took – and corrected, and will correct again – my order.

You don’t have to be as small as Iceland to be ignored online. Denmark (population 5.4 million), Sweden (9 million), The Netherlands (16 million) are often in the same situation – some “international” companies hardly touch France (60 million) or Germany (82 million) because it’s not worth their while. As an example, the search wars between MSN, Yahoo! and Google mainly evolve around the English speaking market and China these days.

Now here’s some news for you guys: 1/4 of your best potential customers live in countries with less than 40 million inhabitants!

The chart below plots the population of the 50 countries in the world with highest GDP per capita, ordered by population:


(click for larger image)

It turns out that countries have a long tail too. “Nah – let’s just rule out these 300 million of the world’s best consumers – they’re not worth the trouble” 😉

Actually – out of the 6.5 billion people in the entire world, about 23% live in the long tail: That’s 1.5 billion people.

Sure enough, there are translations to be made, legal issues to be sorted out and local partners to be signed. But if Google makes say 5 billion (guesstimate) out of their expected 10 billion dollar revenues this year from the US, how can they ignore corresponding 150 million dollar revenues in Sweden? Or even the 5 million dollar revenues in Iceland?

The numbers for iTunes are about 10x smaller – it’s still a lot of money in the long tail markets. Come on guys – you can do it, you might even find someone to make the initial investment for you – and they’d probably already have better connections than you’d make in a year.

If resources are the problem – team up. People stumble over each other for smaller opportunities than these.

Madonna

Rakst á þetta í gömlu dóti sem ég hef sett saman í gegnum tíðina:

Strange face images

The brain is extremely good at recognizing human faces and is believed to have a special module or part that is responsible for analyzing faces
(Carter, Rita; Frith, Christopher. (1999). Mapping the mind. University of California Press).

This module is obviously very handy, but it can also play nasty tricks with our perception.


Look at the image here to the right. You will most certainly recognize the famous singer and actress Madonna. The photo is upside down, but otherwise it seems normal to you, right?

Well, prepare yourself for a mind-boggler.


The image to the LEFT is is the same image as before, only rotated 180° to be "right". Not a pretty sight, is it? If you don’t believe me, print the image or copy it to a graphics editor and rotate it 180° again.

The image on the RIGHT is the original image for comparison. What a relief! (Original image courtesy of: WireImage.com)

What? How? In the funky image I have taken Madonna’s eyes and mouth and rotated them 180°. In addition I switched the right and left eyes (we are also extremely good at recognizing only eyes).

We are not used to faces being this way and therefore the face recognition module assumes all is in order and even recognizes the face. When we turn it around, the face recognition module instantly sees that something is terribly wrong.

Fleiri myndir frá Afríku / More photos from Africa

Magga er búin að setja upp annað myndasafn. Í fyrra safininu var það sem við völdum sem bestu myndirnar úr ferðinni, en í nýja safninu eru myndir sem segja ferðasöguna. Þessvegna eru líka smá textabútar hér og þar sem útskýra það sem um er að vera.

Nýja myndasafnið er hér.

P.S. Tabblo er snilld.

– – –

More photos from Africa, the previuos one was all the best photos (from a photographical standpoint), this time it’s the story – with comments inbetween.

New album here.

P.S. Tabblo rocks.