íslenska

Orka – lykill alls

Þetta er fyrsta færslan í röð hugleiðinga um orku- og auðlindamál sem ég er að grúska í um þessar mundir.

– –

Án orku gerist ekkert. Öll heimsins auðævi myndu ekki skila neinu ef ekki væri hægt að knýja eitthvað, færa eitthvað úr stað, byggja eitthvað, fara eitthvert. Með öðrum orðum: framkvæma einhverja vinnu. Reyndar er hægt að rekja allan kostnað, allt sem við kaupum til þess að einhver, einhversstaðar notaði orku, til dæmis til að breyta einhverju í eitthvað annað, eða færa eitthvað úr stað. Þetta er býsna áhugaverður punktur sem gefur t.d. hugmyndum um gjaldmiðla á “orkufæti” mjög aukna vigt. Við komum kannski aftur að því síðar.

Hvaðan kemur orkan?

Við höfum öll heyrt þetta: Öll orka á jörðinni kemur frá sólinni. Undantekningarnar eru (eiginlega) bara tvær: Kjarnorka og jarðhiti. Að auki má reyndar rekja sjávarfallaorku meira til áhrifa tunglsins en sólarinnar. Ekkert af þessu skiptir sem stendur verulegu máli í orkumálum heimsbygðarinnar. Kjarnorka er reyndar notuð til að framleiða um 13,6% af raforku heimsins, en jarðhitaorka kemst varla á blað í raforkubúskap heimsins. Hvað þá sjávarfallaorkan. Alla aðra orkugjafa sem við notum má rekja til sólarinnar: lífmassa (eldivið og annað lífrænt eldsneyti), jarðefnaeldsneyti (olía, gas og kol), vatnsorku, vindorku og augljóslega sólarorku. Þessa orku notkum við svo til að knýja öll okkar tæki og tól, hita húsin okkar, elda matinn og svo framvegis.

Miklu af orkunni sem við framleiðum er breytt í rafmagn, enda er rafmagnið þægilegur og fjölhæfur flutnings- og umbreytingarmiðill fyrir orku. Rafmagn er hins vegar mjög erfitt að geyma, nema þá í mjög litlu magni og því þarf að framleiða það jafnóðum og þess er neytt. Þetta gerir það að verkum að orkugjafar eru mjög mishentugir til að framleiða raforku. Þannig getum við t.d. geymt kolaorku (sem kol) eða vatnsfallsorku (sem vatn í lóni), en ekki vindorku eða sjávarfallaorku, sem þarf að grípa þegar hún gefst. Raforku er líka erfitt að flytja um langan veg þar sem orkutap er verulegt þegar flytja þarf orkuna um lengri veg. Raforkan er því ekki aðeins tímabundin, heldur er hún líka staðbundin og þar komum við reyndar að mjög mikilvægum punkti.

Staðbundin orka vs. færanleg

Það er gríðarlega mikið til af orkugjöfum sem hægt væri að virkja með einum eða öðrum hætti. Vindorka og sjávarfallaorka er nánast ótakmörkuð, svo ekki sé talað um sólarorkuna. Það væri t.d. hægt að framleiða alla þá orku sem heimsbyggðin notar í dag með tiltölulega “litlum” bletti af sólarspeglum (rétt um 366þús km2) ef við hefðum tæknina til að flytja og nýta þá orku hvar sem er í heiminum. Svipaða sögu er að segja um aðra orkugjafa. Ókosturinn er bara sá að flestar þessar stóru orkulindir eru fjarri mannabyggðum. Staðir þar sem er stöðugt sólskin eða endalaust hvassviðri eru almennt slæmir til búsetu. Þess vegna er stundum talað um “strandaða” orku. Nóg af henni, en hún er á afviknum stað sem gerir hana illnýtanlega. Það sama er reyndar að segja um stærstu uppsprettur jarðefnaeldsneytis. Flest stærstu olíu-, gas- og kolasvæði heims eru í eyðimörkum, frumskógum eða heimskautasvæðum og fjarri þéttustu byggðum jarðarinnar. Gas er til í gríðarlegu magni, en er erfitt að flytja. Það er því hálf-strandað líka, þó það sé flutt í verulegu magni eftir leiðslum í Evrópu, í N-Ameríku og í Asíu. Reyndar er gas víða brennt þar sem það kemur upp, t.d. við olíuvinnslu þar sem ekki eru tök á að virkja það eða leggja leiðslur að (þess má reyndar geta að þessi bruni er illskárri en að láta gasið fara óbrunnið út í andrúmsloftið með tilliti til mengunar og losunar gróðurhúsalofttegunda).

Kol eru til í enn meira magni – miklu meira en við gætum klárað í fyrirsjánlegri framtíð. Þau má flytja – en “orkuþéttnin” í þeim er ekki mjög mikil, þ.e. úr hverju tonni af kolum fæst miklu minni orka en úr sama magni af t.d. olíu. Það er því óhagkvæmt að flytja kol um langan veg, þó það sé gert í miklum mæli t.d. innan einstakra landa.

Olían er einstök

Allt þetta gerir það að verkum að olían er algerlega einstök. Fljótandi formið gerir hana meðfærilega og orkuþéttnin gerir það að verkum að það er hagkvæmt að sigla henni yfir hálfan hnöttinn og brenna hana þar. Orkuþéttnin gerir það líka að verkum að hún er nánast eini orkugjafinn sem er nothæfur til að knýja farartæki. Undantekningin er í lestarflutningum þar sem menn hafa notað raforku með góðum árangri og nú hillir loks undir það að rafbílar geti orðið samkeppnishæfir við bíla sem knúnir eru með olíu. En þar koma þó inn önnur atriði sem við munum skoða betur í málma- og jarðefnafærslunni. Engar raunhæfar tillögur eru þó á borðinu um staðgengil fyrir olíuna í flugi. Það er aðeins lífefnaeldsneyti (t.d. etanól framleitt úr sykurreyr) sem stenst olíu að einhverju leiti snúning, en það eru margvíslegar hömlur á stórkostlegri framleiðslu á slíku eldsneyti.

Olía er mikilvægasti orkugjafi veraldarinnar og það er lítið útlit fyrir að það sé að breytast í bráð. En það stórt vandamál við olíuna: Hún er að klárast!

Þetta þarf reyndar svolítilla skýringa við. Það er ekki alveg rétt að olían sé að klárast. Það verður hins vegar alltaf erfiðara og erfiðara að vinna hana. Auðunnin olía í heiminum er að klárast. Þess vegna sækja olíufyrirtækin sífellt á erfiðari svæði við olíuvinnslu. Við fengum rækilega áminningu um það þegar sprenging varð undir borpallinum Deepwater Horizon fyrr á þessu ári. Borholan sú er 400 kílómetra frá landi, á 1,2 kílómetra dýpi og þaðan nær hún nærri 11 kílómetra niður í jarðskorpuna. Samtals borað í gegnum 12 kílómetra af efni úti á ballarhafi og til hvers? Jú – til að komast í olíulind sem samsvarar notkun heimsbyggðarinnar á olíu í innan við einn sólarhring! (Macondo borholan var talin geta gefið af sér um 50 milljón tunnur af olíu, heimsnotkun er í kringum 84 milljónir tunna á dag)! Það er hellingur til af svona olíu, en það er líka töluvert fyrir haft. Enn meiri olíu má svo finna í olíusandi og jafnvel olíugrjóti sem finnst t.d. í miklu magni í Kanada, Bandaríkjunum og allvíða í S-Ameríku. Slík vinnsla er gríðarlega orkufrek. Til að vinna þrjú tonn af olíu úr tiltölulega aðgengilegum Kanadískum olíusandi þarf að brenna eitt tonn af olíu. Og smám saman versnar þetta hlutfall.

Það eru líka alvarleg vandamál við þann hluta olíubirgðanna sem þó er auðunninn, en þau eru af allt öðrum toga. Pólitísk. Sádí-Arabía, Íran, Írak, Sameinuðu-Arabísku furstadæmin, Kúvæt, Venesúela, Rússland, Líbýa og Nígería eru ekki endilega lönd sem eru þekkt fyrir pólitískan stöðugleika. Þetta eru þau lönd (í réttri röð) sem ráða yfir stærstum hluta olíubirgða heimsins – reyndar að frátöldu Kanada sem vermir annað sæti listans á eftir Sádunum. Olíunni fylgja auðæfi, auðæfum fylgja völd, völdum fylgir spilling og það er erfitt að sjá fyrir sér hvað hinir háu herrar í þessum löndum munu taka sér fyrir hendur. Eins er áhugavert að velta fyrir sér hvað gerist þegar ríki sér fram á að olían þeirra sé að verða uppurin. Hvenær ákveðurðu að hætta að flytja út og geyma “restina” til eigin nota? Eða til að selja enn dýrar í framtíðinni? Slíkt hefur þegar gerst í Dúbaí, þar sem furstarnir sáu fram á að geta gert meiri og varanlegari verðmæti með því að nota olíuna sjálfir, en með þvi að flytja hana út. Þeir drógu því stórlega úr útflutningi og lögðu áherslu á að nota orkuna í uppbygingu heima fyrir og að auka fjölbreitni í efnahagslífinu. Hvað ef Venesúela kemst að sömu niðurstöðu? Eða Sádí-Arabía? Þá fyrst verður Bandaríski flotinn nú kallaður út!

Og hvað svo?

Allt þetta ber að sama brunni. Langflestum spám ber saman um það að hámarki olíuframleiðslu í heiminum verði náð á næstu 20-30 árum og muni þá fara að dragast saman. Hafi engin stórkostleg ný tækni komið fram á þeim tíma sem geri kleift að nota orku frá öðrum orkugjöfum til flutninga, er ljóst að olíuverð mun þar eftir (og líklega mun fyrr) bara stefna í eina átt – upp. Þetta gildir sömuleiðis um allt sem þarfnast flutninga, sem í tilfelli Íslands er ansi stór hluti af öllu því sem við neytum og notum: allt kemur þetta til með að verða dýrara með hækkandi olíuverði.

Þegar horft er á svartsýnar spár er samt alltaf gott að muna eftir hestaskítskrísunni 1894. Lærdómurinn sem draga má af henni er auðvitað sá að hversu nákvæmlega sem spár eru framreiknaðar, þá verða alltaf óvæntir atburðir sem kollvarpa þeim. Í tilfelli hestaskítsins hætti hann að aukast þegar bílar komu í stað hestvagna.

En jafnvel þó slíkt gerist í tilfelli olíunnar og ný tækni komi fram á þessum tíma sem gæti mætt þessu vandamáli, þá þarf að byggja upp framleiðslugetu, flutningsnet og aðra innviði til að mæta þessari tilfærslu í orkuframleiðslu og -notkun. Þetta er gríðarlegt verkefni, líklega stærsta fjárfestingaverkefni sögunar – og við vitum ekki einu sinni enn þá í hverju á að fjárfesta.

Að ekki sé talað um þann pólitíska óróa sem myndast þegar valdahlutföllin raskast, á hvaða veg svo sem það nú verður. Aðgangur og yfirráð yfir olíuauðlindum skýra ótrúlegustu hluti í sögu 20. aldar, þ.á.m. herfræði og fall Þýskalands í seinni heimstyrjöldinni, afskipti Vesturlanda af málum í miðausturlöndum, hið sérkennilega samband Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu og nú síðast kapphlaup og deilur um yfirráð yfir Norðurheimskautssvæðinu. Aðgangur og yfirráð yfir orkuauðlindum munu líklega líka skýra flesta stærstu atburði í sögu 21. aldarinnar.

Þetta verður rússíbani, höldum okkur fast…

Úrslit kosninganna: Röð allra frambjóðenda

Uppfært 1. des 2011 kl. 00:47: Mikil umræða hefur sprottið um þennan lista á Facebook-færslu minni. Útdrátt úr þeirri umræðu má finna í athugasemdakerfinu hér að neðan, m.a. fyrir þá sem velta fyrir sér hvað dálkurinn “atkvæði” í töflunni stendur nákvæmlega fyrir.

Félagi minn, Sigurgeir Jónsson, er með skarpari gagnanördum sem ég þekki. Hann útbjó litla skriftu sem las inn PDF skjölin sem Landskjörstjórn birti og dró saman atkvæðafjölda og röð allra frambjóðenda samkvæmt því. Þetta er án efa athyglisvert fyrir marga.

Við Sigurgeir erum reyndar báðir mjög áhugasamir um það að kjörstjórn birti enn frekari gögn svo hægt sé að vinna greiningar á því hvernig kosningin gekk fyrir sig, t.d. til að sjá hvaða samsetningar lista voru algengastar, hvaða áhrif “hálfógildir” seðlar höfðu, hvaða áhrif hlutkestin höfðu, hversu margir vou listaðir á hverjum kjörseðli, hvernig týpískur atkvæðaseðill skiptist með tilliti til aldurs, kynja og búsetu og svo framvegis.

Það er erfitt að sjá eitthvað því til fyrirstöðu að birta lista yfir alla kjörseðla og þau númer sem valin voru á hverjum. Einföld textaskrá með 85 þús línum og 1-25 númerum í hverri línu.

Hvað um það. Hér eru niðurstöður Sigurgeirs:

Sæti Númer Nafn Atkvæði
1 3403 Þorvaldur Gylfason 7,192
2 9365 Ómar Þorfinnur Ragnarsson 3,167
3 9024 Salvör Nordal 3,172
4 6747 Andrés Magnússon 3,171
5 9948 Illugi Jökulsson 3,170
6 2853 Þorkell Helgason 3,196
7 2303 Freyja Haraldsdóttir 3,194
8 2237 Ari Teitsson 3,175
9 2292 Pétur Gunnlaugsson 3,171
10 4987 Silja Bára Ómarsdóttir 3,179
11 2193 Eiríkur Bergmann Einarsson 3,220
12 8353 Örn Bárður Jónsson 3,144
13 8749 Inga Lind Karlsdóttir 2,856
14 9431 Erlingur Sigurðarson 2,804
15 5196 Þórhildur Þorleifsdóttir 2,736
16 7715 Katrín Fjeldsted 2,559
17 8463 Katrín Oddsdóttir 2,497
18 2325 Vilhjálmur Þorsteinsson 2,461
19 5779 Ástrós Gunnlaugsdóttir 2,168
20 9563 Pawel Bartoszek 2,167
21 3249 Gísli Tryggvason 2,133
22 7825 Guðmundur Gunnarsson 2,109
23 8023 Arnfríður Guðmundsdóttir 2,097
24 3876 Lýður Árnason 2,001
25 7572 Dögg Harðardóttir 1,996
26 5108 Íris Lind Sæmundsdóttir 1,930
27 2072 Stefán Gíslason 1,846
28 8969 Þorgeir Tryggvason 1,748
29 7671 Jón Ólafsson 1,686
30 5405 Magnús Thoroddsen 1,641
31 4921 Birna Þórðardóttir 1,553
32 6527 Gunnar Hersveinn Sigursteinsson 1,379
33 6219 Guðrún Högnadóttir 1,330
34 2358 Þorsteinn Arnalds 1,297
35 5075 Árni Indriðason 1,245
36 9915 Jónas Kristjánsson 1,206
37 8507 Kristín Vala Ragnarsdóttir 1,177
38 6428 Tryggvi Gíslason 1,058
39 6208 Sigurður Guðmundur Tómasson 1,042
40 8034 Ingibjörg Snorradóttir Hagalín 1,017
41 4635 María Ágústsdóttir 960
42 7759 Elías Blöndal Guðjónsson 945
43 9068 Anna Kristín Kristjánsdóttir 922
44 7341 Reynir Grétarsson 910
45 6736 Árni Björnsson 855
46 9574 Ólína Freysteinsdóttir 837
47 7264 Valgarður Guðjónsson 810
48 4195 Birna Guðrún Konráðsdóttir 781
49 4954 Stefán Pálsson 752
50 2721 Guðrún Helgadóttir 733
51 5614 Frosti Sigurjónsson 710
52 6351 Ólafur Jóhann Proppé 685
53 6692 Ragnhildur Sigurðardóttir (S) 675
54 7385 Jón Gunnar Benjamínsson 650
55 2787 Ásdís Hlökk Theodórsdóttir 636
56 3612 Gísli Hjartarson 633
57 6582 Kristbjörg Þórisdóttir 622
58 7814 Friðrik Þór Guðmundsson 603
59 5152 Þórunn Hálfdánardóttir 596
60 6164 Ágúst Valfells 584
61 3073 Anna Kolbrún Árnadóttir 569
62 6373 Guðlaug Kristjánsdóttir 563
63 8298 Aðalheiður Jóhannsdóttir 553
64 7858 Sigursteinn Róbert Másson 548
65 8848 Ólafur Sigurðsson 527
66 6571 Árni Vilhjálmsson 516
67 2754 Eva Sigurbjörnsdóttir 515
68 8089 Ragnhildur Vigfúsdóttir 504
69 8287 Jónína Bjartmarz 498
70 3843 Bryndís Bjarnarson 485
71 3359 Magnús Ingi Óskarsson 477
72 2259 Ólafur Hannibalsson 472
73 7946 Grímur Sigurðarson 461
74 7957 Sturla Jónsson 457
75 8309 Áslaug Thorlacius 455
76 3139 Sigríður Ólafsdóttir 445
77 4360 Íris Egilsdóttir 434
78 5878 Gunnar Grímsson 422
79 7913 Guðmundur Vignir Óskarsson 418
80 9739 Anna María Bogadóttir 413
81 5823 Lúðvík Emil Kaaber 405
82 9013 Kristín Jónsdóttir 404
83 7891 Pétur Björgvin Þorsteinsson 401
84 4668 Álfheiður Eymarsdóttir 396
85 3238 Hildigunnur Sverrisdóttir 391
86 7968 Íris Erlingsdóttir 388
87 2314 Jón Steindór Valdimarsson 373
88 5537 Björg Ólafsdóttir 371
89 2567 Þórólfur Sveinsson 367
90 9629 Guðmundur Ágústsson 361
91 8892 Guðmundur Guðlaugsson 359
92 2468 Andrés Bjarni Sigurvinsson 353
93 6549 Alvar Óskarsson 346
94 9684 Kristján Vigfússon 344
95 8419 Jóhannes Þór Skúlason 341
96 3194 Mikael Marlies Karlsson 339
97 4426 Margrét Dóra Ragnarsdóttir 324
98 2765 Alda Davíðsdóttir 323
99 6032 Finnbogi Vikar 323
100 4338 Bolli Héðinsson 322
101 6681 Elín Erna Steinarsdóttir 321
102 5724 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir 317
103 3689 Anna Elísabet Ólafsdóttir 316
104 4701 Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir 310
105 7924 Ólafur Örn Haraldsson 310
106 4261 Sigþrúður Þorfinnsdóttir 307
107 4085 Haukur Halldórsson 303
108 7297 Árni Kjartansson 301
109 7649 Skafti Harðarson 300
110 2875 Björn Friðfinnsson 298
111 9486 Guðjón Sigurðsson 296
112 8485 Rósa Guðrún Erlingsdóttir 295
113 7638 Tryggvi Hjaltason 294
114 7132 Hjalti Hugason 294
115 8804 Jón Valur Jensson 290
116 4547 Eggert Ólafsson 285
117 4074 Hrefna Bryndís Jónsdóttir 284
118 3095 Kristján Ingvarsson 283
119 8012 Auður Jónasdóttir 281
120 7539 Halldór Nikulás Lárusson 279
121 3205 Jórunn Edda Helgadóttir 278
122 7528 Ágúst Guðmundsson 274
123 8243 Jón Benedikt Björnsson 270
124 4184 Birna Kristbjörg Björnsdóttir 258
125 8375 Friðrik Ólafsson 258
126 6340 Björn Einarsson 254
127 5812 Pétur Guðjónsson 253
128 2908 Andri Ottesen 250
129 3634 Gissur Pétursson 249
130 8397 Andri Valur Ívarsson 248
131 3392 Ingi Hans Jónsson 246
132 7253 Ingibjörg Daníelsdóttir 245
133 8276 Valdimar Hergils Jóhannesson 242
134 5262 Erla Hlín Hjálmarsdóttir 239
135 4096 Svanur Sigurbjörnsson 238
136 6153 Sigríður Dögg Auðunsdóttir 233
137 7594 Þórður Már Jónsson 232
138 2534 Margrét Cela 230
139 8067 Borghildur Sölvey Sturludóttir 229
140 4327 Gísli Már Gíslason 225
141 3414 Jörmundur Ingi Hansen 224
142 5713 Húni Heiðar Hallsson 222
143 8617 Ágúst Alfreð Snæbjörnsson 222
144 6109 Hlín Agnarsdóttir 221
145 6043 Gróa Friðgeirsdóttir 216
146 7517 Arnaldur Gylfason 209
147 8628 Lóa Steinunn Kristjánsdóttir 208
148 3953 Maríanna Bergsteinsdóttir 206
149 3436 Sigurður Hólm Gunnarsson 205
150 3568 Smári Páll McCarthy 205
151 3854 Eygló Svala Arnarsdóttir 202
152 8705 Björn Ingi Jónsson 201
153 5361 Baldur Óskarsson 200
154 2413 Þórunn Guðmundsdóttir 198
155 3942 Halldóra Guðrún Hinriksdóttir 197
156 9178 Soffía Sigurðardóttir 196
157 6714 Pétur Kristjánsson 195
158 8782 Júlíus Sólnes 195
159 8639 Birna Vilhjálmsdóttir 192
160 8914 Eyjólfur Ármannsson 191
161 5867 Ágúst Hjörtur Ingþórsson 190
162 6318 Halldór Grétar Gunnarsson 188
163 3029 Eyþór Jóvinsson 184
164 6494 Bergvin Oddsson 178
165 7319 Jakobína Ingunn Ólafsdóttir 176
166 4778 Guðmundur Jónsson 175
167 7176 Ástþór Magnússon Wium 174
168 3304 Hjörtur Hjartarson 172
169 3315 Margrét Jensína Þorvaldsdóttir 172
170 4492 Þór Gíslason 171
171 9618 Hjörtur Smárason 170
172 3018 Greta Ósk Óskarsdóttir 170
173 8452 Hulda Ösp Atladóttir 167
174 9893 Ragnhildur Sigurðardóttir (I) 167
175 6417 Bergný Jóna Sævarsdóttir 166
176 4558 Ólafur Jakobsson 165
177 6406 Lára Óskarsdóttir 162
178 2842 Ásgeir Erling Gunnarsson 162
179 2864 Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir 158
180 2776 Birgir Karlsson 156
181 4734 Guðmundur Árnason 155
182 4459 Charlotta Oddsdóttir 153
183 6296 Jón Hermann Karlsson 153
184 7231 Íris Þórarinsdóttir 153
185 6538 Jón Þorvaldur Heiðarsson 152
186 7308 Lovísa Arnardóttir 151
187 2963 Silja Ingólfsdóttir 150
188 9673 Halldóra Kristín Thoroddsen 150
189 4041 Már Wolfgang Mixa 148
190 4129 Jónas Tryggvason 148
191 6483 Þorbergur Þórsson 144
192 4503 Haukur Arnþórsson 144
193 5801 Jóhann Halldórsson 143
194 6307 Einar Brandsson 143
195 3513 Björn Sævar Einarsson 142
196 9761 Einar Stefán Kristinsson 141
197 4283 Óli Gneisti Sóleyjarson 141
198 2512 Vagn Kristjánsson 140
199 5427 Ágúst Bjarni Garðarsson 140
200 8815 Björgvin Martin Hjelvik Snorrason 139
201 5603 Ludvig Árni Guðmundsson 138
202 4481 Sigurður Ragnarsson 137
203 8837 Guðrún Guðlaugsdóttir 135
204 2809 Þorfinnur Ómarsson 134
205 7418 Vilhjálmur Andri Kjartansson 133
206 9453 Gíslný Bára Þórðardóttir 132
207 5438 Eiríkur Hans Sigurðsson 131
208 9816 Agnar Jón Egilsson 131
209 3623 Ágústa Sigrún Ágústsdóttir 130
210 8232 Páll Rafnar Þorsteinsson 129
211 5031 Baldur Ágústsson 127
212 2446 Jón Pálmar Ragnarsson 126
213 8958 Gísli Jökull Gíslason 123
214 3051 Vigdís Erlendsdóttir 121
215 5394 Jón Bjarni Bjarnason 121
216 7286 Elías Oddsson 118
217 4712 Kolbrún Baldursdóttir 117
218 2941 Kristófer Már Kristinsson 117
219 6857 Guðbrandur Ólafsson 116
220 7275 Ágúst Már Garðarsson 116
221 6384 Herdís Dröfn Baldvinsdóttir 113
222 8694 Þórunn M.J.H. Ólafsdóttir 113
223 3469 Þórir Steingrímsson 113
224 7869 Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir 112
225 7748 Signý Sigurðardóttir 112
226 3678 Þorsteinn Hilmarsson 112
227 2897 Ásgeir Beinteinsson 111
228 4679 Sigurbjörn Svavarsson 110
229 7616 Pétur Georg Guðmundsson 110
230 2952 Njáll Ragnarsson 109
231 7165 Jan Eric Jessen 109
232 9046 Eva Huld Friðriksdóttir 109
233 2886 Hreinn Pálsson 107
234 3546 Aðalsteinn Þórðarson 107
235 6978 Gísli Kristbjörn Björnsson 106
236 2105 Elín Guðmundsdóttir 105
237 4569 Elín Ólafsdóttir 105
238 6879 Helga Baldvinsd. Bjargardóttir 104
239 4063 Garðar Ingvarsson 104
240 8925 Tinna Ingvarsdóttir 103
241 9409 Nína Björg Sæmundsdóttir 103
242 3645 Einar Guðmundsson 102
243 7726 Elías Pétursson 102
244 5042 Jón Jósef Bjarnason 102
245 2182 Jón Einar Haraldsson 101
246 4305 Halla Björg Evans 101
247 3986 Sveinn Guðmundsson 99
248 3326 Guðmundur Örn Ragnarsson 99
249 3183 Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson 99
250 5845 Eðvald Einar Stefánsson 98
251 5592 Sigurður Aðalsteinsson 97
252 7803 Guðlaugur Orri Gíslason 97
253 4162 Ann María Andreasen 96
254 2523 Karl Lárus Hjaltested 96
255 9937 Hrafn Gunnlaugsson 95
256 9519 Brynjar Gunnarsson 94
257 2545 Valgerður Pálmadóttir 93
258 6637 Júlíana Guðmundsdóttir 93
259 6703 Eiríkur Beck 93
260 5889 Jóhann Rúnar Björgvinsson 93
261 4723 Sveinbjörn Fjölnir Pétursson 92
262 2974 Eiríkur Mörk Valsson 91
263 6802 Kjartan Þór Ragnarsson 90
264 2743 Ægir Björgvinsson 90
265 2204 Kolbrún Anna Björnsdóttir 90
266 3458 Gunnar Jón Ólafsson 89
267 3491 Óli Már Aronsson 89
268 5218 Þórir Jökull Þorsteinsson 88
269 2556 Ágústa Hjördís Lyons Flosadóttir 88
270 4613 Ásta Leonhardsdóttir 88
271 3502 Hjörvar Pétursson 87
272 3898 Michele Rebora 87
273 2688 Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir 86
274 5834 Máni Arnarson 86
275 6054 Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir 84
276 4932 Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir 84
277 8826 Þórbjörn Sigurðsson 83
278 3601 Þórunn Hilda Jónasdóttir 82
279 4349 Áslaug Guðmundsdóttir 82
280 7935 Magni Hjálmarsson 81
281 3931 Marín Rós Tumadóttir 81
282 3656 Gunnar Þórðarson 81
283 4591 Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir 80
284 3887 Magnús Óskarsson 80
285 8078 Árni Jónsson 80
286 5493 Kristinn Hannesson 80
287 2369 Ragnar Ómarsson 80
288 4525 Jakobína Edda Sigurðardóttir 79
289 6813 Breki Karlsson 79
290 2589 Alfreð Hafsteinsson 79
291 9541 Hallur Magnússon 79
292 7902 Haukur Már Haraldsson 79
293 4437 Sigurjón Jónasson 78
294 6461 Aðalbjörg Hlín Brynjólfsdóttir 78
295 4217 Jóna Sólveig Elínardóttir 77
296 7473 Guðjón Ólafur Sigurbjartsson 77
297 6604 Hjörtur Pálsson 77
298 2501 Þorsteinn Barðason 76
299 8672 Lárus Jón Guðmundsson 76
300 2248 Benedikt Þorri Sigurjónsson 75
301 4316 Ámundi Hjálmar Loftsson 75
302 6615 Karen Elísabet Halldórsdóttir 74
303 5471 Vigfús Andrésson 74
304 7143 Kolbeinn Aðalsteinsson 73
305 5163 Halla Margrét Jóhannesdóttir 72
306 3832 Grétar Bjarnason 72
307 3216 Jón Þorsteinn Sigurðsson 72
308 4415 Eiríkur G. Guðmundsson 72
309 9508 Hannes Páll Pálsson 71
310 5383 Elías Gíslason 71
311 9387 Kjartan Jónsson 71
312 4514 Örn Reykdal Ingólfsson 70
313 6934 Kristín Elfa Guðnadóttir 70
314 3381 Eva Alice Lucienne Leplat Sigurðsson 69
315 9079 Soffía S. Sigurgeirsdóttir 69
316 2402 Óskar Ísfeld Sigurðsson 69
317 8859 Íris Arnlaugsdóttir 69
318 5702 Agnar Kristján Þorsteinsson 68
319 5185 Baldvin Björgvinsson 68
320 3447 Lárus Elíasson 68
321 2798 Þorsteinn Viðar Sigurðsson 67
322 7209 Magnús Magnússon 67
323 8254 Ármann Atli Sigurðsson 66
324 4976 Sigurður Grétar Guðmundsson 66
325 5295 Arinbjörn Sigurgeirsson 66
326 4789 Kristín Erna Arnardóttir 65
327 8518 Haukur Nikulásson 65
328 3865 Rakel Sigurgeirsdóttir 65
329 6065 Guðmundur B. Friðriksson 64
330 6274 Loftur Már Sigurðsson 64
331 8947 Patricia Anna Þormar 64
332 4690 Sæunn Þorsteinsdóttir 63
333 3106 Inga Jóna Þórisdóttir 63
334 3348 Eiríkur Þór Magnússon 63
335 9849 Elín Hilmarsdóttir 62
336 9838 Björn Ragnar Björnsson 62
337 6076 Sif Jónsdóttir 61
338 3964 Indro Indriði Candi 61
339 8496 Helga Sigurjónsdóttir 61
340 6516 René Biasone 61
341 2985 Guðmar Ragnar Stefánsson 61
342 3997 Haraldur Ingvarsson 60
343 2083 Sindri Guðmundsson 60
344 6021 Sveinn Ágúst Kristinsson 58
345 6142 Gísli Þór Sigurþórsson 58
346 5735 Sara Björg Sigurðardóttir 57
347 6329 Reynir Vilhjálmsson 57
348 5306 Gunnlaugur Ólafsson Johnson 57
349 9805 Sigurvin Jónsson 57
350 4965 Auður Sigr. Kristinsdóttir 57
351 9156 Friðrik Hansen Guðmundsson 56
352 6362 Sigfríður Þorsteinsdóttir 56
353 9134 Davíð Blöndal 56
354 9662 Haraldur Árnason 56
355 7792 Guðmundur Gíslason 55
356 2215 Gerða Björg Hafsteinsdóttir 55
357 9376 Hjálmtýr V. Heiðdal 55
358 5504 Ásgeir Guðmundur Bjarnason 54
359 9057 Adolf Friðriksson 54
360 6835 Hans Gústafsson 54
361 4943 Björgvin Rúnar Leifsson 54
362 7781 Gunnar Örn Stefánsson 54
363 2996 Sæmundur Kristinn Sigurðsson 53
364 5053 Ragnar Jónsson 53
365 5669 Ian Watson 53
366 4294 Halldór Þorkell Guðjónsson 52
367 6505 Vignir Bjarnason 52
368 9882 Gunnar Þór Gunnarsson 52
369 9981 Ingi Bæringsson 52
370 8573 Inga Rós Baldursdóttir 51
371 8408 Theódór Skúli Halldórsson 50
372 5317 Jóhanna Guðmundsdóttir 50
373 9926 Árelíus Örn Þórðarson 49
374 6285 Dagbjartur Ingvar Arilíusson 49
375 6241 Sigurður Ingi Einarsson 49
376 4393 Elías Theódórsson 49
377 7121 Tryggvi Magnús Þórðarson 49
378 5625 Hans Guttormur Þormar 48
379 9794 Iðunn Guðjónsdóttir 48
380 8331 Ísleifur Friðriksson 48
381 6472 Oddur Magnús Sigurðsson 48
382 5086 Svavar Kjarrval Lúthersson 48
383 5229 Guðmundur R Lúðvíksson 48
384 4602 Birgir Eiríksson 47
385 4173 Hrafn Sveinbjarnarson 47
386 6769 Ólafur Jónsson 47
387 6725 Bergsveinn Halldórsson 47
388 5207 Gunnar Ólafsson 46
389 7495 Ásta Kristbergsdóttir 46
390 2171 Valdís Steinarrsdóttir 46
391 7682 Magnea Jóhanna Matthíasdóttir 45
392 4239 Magnús Víkingur Grímsson 45
393 2138 Guðrún Lilja Magnúsdóttir 45
394 5581 Steinberg Þórarinsson 45
395 3667 Kjartan Ragnarsson 45
396 2831 Viktor Orri Valgarðsson 45
397 4998 Kjartan Sigurgeirsson 45
398 6846 Sævar Ari Finnbogason 45
399 6659 Ottó Hörður Guðmundsson 44
400 7451 Lúðvíg Lárusson 44
401 6901 Benedikt Hreinn Einarsson 44
402 8386 Guðjón Ingvi Stefánsson 44
403 6087 Finnbjörn Gíslason 43
404 8265 Jóhann Ólafsson 43
405 5449 Arndís Einarsdóttir 43
406 3293 Skúli Þór Sveinsson 43
407 4756 Kolbrún Karlsdóttir 42
408 5273 Ólafur Árni Halldórsson 42
409 5328 Viðar Helgi Guðjohnsen 42
410 6758 Björn Guðbrandur Jónsson 42
411 9145 Kári Allansson 42
412 3524 Ragnheiður Birna Fossdal 41
413 8903 Ægir Örn Sveinsson 41
414 6956 Þórunn Hjartardóttir 41
415 7429 Halldóra Aðalsteinsdóttir 41
416 4382 Anna Benkovic Mikaelsdóttir 41
417 2347 Örn Sigurðsson 40
418 3062 Borgþór S. Kjærnested 40
419 8342 Bragi Straumfjörð Jósepsson 40
420 4657 Reynir Heiðar Antonsson 40
421 5141 Sigvaldi Friðgeirsson 40
422 4624 Jónína Ólafsdóttir 40
423 9871 Arnar Geir Kárason 40
424 3161 Einar Magnús Einarsson 39
425 2479 Hrönn Kristinsdóttir 38
426 7836 Þórgnýr Thoroddsen 38
427 9904 Elías Halldór Ágústsson 38
428 3821 Egill Örn Þórarinsson 37
429 4228 Harald Sigurbjörn Holsvik 37
430 2578 Jökull Arngeir Guðmundsson 37
431 4580 Björn M. Sigurjónsson 37
432 9607 Þorvaldur Hjaltason 37
433 2094 Jón Bjarni Jónsson 37
434 3282 Steinn Kárason 36
435 5691 Katrín Sigurðardóttir 36
436 4536 Kristbjörn Helgi Björnsson 36
437 6648 Þórir Sæmundsson 36
438 2457 Þorsteinn Ingimarsson 35
439 8716 Ragnhildur Gunnlaugsdóttir 35
440 9728 Jóhann Jóhannsson 35
441 7693 Hildur Björg Gunnarsdóttir 35
442 6175 Baldvin Örn Berndsen 35
443 2336 Axel Þór Kolbeinsson 34
444 6439 Guðmundur S. Johnsen 34
445 7583 Gísli Kristjánsson 34
446 4371 Páll I. Blöndal Sigurbjörnsson 34
447 8793 Björn Óskar Vernharðsson 34
448 6912 Geir Matti Järvelä 33
449 2281 Helgi Helgason 33
450 8683 Hans Benjamínsson 33
451 5482 Sigvaldi Einarsson 33
452 6395 Lárus Ýmir Óskarsson 33
453 7561 Steinar Immanúel Sörensson 33
454 8474 Nils Erik Gíslason 32
455 2677 Guttormur Þorsteinsson 32
456 5526 Berglind Nanna Ólínudóttir 32
457 5856 Kristinn Björn Valdimarsson 32
458 8045 Guðmundur Rúnar Guðlaugsson 31
459 8529 Þórður Eyfjörð Halldórsson 31
460 7154 Jónas Pétur Hreinsson 31
461 7462 Sólveig Dagmar Þórisdóttir 30
462 9706 Friðrik Sigurðsson 30
463 6098 Benedikt Gardar Stefánsson 30
464 7198 Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir 30
465 5416 Jón Þóroddur Jónsson 29
466 3128 Ólafur Gunnar Sigurðsson 29
467 2061 Andri Már Friðriksson 29
468 3084 Sigurður Örn Hjörleifsson 29
469 5746 Þorsteinn Jónsson 28
470 5372 Þorvaldur Hrafn Yngvason 28
471 2149 Jóhann Hjalti Þorsteinsson 28
472 4272 Kjartan Hjörvar 28
473 4206 Sveinn Halldórsson 28
474 3227 Leó E. Löve 27
475 5548 Harpa Hrönn Frankelsdóttir 26
476 6923 Bragi Skaftason 26
477 9398 Sturla Már Jónsson 26
478 2699 Vilhjálmur Sigurður Pétursson 26
479 7627 Róbert Hlynur Baldursson 26
480 5174 Sólveig Guðmundsdóttir 25
481 6626 Gylfi Garðarsson 25
482 3172 Þórður Eyþórsson 25
483 9651 Inga Kristín Kjartansdóttir 25
484 9959 Jón Axel Svavarsson 25
485 9035 Brynjólfur Sveinn Ívarsson 25
486 9772 Vignir Ari Steingrímsson 24
487 7704 Sigrún Vala Valgeirsdóttir 23
488 5284 Herbert Snorrason 23
489 2919 Ásgeir Þorbergsson 23
490 8364 Anton Jóhannesson 22
491 8562 Jóhann Gunnarsson 22
492 5097 Halldór Jónsson 22
493 8936 Bryan Allen Smith III 21
494 9783 Hildur Ýr Ísberg 21
495 6593 Hjalti Hrafn Hafþórsson 21
496 9827 Þór Ludwig Stiefel 21
497 3557 Birgir Loftsson 21
498 8056 Sigurjón Árnason 20
499 9497 Pétur Óli Jónsson 20
500 3975 Clarence Edvin Glad 19
501 9189 Sigvarður Ari Huldarsson 19
502 7352 Tryggvi Helgason 19
503 9475 Jón Þór Þorgeirsson 19
504 8738 Pálmar Þorsteinsson 19
505 2391 Guðmundur Pálsson 19
506 6791 Jón Pétur Líndal 18
507 2732 Tjörvi Guðjónsson 18
508 2435 Árni Björn Guðjónsson 17
509 6824 Harpa Hauksdóttir 17
510 7847 Kristinn Dagur Gissurarson 16
511 3425 Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir 14
512 4745 Ólafur Már Vilhjálmsson 13
513 6967 Úlfur Einarsson 13
514 7407 Daði Már Jónsson 13
515 3579 Bergsveinn Guðmundur Guðmundsson 12
516 5064 Ásgeir Baldursson 12
517 7605 Jóhannes Jónsson 12
518 7396 Guðni Karl Harðarson 11
519 3271 Elinborg Skúladóttir 11
520 6186 Ólafur Torfi Yngvason 7
521 7363 Ægir Geirdal Gíslason 7
522 5768 Rúnar Þór Jónsson 1

Allt er æðislegt en enginn er ánægður!

Það kann að virðast fráleitt þegar horft er á venjulegan fréttatíma, en við lifum á tímum mestu velmegunar, öryggis og friðar sem mannkynið hefur nokkurntíman upplifað. Fólk lifir lengur, minna hlutfall mannkyns líður skort og minni líkur eru á að vera myrtur af náunganum eða drepinn í stríði en nokkru sinni fyrr.

Okkar helstu vandamál felast í því að við erum svo mörg og höfum það svo gott að við verðum orðið að fara varlega til að skemma ekki plánetuna sem við búum á og taka með því tækifæri af komandi kynslóðum til að hafa það jafn gott.

Þetta eru staðreyndir. Og þarna í allra efstu þrepunum í lífsgæðastiganum á þessum mestu velmegunartímum frá upphafi erum við Íslendingar.

Já, ennþá!

Lífsgæðin á Íslandi fóru frá því að vera á flestum mælikvörðum eins og Mónakó yfir í að vera á flestum mælikvörðum eins og í Danmörku. Frá ofurallsnægtum til allsnægta – það var nú allt fallið.

Svo tipla allir á tánum og segja að það megi ekki gera lítið úr vandamálum fólksins á Íslandi. Rugl! Það á einmitt að gera lítið úr þeim.

Enginn frasi fer meira í taugarnar á mér um þessar mundir, en að Ísland sé “orðið þriðjaheimsríki”. Þeir sem segja svona hafa svo sannarlega ekki komið til slíkra ríkja. Ég hef heimsótt þau allnokkur og veit því hvað ég er að tala um.

Hefur þú notað plastpoka sem salernisaðstöðu nýlega? Drukkið úr skólpvatninu? Hjá nágrönnunum? Efast um að eiga morgunmat í fyrramálið? Ekki vitað hvort þú þyrftir að yfirgefa heimilið í nótt vegna yfirvofandi árása?

Fæstir setja frið ofarlega á lista yfir forgangsatriði í lífinu sem aldrei hafa upplifað ófrið.

Ef þú hefur þak yfir höfuðið, mat á disknum og rennandi vatn í krananum hefur þú það betra en 5 af hverjum 6 jarðarbúum. Mér er alveg sama hvað hver segir: Á Íslandi búum við svo sannarlega við þannig kerfi að enginn þarf að lifa í ótta við að missa neitt af þessu, jafnvel þó hann missi “aleiguna” eins og það er kallað. Og langflest höfum við það reyndar miklu, miklu betra.

Það versta við Hrunið er að það er orðin ásættanleg hegðun að væla og bera sig illa. Hver er ekki lengur sinnar gæfu smiður, heldur er hin voðalega ógæfa okkar allra einhverjum öðrum að kenna. Alltaf. Öll.

Svo sannarlega var hér fólk sem framdi glæpi, gerðist sekt um vanrækslu og margir eru sekir um alvarlegan dómgreindarbrest. Flest fórum við að einhverju leyti óvarlega.

Já, glæpamönnum þarf að refsa, já, margir mega skammast sín. Engar áhyggjur, það er verið að rannasaka þessi mál og fólk mun fá sína refsingu – þetta tekur allt tíma og einn af kostunum við það að búa ekki í þróunarríki er að við höfum við lög og rétt til að takast á við svona mál. Og jafnvel þó einhverjir sleppi frá dómskerfinu þá veldur það okkur ekki meiri skaða en orðinn er. Þau þurfa aftur á móti að horfast í augu við eigin samvisku og fólkið í kringum sig. Ég ímynda mér að það sé flestu þessu fólki nú þegar ansi erfitt. Margir eiga seint og illa afturkvæmt til Íslands.

Það er rík ástæða fyrir því að hefnigirni, öfund og langrækni eru ekki talin til dyggða. Það eru aftur á móti hugrekki, samkennd og jafnaðargeð.

Það er fráleitt að bera sig saman við og sakna þess sem var á árunum 2006 og 2007. Það var ekki innistæða fyrir því góðæri sem þá var og ástæðan fyrir því að sum okkar upplifðu það að ferðast um eins og kóngar í útlöndum þar sem allt var hræódýrt og önnur okkar töldu sig hafa efni á því að taka lán fyrir alltof stórum húsum, dýrum bílum og jafnvel bara til að lifa hátt var einmitt sama ástæðan og sú sem varð til þess að allt hrundi á hliðina.

“Þá” var ekki raunverulegt. “Núna” er raunverulegt og reyndar standa öll efni til þess að raunveruleikinn verði fljótlega einhvers staðar mitt á milli.

Það er allt í lagi að gráta stundum, en það er ástæða fyrir því að við venjum börnin okkar af því að suða, nöldra og væla. Heil þjóð af vælukjóum er ekki skemmtileg þjóð. Heil þjóð af fólki sem horfir til framtíðar og gerir hluti til að breyta til hins betra og byggja upp er það hins vegar.

Í Hruninu liggja tækifæri – tækifæri til að byggja upp betra samfélag en það sem var og líka betra en það sem er, en það gerist ekki með því að væla – það gerist með því að GERA.

Hættum þessu helvítis væli og förum að gera eitthvað uppbyggilegt.

Uppfært 8. desember, 2013: Þar sem NBC hefur ákveðið að loka á myndbandið hér að ofan á YouTube, þá verðið þið að fara hingað eða hingað eða hingað til að horfa á það.

Chris Martenson með fyrirlestur á Íslandi

“Crash course” örfyrirlestrarnir fóru eins og eldur um sinu á netinu í fyrra. Þar tekur hagfræðispekúlantinn Chris Martenson fyrir grundvallaratriði í efnahagskerfi heimsins, hvenig það er uppbyggt og hvers vegna hann telur að við stöndum frammi fyrir stórum breytingum á næstu 20 árum.

Fyrirlestraröðina og nánari upplýsingar um Chris má finna á: ChrisMartenson.com

Chris er staddur hér á landi næstu daga og hefur fallist á að halda fyrirlestur á þriðjudaginn kemur kl 17:00. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands einhvers staðar á svæði Háskóla Íslands. Nákvæm staðsetning verður tilkynnt á mánudaginn. Þeir sem ætla að mæta ættu að skrá sig á Facebook síðu viðburðarins.

Ekki missa af þessu!

– – –

P.S. Fyrir þá sem ekki eru á Facebook, þá má melda sig með athugasemd við þessa færslu, eða í tölvupósti á hjalli@hjalli.com, svo við höfum tilfinningu fyrir því hversu margir muni mæta.

Samsæri – eða eitthvað miklu flóknara?

Ég hef gaman af samsæriskenningum og þessa dagana er enginn skortur á þeim. Allt eftir því hvernig hugur manna hallast virðist til dæmis hægt að kenna Davíð Oddssyni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópusambandinu eða nú síðast Magma Enegry um nær allt sem aflaga fer á Íslandi.

Ýmislegt hefur jú dunið yfir okkur og margt af því er gríðarlega flókið og illskiljanlegt. Í tilraun til að skilja þetta allt er þess vegna þægilegt að grípa til þeirrar kenningar að einhvers staðar á bakvið tjöldin sitji fámenn klíka – eða jafnvel einn valdamikill maður – sem togar í strengi og stjórnar því sem okkur ber að höndum.

Ekki samsæri: Heldur miklu flóknara en svo

Samsæriskenningar eru afsprengi óskhyggju. Óskhyggjunnar um það að óskiljanlegir atburðir í kringum okkur eigi sér einfaldar skýringar. Þversögnin við hinar fjölmörgu samsæriskenningar um raunverulegan valdastrúktúr heimsins er sú að aðeins ein þeirra getur mögulega verið rétt.

Hinna raunverulegu skýringa er einmitt að leita í andstæðunni. Heimurinn er svona óendanlega flókinn og óskiljanlegur einmitt vegna þess að það er enginn einn sem öllu ræður, heldur togast á hagsmunir ótal ólíkra aðila með ólík markmið og mismikið áhrifavald.

“Hagsmunir” eru lykilorðið. Til að skilja hvað vakir fyrir hverjum og einum er nauðsynlegt að skilja hverjir hagsmunir hans eru.

Það þýðir því ekkert að leita að einhverju einu fyrirtæki, einni alþjóðastofnun eða einum manni til að kenna um allt sem aflaga fer, heldur verðum við að reyna að skilja hagsmunina sem ráða gerðum hvers og eins. Hvar þeir rekast á við – eða fara saman með – hagsmunum okkar sjálfra og annarra og reyna þannig að skilja og mynda okkur skoðun á þeim málum sem upp koma.

Höfum fyrir því að styðja mál okkar!

Það er ekki ásættanlegt þegar málsmetandi fólk hefur sig í frammi í umræðunni með kenningar um samsæri sem hvorki eru studdar gögnum né góðum rökum – jafnvel þegar það er gert í nafni góðs málstaðar. Það kann að vissulega að skapa “heppilegan” æsing um málið til skemmri tíma, en skemmir fyrir málstaðnum og málshefjanda þegar upp er staðið.

Lykilupplýsingar um fjölmörg “leyndarmál” og skandala eru oft auðveldlega aðgengilegar ef einhver nennir að bera sig eftir þeim. Hversu margir skyldu t.d. hafa lesið tilkynningarnar sem Magma hefur svo til daglega sent inn á Kanadíska hlutabréfamarkaðinn síðustu daga? Eftir örstutta eftirgrennslan sé ég ekki betur en þar séu ýmsir punktar sem ættu heima í umræðunni, en enginn hefur borið sig eftir – þó ekki skorti skoðanirnar.

Gott fólk: Færri órökstuddar samsæriskenningar og fleiri yfirvegaðar og vel rannsakaðar greiningar.

Ég skil ekki atvinnuleysi

Ég ætla að hætta mér út í ansi eldfimt umræðuefni. Eftirfarandi verður að lesast með þeim fyrirvara að ég hef aldrei misst vinnuna og þekki því ekki atvinnuleysi á eigin skinni (ég hef reyndar unnið hjá sjálfum mér næstum allan starfsferilinn). Þess vegna vil ég gjarnan fá viðbrögð á neðangreint sem hjálpa mér að skilja hvar ég fer útaf brautinni, ef svo er.

Ég skil ekki hvernig stendur á því að meðan einhversstaðar er verk að vinna, þá sé einhver á atvinnuleysisbótum.

Af hverju borgar samfélagið einhverjum fyrir að gera ekki neitt, þegar sá hinn sami gæti verið einhvers staðar annars staðar að vinna samfélaginu gagn? Af hverju bjóðum við ekki upp á öryggisnet í formi þess að fólkið í landinu geti á hverjum tíma gengið í örugg íhlaupaverk og fengið greitt fyrir þau, í stað þess að greiða þeim atvinnuleysisbætur?

Þetta hefur ótal kosti:

  • Þessir peningar samfélagsins fara í að skapa verðmæti og efla samfélagið í stað þess að fara í hreint ekki neitt.
  • Fólk sem missir starfið sitt helst í rútínu, hefur hlutverk og þannig minnkar hættan á margvíslegum fylgikvillum atvinnuleysis, s.s. depurð og þunglyndi.
  • Ýmis verk verða unnin sem aldrei hefðu verið unnin annars.

Það er auðvitað að mörgu að huga og ekki sama hvernig þetta er gert. Í fyrsta lagi, þá er ég ekki að tala um atvinnubótavinnu, því í mínum huga felst atvinnubótavinna í að vinna þarflaus verk eins og að eitt teymi verkamanna moki skurð og annað teymi komi svo og moki ofan í hann. Verkefnin sem verða fyrir valinu þurfa að uppfylla allmörg skilyrði, þ.á.m.:

  • Þau þurfa að fela í sér “samfélagsleg verðmæti” af einhverju tagi.
  • Margvísleg verkefni þurfa að vera í boði til að sem flestir geti fundið verkefni við sitt hæfi.
  • Þau mega ekki vera í samkeppni við einkafyrirtæki.
  • Þetta þarf að vera ígripavinna sem fólk er fljótt að komast inn í og getur hætt í án fyrirvara.

Verkefni af þessu tagi eru fjölmörg. Mannfrek verkefni sem ýmsar stofnanir hefur langað til að framkvæma, en ekki fengið fjárveitingu í; verkefni sem myndu gera samfélagið betra, en erfitt er að reikna fjárhagslega réttlætingu fyrir að leggja í, a.m.k. í upphafi. Og þessi verkefni eru af margvíslegu tagi, og gætu því nýtt margvíslega sérfræðiþekkingu sem nú er ónýtt á atvinnuleysisbótum.

Þessi vinna væri líka að mörgu leyti óhefðbundin (rétt eins og atvinnuleysisbætur eru ekki hefðbundin vinna), t.d.:

  • Starfsmaður er enn hvattur til að leita sér að annarri vinnu með sama hætti og gert er í tilfelli atvinnulausra.
  • Uppsagnarfrestur af hálfu starfsmanns er enginn, hann getur hætt án fyrirvara.

Meðan enn er til íslensk bók á Landsbókasafninu sem ekki hefur verið komið á tölvutækt form, meðan enn liggur rusl á götum og ströndum landsins, meðan enn er ógróðursett tré eða óupptekin lúpína, meðan enn á eftir að mála yfir veggjakrot einhvers staðar, meðan enn á eftir að skrá myndir í Ljósmyndasafninu og efni í eigu Ríkisútvarpsins, meðan enn á eftir að fara yfir málskjal í tengslum við hrun bankanna og meðan enn þarf að bægja illa búnum túristum frá eldgosum og sjóðandi hverum, er hægt að fækka fólki á atvinnuleysisbótum.

Þessi verkefni liggja út um allt og fólkið er á lausu. Leiðum þau saman.

Það er nefnilega ekkert til sem heitir atvinnuleysi – bara ónýtt vinnuafl sem bíður þess að komast til starfa við eitthvað uppbyggilegt.

Samþjöppun eigna og galin útlán – það var vandinn

Vanda íslensks efnahagslífs má rekja til tveggja þátta:

  • samþjöppun eignarhalds; og
  • galinnar útlánastefnu bankanna

Hin margvíslegu efnahagslegu vandamál sem við glímum við eru öll afleiðing af eða tilbrigði við þessi tvö stef.

Vandann er sem sagt ekki að rekja til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans eða Ríkisstjórnarinnar þó alla þessa aðila megi gagnrýna og sumir þeirra hafi óumdeilanlega brugðist hlutverki sínu í aðdraganda, hruni og eftirmálum þess.

Vandann er ekki einu sinni hægt að rekja til Icesave, þrátt fyrir það sem ætla mætti á umræðunni. Þvert á móti reyndar. Það liggur við að það sé bannað að hafa orð á því, en Icesave var styrkleiki í íslenska bankakerfinu fyrir hrun, ekki veikleiki og vandinn sem nú er vegna Icesave-skuldbindinganna er afleiðing hrunsins, ekki orsök þess. Innlán styrkja bankakerfi og Icesave var virkilega vel heppnuð innlánastarfsemi.

Það er hins vegar ekki gott að reka banka sem týna 2-3 af hverjum 4 krónum sem þeim er treyst fyrir. Síst af öllu þegar það er sparifé fólks!

Vandinn var með öðrum orðum ekki peningarnir sem komu inn, heldur peningarnir sem fóru út – og komu aldrei til baka.

Í hnotskurn

Aðdraganda hrunsins má í stuttu máli lýsa svona: Þrjár viðskiptablokkir kepptust við og keyptu upp því sem næst allt atvinnulíf á landinu (og margt utan landsteinanna) á uppsprengdu verði fyrir lán frá sjálfum sér og hvorri annarri. Þegar upp var staðið skulduðu þær “sér” líklega í kringum 1500 milljarða króna, en raunverulegt virði eignanna var margfalt minna og því engin leið að þessi lán yrðu borguð til baka. Þegar ljóst var að mörg þessara lána myndu falla í vanskil og ekki var lengur hægt að velta vandanum með endurfjármögnun féllu dómínókubbarnir hratt.

Útlánin voru – eins og dæmin sanna – oft á tíðum hreinlega galin og má fullyrða að aðeins brot af þeim hefðu verið veitt, hefðu bankarnir ekki verið í eigu viðskiptablokkanna sem tóku þau.

Afleiðingar, ekki orsök

Hrunið hafði vissulega margar alvarlegar afleiðingar sem við þurfum að standa straum af. “Smotterí” eins og endurfjármögnun Seðlabankans, fjármögnun nýju bankanna, halli á rekstri ríkisins næstu árin, Icesave-skuldbindingin (hver sem hún verður) og svo fall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu, lækkað lánshæfismat ríkis og fyrirtækja, atvinnuleysi og gjaldeyrishöft.

En munum að þetta eru allt afleiðingar vandans, ekki rót hans. Vandinn sjálfur var samþjöppun eignarhalds og galin útlán.

Þetta grunar mig að verði megin niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Orðið.is: Lóð á vogarskálar Opinna Gagna

Í hádeginu í dag voru úrslitin í verðlaunasamkeppninni “Þú átt orðið” kynnt. Það voru fyrirtækið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem stóðu fyrir þessari keppni.

Forsaga keppninnar

Forsagan er í stuttu máli sú að forritunarteymi Já og forveri þess – fyrirtækið Spurl – sem Já keypti fyrir nokkrum árum* hafa um árabil átt í samstarfi við Orðabók Háskólans (sem nú er hluti Árnastofnunar) á sviði tungutækni. Það samstarf hefur sérstaklega snúist um Beygingalýsingu íslensks nútímamáls, en það er gagnasafn sem inniheldur beygingarmyndir meira en 270 þúsund íslenskra orða.

Já hefur nýtt sér þetta safn með ýmsum hætti, t.d. til að tryggja að leit á vefnum Já.is finni íslensk nöfn, götuheiti, staði og fyrirtæki óháð því í hvaða beygingarmynd fyrirspurnir eru skrifaðar (ertu að leita að “Laugavegi” eða “Laugavegur“, “sýslumaður” eða “sýslumanninum”, o.s.frv.), við gerð tillagna þegar leitarorð eru rangt slegin inn “Leit að ‘laugvegur‘ skilaði engum niðurstöðum. Áttirðu við ‘Laugavegur’?” o.s.frv.

Já-fólk hefur því lengi vitað hvers konar verðmæti felast í þessum gögnum og við vorum nokkuð viss um að þau verðmæti kæmu fyrst almennilega í ljós þegar aðgangur að þessum gögnum væri opnaður frekar. Þannig kviknaði hugmyndin að því að Já myndi styrkja Árnastofnun og gera stofnuninni þannig kleift að aflétta þeirri gjaldtöku sem hingað til hefur verið á notkun þessarra gagna. Það varð úr, og til að hvetja hugmyndaríka einstaklinga til dáða var auk þess ákveðið að blása til þessarar verðlaunasamkeppni.

Opið aðgengi leiðir til nýsköpunar

Orðavindan

1. verðlaun í keppninni hlaut orðaleikurinn Orðavinda

Í stuttu máli tókst þessi tilraun vonum framar. 20 álitlegum verkefnum var skilað inn á tilsettum tíma. Það skemmtilegasta við þau var hversu fjölbreytt þau voru. Þannig náðu t.d. verðlaunaverkefnin fjögur allt frá nýrri málfræðilega áhugaverðri nálgun við orðflokkun, til tölvuleikja og allt frá gagnlegu tóli fyrir vefnotendur, til “startpakka” fyrir forritara sem vilja nýta sér þessi gögn til annarra góðra verka.

Og þetta var vonandi bara byrjunin. Ég er sannfærður um að miklu fleiri en þeir sem tóku þátt í samkeppninni munu nýta sér þessi gögn hér eftir með margvíslegum hætti og veit reyndar af nokkrum slíkum verkefnum sem eru í gangi.

Þessi afrakstur styrkti mig enn frekar í trúnni um það hversu mikil verðmæti er hægt að leysa úr læðingi með því að opna aðgengi að gagnasöfnum á vegum opinberra aðila. Fjársjóðir á borð við þennan liggja vannýttir og jafnvel ónotaðir hjá stofnunum og fyrirtækjum úti um allt land, en gætu orðið að nýjum vörum, nýjum tækifærum og jafnvel nýrri þekkingu ef aðferðafræði Opinna Gagna fengi að ráða.**

Vonandi verður þingsályktunartillagan góða sem samþykkt var í þá veru fyrir áramótin sem fyrst til þess að þessi mál komist á skrið hér á landi.

– – –

* Ég var stofnandi og einn af aðaleigendum Spurl á sínum tíma
** Gögnin í Beygingarlýsingunni eru reyndar strangt til tekið ekki að öllu leyti “opin” skv. skilgreiningu opinna gagna, en sannarlega opnari en þau voru.