Author: Hjalmar Gislason

About Hjalmar Gislason

Founder and CEO of GRID (https://grid.is/). Curious about data, technology, media, the universe and everything. Founder of 5 software companies.

The Polar Express … for data!

I was at a nerd party last Friday and as it goes, ideas became wilder as the beer supply diminished. One of the wilder ones stuck with me: Jarl brought up the possibility of a submarine cable across the Arctic region, properly connecting East-Asia and Europe.

This is certainly a wild idea, but as a matter of fact it may have a great potential. The current routes between Europe and – say – China or Japan are flat out lousy. Ping times to Japan range between 300 and 400ms and to China close to half a second (brief and unscientific tests gave me average ping times of 320 and 420ms respectively). And for a good reason – the traffic has two equally lousy routes to choose from:

  1. Across the Mediterranean, through the Suez Canal and via the Red Sea into the Indian Ocean where it zig-zags its way to the region, probably through a major peering point, located in Singapore.
  2. Across the Atlantic to the Atlantic Coast of the US, across entire North-America and then across the Pacific! Incredibly this is the route I usually saw when tracerouting Japanese and Chinese servers.

Either of these two routes is at least 16 thousand kilometers and probably closer to 20 thousand, with a lot of peering points along the way. (See Wikipedia map of submarine cables for reference)

Iceland is finally becoming pretty well connected as we will soon have at least 3 major submarine cables, each with bandwidth in the 1 Tbit/s range, and directly linked with the main peering points in Europe, namely London and Amsterdam (the latter one is unconfirmed).

From here, the distance through the Arctic region to Japan is less than 10 thousand kilometers as drawn below: From Iceland, north of Greenland and then straight across the North Pole to enter the Pacific Ocean via the Bering Strait and on to Japan. It is probably possible to lay a cable this route using submarines. It has been done, but I bet maintenance is a bit tricky. Somehow I just don’t see a submarine taking in a cable to splice damaged fiber.

A more likely route would therefore be the fabled North-West passage that presumably is now open for cable ships just as well as other vessels, allowing for relatively normal maintenance on a cable lying there. This variation is a little further in total (counting from mainland Europe). Both routes should nevertheless be able to bring ping times from Europe to East-Asia down to the 100ms range (laws of physics, like the speed of light start to kick in at these distances).

This is not perfect, but importantly this is below the threshold acceptable for VoIP traffic, meaning that bandwidth on this route should be hot property. So maybe, Iceland will one day become a major peering point for IP traffic to Asia…

Certainly a big, crazy, wild idea – but worth further investigation.

thumb-polarexpress

Listin að þekkja Íslendinga

Ég vil endilega leysa ráðgátuna um það hvernig í ósköpunum maður fer að því að þekkja Íslendinga erlendis.

Þetta er skemmtilegur samkvæmisleikur sem ég veit að margir stunda, t.d. á flugvöllum og við erum flest alveg ótrúlega góð í þessu. Ég er sem sagt að tala um þessa vissu sem stingur sér í kollinn á manni þegar augað dregst að einstaklingi eða hópi í mannhafi og hugsar með sér: “ÞETTA eru Íslendingar”. Hvernig fer maður að því að þekkja landa sína frá t.d. Dönum og Svíum í Kaupmannahöfn? Eða Bretum í London? Ég er ekki að segja að það fari ekki einhverjir Íslendingar framhjá manni, en þegar þessi sterka tilfinning kviknar þá hefur maður nær undantekningarlaust rétt fyrir sér.

Ég hef heyrt margar kenningar um það hver ástæðan sé: undanrennugrái hörundsliturinn, háleitni sveitamannsins sem horfir yfir mannhafið í staðinn fyrir að horfa á tærnar á sér eins og þeir gera sem aldir eru upp í meira þéttbýli, magn innkaupapoka, að við séum öll svo lík af því að við séum jú öll tiltölulega skyld – nú eða einhverskonar sambland af öllu þessu.

Ég er samt með eina kenningu í viðbót. Við búum jú í ótrúlega litlu samfélagi – 312.000 eða þar um bil. Miðað við það hvað maður umgengst, hittir og sér marga dags daglega í vinnunni, þegar maður verslar í matinn, tekur strætó, horfir á fréttirnar, fer á kaffihús eða hvað annað sem maður tekur sér fyrir hendur yfir daginn – þá er ekki ólíklegt að maður hafi einhverntímann hitt eða séð stóran hluta Íslendinga – flesta satt að segja oft.

Ég vil meina að það sem sé aðallega að gerast þegar “Íslendingaheilkennið” gerir vart við sig sé að litla einingin í heilanum sem vinnur við það að þekkja fólk og andlit (sjá fyrri umræðu hér) sé að senda frá sér veik boð – veikari en “ég þekki þennan”, jafnvel veikari en “þetta er einhver sem ég hef séð” – meira svona lágt suð, sem við þekkjum í útlöndum sem tilfinninguna “ÞETTA er Íslendingur”. Öll hin atriðin hjálpa auðvitað til, en þau eru – rétt eins og allt annað í útliti og fari fólks í kringum okkur – túlkuð af þessari forvitnilegu einingu.

Einhver þarna úti með aðrar kenningar? Er mögulega einhver sem kannast ekki við að leika þennan samkvæmisleik á ferðalögum erlendis?

Google, gPhone and the disruptive business model

gPhone Rumors about Google’s upcoming mobile phone – dubbed gPhone – are becoming ever louder.

If you thought Apple’s iPhone business model was disruptive for the wireless industry (demanding 10% of the operator’s revenues from iPhone users – voice and data) – just you wait for Google entering the scene.

There’s not much confirmed information on the device, let alone the business case, but judging from how Google usually goes about, here’s my prediction:

gPhone will not be SIM locked like the iPhone, but rather accept SIM cards from any mobile provider. It will have a WiFi connection and an integrated gTalk client. Whenever the phone is in WiFi coverage, it will use VoIP, thereby only using the mobile operator’s network if no other connection is available. Even for those, I predict that Google will quickly open local VoIP gateway numbers in all major markets, thereby ensuring that the cost of any call made on the gPhone will be limited to a call to a local landline at the most.

All value added services will be ad supported, and as such free to the user. No doubt Google Search, Gmail, Google Maps and other prime Google services will be nicely integrated, giving Google lots of valuable eyeballs and thereby ad revenues.

This will drive gPhone owners to mobile networks offering the lowest fixed monthly prices and data plans, making the operator as dumb a pipe as possible for now.

In a longer run, Google’s interest in the 700MHz auction in the US furthermore opens the possibility that traditional wireless operators could over time be cut out of the value chain altogether.

Oh man, this is going to be one fierce battle!

Skakkur heimur

  • Ef flugslys væru mun algengari en þau eru í dag, myndu þau ekki vera eins áberandi í fréttum. Fólk fengi þá á tilfinninguna að þau væru sjaldgæfari og væri ekki eins hrætt við að fljúga.
  • Eldgos teljast yfirleitt fréttnæm, en á Ítalíu er eldfjallaeyja sem heitir Stromboli. Hún hefur gosið nær samfleytt í a.m.k. 2.000 ár. Hún hefur aldrei verið í fréttum.
  • Mannskæðasta stríð samtímans er í Kongó þar sem nærri 40.000 manns deyja í hverjum mánuði af völdum stríðsins – miklu meira en í Írak og m.a.s. Darfur. Þannig er það búið að vera undanfarin 10 ár.

Það er margt sem ræður fréttavali, en í grunninn þykja óbreytt ástand og langtíma breytingar ekki fréttnæm. “Fréttir” eru stakir, ólíklegir atburðir sem rúmast innan 24 tíma hrings fréttamiðlanna. “Ljóti” heimurinn sem fréttirnar sýna er það versta í almennt þokkalega friðsömum og fallegum heimi. Það er ekki fyrr en við förum að sjá mikið af góðum fréttum sem við ættum virkilega að fara að hafa áhyggjur!

Prius vs. Hummer

Smá viðbót við pistilinn um öfgana í umræðunni um global warming.

Glottandi menn hafa ítrekað sagt mér að Prius-inn sé í raun og veru alls ekki umhverfisvænni en Hummer – satt að segja mun verri – og að auki kosti hann meira en aðrir bílar sömu stærðar.

Ég kafaði aðeins í málið.

Best þekkta “rannsóknin” um “raunveruleg umhverfisáhrif” Prius var framkvæmd af lítið þekktu en hagsmunatengdu markaðsrannsóknafyrirtæki í Bandaríkjunum. Þessi grein hefur verið hrakin af Toyota sjálfum (vitanlega), en með tilvitnunum í heldur virtari stofnanir á borð við MIT. Þessi (langa) grein er ágætis úttekt á málinu frá báðum hliðum.

Sjálfur ek ég á Prius og veit af reynslu að hann eyðir rétt rúmlega helmingnum af því sem fyrri bíll (Corolla) gerði. Prius kostar “út úr búð” hér á landi meira en Corolla, en minna en Avensis, enda liggur hann á milli þeirra í stærð. ERGO: hann er ekki dýrari.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að innan 10 ára verða nær allir bílar búnir einhvers konar “hybrid” búnaði, þ.e. búnaði sem nýtir þá orku sem fer til spillis í öðrum bílum við hraðabreytingar – og sá búnaður mun að sjálfsögðu þróast eins og önnur tækni.

Þessi umræða er því litlu skárri en sú um “Global Warming”. Enn á ný kemur í ljós að heimurinn er hvorki svartur né hvítur, en það eru einu sjónarmiðin sem fá að heyrast.

“Leiðrétt” stig í Scrabble

Ég get ekki neitað því að ég er nörd. Ein af annars ótal ótvíræðum sönnunum þess fylgir hér með.

Okkur hjónin hefur stundum grunað þegar við erum að spila Scrabble að stigin sem valin hafa verið þegar íslensk útgáfa spilsins var gerð endurspegli ekki endilega tíðni þeirra í íslensku máli.

Bara ein leið til að komast að því. Taflan hér að neðan er niðurstaða stafatalningar úr stórum íslenskum orðalista. Hún ætti því að endurspegla nokkuð vel tíðni þeirra í orðum sem löglega er hægt að setja fram í Scrabble.

Scrabble-fólki til ánægju ættu E-in – miðað við þessar niðurstöður – að vera einu færri og gefa tvö stig í stað eins. Þorn-ið ætti líka að gefa 8 stig í stað 4 og fleira, en þetta má allt sjá í eftirfarandi töflu.

Núverandi útgáfa “Leiðrétt” útgáfa
Stafur Staftíðni Stig Fjöldi Stig Fjöldi
a 216.728 1 10 1 10
n 208.844 1 8 1 8
r 200.548 1 7 1 8
i 168.023 1 8 1 7
s 145.558 1 6 1 6
u 128.589 1 6 1 6
l 126.598 2 3 1 6
t 112.659 1 5 1 5
e 91.175 1 6 2 5
g 88.555 2 4 2 4
k 82.294 2 3 2 3
m 77.741 2 3 2 3
ð 75.067 2 5 2 3
f 64.970 3 3 3 3
d 45.105 4 2 3 3
v 37.539 3 2 3 2
h 34.907 3 2 3 2
ó 33.795 6 1 4 2
j 32.632 5 1 4 2
b 29.558 6 1 4 2
á 27.931 4 2 4 1
o 27.027 3 3 5 1
p 25.064 8 1 5 1
ö 24.741 7 1 6 1
æ 23.151 5 1 6 1
y 21.647 7 1 6 1
í 20.030 4 2 7 1
ú 14.753 8 1 7 1
þ 9.123 4 1 8 1
ý 7.031 9 1 8 1
é 6.574 6 1 9 1
x 1.325 10 1 10 1