He who has never left home is “heimskur”: Current affairs explained through Icelandic etymology

The Icelandic word for “stupid” is “heimskur”. This has long been one of my favorite words, because it comes from the word “heima” which means “home”: He who has never left home is “heimskur” – stupid.

At a book award ceremony in Iceland yesterday, one of Iceland’s best authors pointed out another interesting fact: Icelandic is the only language that also uses the same word for “home” (“heima”) and “the world” (“heimurinn”). Our world is our home, and our home is the whole wide world.

In that sense, the only people who have ever left “home” are the lucky few that have travelled to space. The rest of us are still “heimsk”.

image-20150323-14609-1x0mv4q

What makes this incredibly interesting is that many astronauts have described an enlightening experience that they have when they see the world from space for the first time. A kind of empathy for all of mankind when they see that our home is only a speck of dust in the vastness of space. This experience is in fact so common that it has a name. It’s called the “overview effect“.

With the recent rise of protectionism and nationalism in some circles, this seems highly relevant.

We can´t all travel to space, but we should all strive to think more broadly and openly about the world and those that share our global home.

Don’t be “heimskur” – you’re bigger than that!

Tæknispá 2017

Rithöfundurinn William Gibson sagði eitt sinn að framtíðin væri komin, henni væri bara ekki jafnt dreift. Við fyrstu sýn virðist þetta auðvitað fáránlegt, en hvað tækniþróun varðar er þetta dagsatt: Það sem er þegar orðið hversdagslegt sums staðar í heiminum er enn ár eða áratugi frá því að raungerast annars staðar, og það sem hægt er að sjá á tilraunastofum leiðandi rannsóknastofnana, í rannsóknarsetrum stórfyrirtækja og bílskúrum sprotafyrirtækja eru stundum hlutir sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar allra. Framtíðin er komin þar, hún á bara eftir að komast til okkar hinna.

Hér eru fimm angar framtíðarinnar sem ég held að eigi eftir að verða áberandi árið 2017:

  • Sjálfkeyrandi bílar: Það eru enn 5 ár í að alsjálfvirkir bílar verði í umtalsverðri og almennri notkun á tilteknum svæðum í heiminum og 10 ár þangað til sá veruleiki nær hingað til lands. En það þýðir ekki að tæknin sem þeir byggja á skili sér ekki til okkar hraðar. Hún er raunar þegar farin að gera það. Bílar koma með sífellt fleiri skynjurum og myndavélum sem aðstoða ökumanninn með hljóðmerkjum og betri yfirsýn. Næsta skref eru bein inngrip í aksturinn: „Cruise control” sem tekur mið af hraða umferðarinnar í kringum sig, leiðrétting akstursstefnu ef bíllinn rásar ómarkvisst yfir á næstu akgrein og bein inngrip ef bíll lenti í blinda blettinum, eða það stefnir í árekstur. Þetta magnaða myndband hér að neðan sýnir t.d. hvernig Tesla-bíll á sjálfstýringu sér fyrir hættu og grípur til öryggisráðstafana áður en ökumaðurinn hafði nokkra möguleika á að átta sig á því að einhver hætta væri á ferðum. Tækni af þessu tagi eigum við eftir að sjá í jafnvel ódýrari bílum frá og með komandi ári.

    Fyrsta verulega útbreiðsla bíla án ökumanna verður líklega í vöruflutningabílum. Vöruflutningar eru að mörgu leyti auðveldara úrlausnarefni en hin fjölbreyttu not einkabílsins. Annað sem gæti flýtt fyrir þessari þróun eru öryggismál. Í kjölfar hryðjuverkanna í Nice og Berlín er vel hugsanlegt að þess verði krafist fyrr en síðar að hægt sé miðlægt að grípa inn í akstur – eða að minnsta kosti drepa á – flutningabílum við tilteknar kringumstæður, s.s. þjófnað eða hreinlega ef bílinn reynir að aka nálægt skilgreindum öryggissvæðum.

  • Tekist á við falsaðar fréttir: Dreifing á villandi og hreinlega fölsuðum fréttum og upplýsingum komst í hámæli á árinu 2016, sérstaklega í tenglsum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og Brexit kosninguna í Bretlandi. Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa á þessu sviði eins og öðrum, en það er önnur saga.

    Það eru margvíslegar áhugaverðar siðferðisspurningar í þessum efnum sem ekki verða leystar með tækninni, en flestum ber þó saman um að það sé eðlilegt að vekja athygli á því ef efni sem sett er fram í fréttaformi er beinlínis uppskáldað eða rangt farið með mál í grundvallaratriðum. Að mörgu leyti minnir þetta vandamál á ruslpóst sem fór langleiðina með að eyðileggja tölvupóst sem samskiptaleið í lok síðustu aldar (meira en 90% allra póstsendinga voru ruslpóstur) og „falskar“ leitarniðurstöður sem gerðu bestu leitarvélar vefsins, s.s. AltaVista, Hotbot og Yahoo ónothæfar um svipað leyti. Í báðum tilfellum var lausnin svipuð: Samtvinnun „mannlegra“ upplýsinga og sjálfvirkra algríma. Google á tilvist sýna hreinlega að þakka yfirburðum í að takast á við síðarnefnda vandamálið.

    Lausnin á dreifingu villandi upplýsinga verður líklega með svipuðum hætti. Efni sem er augljóslega bull verður síað í burtu alfarið (nema etv. fyrir þá sem kjósa að sjá það sérstaklega) og grunsamlegt efni merkt sérstaklega eða sett í sérstakt „hólf“, ekki ólíkt því sem við þekkjum flest með ruslpóst úr tölvupóstinum okkar. Facebook er þegar farið að gera tilraunir með þetta sem lofa góðu.

  • Tæknirisarnir sífellt líkari: Munurinn á stærstu tæknirisum samtímans fer sífellt minnkandi. Þó Amazon, Google, Microsoft og Apple eigi uppruna sinn í afar ólíkum geirum og meginstarfsemi þeirra sé enn nokkuð ólík er sífellt meiri skörun á milli þeirra. Amazon var upphaflega bókabúð, en er nú heimsins stærsti sölu- og rekstraraðili gagnavera. Apple byrjaði sem tölvuframleiðandi, en leggur nú ekki síst áherslu á endursölu hugbúnaðar í gegnum App store. Google var leitarvél (og auglýsingasali), en hefur hellt sér á fullt í símaframleiðslu. Og staðnaði hugbúnaðarrisinn Microsoft er að verða „kúl“ aftur með verkefnum eins og HoloLens, kaupum á LinkedIn og ótrúlega vel heppnaðri yfirfærslu á mjólkurkúnni Office yfir í skýjaþjónustuna Office 365. (a.m.k. viðskiptalega).

    Allir þessir aðilar framleiða nú farsíma, allir bjóða upp á „cloud computing“ þjónustu, a.m.k. 3 þeirra eru að gera tilraunir með sjálfkeyrandi bíla og allir bjóðast til að geyma myndir og önnur persónuleg gögn í misgóðum vefþjónustum. Facebook nálgast svo þennan hóp úr enn einni áttinni.

    Þessi þróun mun halda áfram og pressan er að mörgu leyti á Apple, sem er nú stærsta fyrirtæki heims, en svolítið að „missa kúlið“. Undir stjórn Steve Jobs gerði Apple ekki bara kúl hluti, Apple gerði hluti kúl. Tim Cook hefur ekki – frekar en aðrir – sömu hæfileika og Jobs í því og nýlegar vörur á borð við úrið Apple Watch og nýjustu útgáfur af iPhone hafa ekki staðið almennilega undir væntingum. Apple mun líklega leggja mikið upp úr 10 ára afmælisútgáfu iPhone sem væntanleg er á árinu. Ef þeir finna ekki kanínu í þeim hatti spái ég því að Google sigli hægt og rólega fram úr þeim á næstu 1-2 árum í bæði markaðsvirði og áhrifum.

  • Viðbættur veruleiki og sýndar-: Í tæknispánni í fyrra talaði ég um sýndarveruleikann og ekki síst hlut íslenskra fyrirtækja í framvarðarsveit þar. Útbreiðsla sýndarveruleikatækja hefur ekki verið jafn hröð og bjartsýnustu spár sögðu til um, en allir helstu framleiðendur á þessum markaði stigu stór skref á árinu og hvert skref sýnir betur möguleika tækninnar. Allir framleiðendurnir eiga þó eftir 2-3 ítranir í viðbót þangað til þessi tæki eiga möguleika á almennum markaði. Gefum þessu 3-4 ár.

    Microsoft kom líka nokkuð á óvart með HoloLens-tækninni sinni sem er á sviði „viðbætts veruleika“ (e. augmented reality) sem blandar saman þrívíðum hlutum og stafrænum heimi tölvunnar við raunveruleikann og þannig „birtast“ hlutir í umhverfinu sem eru alls ekki þar. HoloLens er ekki enn komið á almennan markað og Microsoft hefur ekki gefið út hvenær svo verður, en tæknin er lygilega góð. Sýndarveruleikatæknin er umfram allt leiktæki, en viðbættur veruleiki á talsvert fleiri og augljósari praktísk not, allt frá heilbrigðisgeiranum til hermennsku (sem er auðvitað ekki praktík, en þið skiljið hvað ég á við) og skrifstofuvinnu til iðnaðarsmíða. Það er ekki ólíklegt að það eigi eftir að flýta þessari þróun eitthvað.

    Í þessum geira er líka sprotafyrirtækið Magic Leap sem mikið „hæp“ hefur verið í kringum. Fyrirtækið hefur fengið stjarnfræðilegar upphæðir í fjármögnun og lofsamlegar umsagnir frá sumum af virtustu tæknifrömuðum heimsins, en einhvernveginn finnst mér fyrirtækið líklegt til að verða fórnarlamb ofurvæntinga sem ekki verður vinnandi vegur að standa undir. Eða ég hef rangt fyrir mér og það er alger bylting í afþreyingu og samskiptum á næsta leyti. Umfjöllun Wired um fyrirtækið er í öllu falli þess virði að lesa og láta sig dreyma.

  • Á Íslandi – Quiz-up áhrifin og fleira: Á Íslandi ætti að verða bæði uppskera og sáning í sprotageiranum. Við ættum að fara að sjá talsvert meira til þeirra fyrirtækja sem stóru sjóðirnir þrír: Frumtak II, SA Framtak og Eyrir Sprotar hafa verið að fjárfesta í, og einhver fyrirtæki úr fyrri sjóði Frumtaks eru líkleg til að fá einhvers konar „exit“ fljótlega. Það er að sumu leyti óheppilegt að þessir sjóðir hafi allir farið af stað á nákvæmlega sama tíma. Hefðu mátt vera 1-2 ár á milli þeirra til að sjá betri dreifingu í svona fjárfestingum. En sannarlega betra að hafa þá en ekki! Svo er að fara af stað nýr sjóður – Crowberry Capital – með örlítið aðrar áherslur sem mun hjálpa til við frumfjármögnun fyrirtækja. Það sama gildir um hinn nýja styrkjaflokk Tækniþróunarsjóðs – Vöxt – en hvort tveggja mun hjálpa til við að brúa gat sem hefur verið í íslenska fjármögnunarumhverfinu. Aflétting hafta á líka að hjálpa, þannig að heilt yfir hefur fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja aldrei verið betra hér á landi.

    Það gætir þó svolítilla „ruðningsáhrifa“ frá ferðageiranum um þessar mundir, bæði í því að hann dregur til sín fólk úr tæknigeiranum eins og öðrum, en ekki síður í gengi krónunnar sem hefur fært Ísland í mjög dýran flokk þegar kemur að hugbúnaðarstörfum. Þetta hefur allt áhrif, og ekki síst eru þessar sífelldu hag- og gengissveiflur til trafala við uppbyggingu í geiranum. Mikill kostnaður, sem útleggst í raun sem há laun á alþjóðlegan mælikvarða, er ekki endilega vandamál. Að mörgu leyti ættum við að líta á það sem kost – en sveiflur endanna á milli á kostnaðarskalanum á örfáum árum gerir alla áætlanagerð erfiða og uppbygginguna ómarkvissa.

    Við eigum við eftir að sjá nokkur ný sprotafyrirtæki spretta úr þeim jarðvegi sem endalok starfsemi Plain Vanilla á Íslandi skilur eftir sig. Þar er fólk sem hefur öðlast mikilvæga reynslu af alþjóðlegri sprotastarfsemi, myndað tengsl og skilning á því hvað þarf til að byggja upp og reka lausnir af skala sem fá ef nokkur íslensk fyrirtæki hafa áður gert. Þrátt fyrir endalokin, þá mun QuizUp áhrifanna gæta lengir, rétt eins og OZ-áhrifanna gætir enn frá því 15 árum fyrr.

Það stefnir með öðrum orðum í spennandi tækniár að venju og með vísun í orð Gibsons hér í upphafi get ég ekki beðið eftir að framtíðin dreifi betur úr sér.

Gleðilegt tækniár.

— — —

Fyrst birt á Kjarnanum.

You want to start a company. But why?

Having been through the startup process several times (DataMarket was my fourth as a founder), I have come to the conclusion that the most important part of starting a company is for the founder or founders to think about and agree upon why they want to build the company in the first place, and what they want to achieve. Interestingly enough, this is typically not a priority for founding teams. Working on “the what” – i.e. building the product, growing the team, funding the operations, figuring out how to make the business model work, etc. – is so challenging, time consuming and exciting that we never stop to think about “the why”. Why do we want to start a company? What is our motivation, our purpose and our end goal? But thinking about this in the beginning will help guide many important decisions further down the road.

Let’s imagine a few possible motivations one might have for doing their own startup:

  • Autonomy: Wanting to be independent, working for yourselves and not be controlled by somebody else’s agenda.
  • Desire to create: Wanting to see your idea become a reality.
  • Riches: You want to become wealthy.
  • Glory: You want to become known for your creation whether in certain circles or simply become famous.
  • Fun: You’re in it for the excitement and the joy of working with a good group of co-founders and co-workers.
  • Challenge: You want to prove to yourselves (and/or others) that you can achieve something that’s notoriously hard to do.

There are surely other possible motivations, and most likely your motivations are a combination of more than one of those. But you should really think about what they are, because this will help guide you through some key decisions as you build your company. What follows is an attempt to illustrate that for a few key areas.

The team

The most important part of any start-up – or any company for that matter – is the people. However, the composition, size and nature of your team may be guided by your core motivations. If your primary motivation is to become rich, you may want to have a smaller founding team. If your primary motivation is to have fun, you might focus on a different group of people, and if it’s autonomy you’re after you most likely want to make sure you are the one(s) in charge. It might also change how you want to compensate the team, who get’s in on a founding share, who gets stock options, how much you pay in salaries, bonuses, etc. It is even likely to guide how fast you want to grow the team, and how urgently you want to fill certain positions.

The funding

When it comes to the funding strategy, your core motivations have to be crystal clear. We’re so used to the startup stories that make the headlines that we tend to think about this almost as a single track: First you bootstrap and/or self fund, then you take in an angel investment, next a seed or Series A, then Series B, C, D, etc. until you IPO (or get acquired somewhere along the way). It is true that in most cases as soon as you take in external funding from a typical outside investor, this is the expected path. Money may already be one of your motivations, but rest assured that for outside investors it is almost guaranteed to be the primary – if not the only – reason they want to be involved.

There is nothing wrong with that. In most cases that is the reason for their existence as “investors” (otherwise they would be called something else, like “givers” or “splurgers”). But if you have other motivations too, you now have conflicting interests. When you take in an investment, money becomes the primary target, and you’ve started down the single-track path described above.

If your core motivations are any different, the honest thing to do is to either have an open discussion with your potential investors before they come on board or give in to the fact that money is now your primary game. Some – especially early stage – investors will in fact be open to a different or supplementary agenda. And all of them will appreciate your honesty. You will too, even if it ruins some of your funding opportunities. Also: You may have to compromise some of your motivations in order to achieve others. Many ideas are very hard to make a reality without serious funding, so even if your primary motivations are different, you’ll have to make the money part work out too.

There are other paths, less traveled in the tech startup world. In fact most businesses outside that world are started with much more modest plans and needs for funding, and yet they sometimes manage to make their founders well off, or flat out rich without ever taking in outside funding. This usually takes longer, and doesn’t get as big as a Silicon Valley-type startup, but can get quite big nevertheless.

And this is where your best interests and those of a typical VC investor may diverge significantly. Their business is about maximizing their potential upside even by taking excessive risk: Go big, or go home.

Modest success is not among their desired outcomes, but it may well be yours.

The end-game

Are you prepared to see your baby go? On the typical start-up route there are only three possible outcomes: an acquisition, an IPO or – the most common one – a failure. In the case of an IPO or an acquisition you may still be in a position to control some things, but getting there will take years of good fortune and great execution. Well before the exit you are likely to hold a minority of the shares, often a smaller stake than one or more of your investors. You will be in control as long as everything is going relatively well, but if things go south – you’re no longer in a position to control the outcome. The same is true after an exit. In the case of an IPO you will now be subject to the forces of the markets, quarterly filings, growth and profit expectations and general emphasis on short-term results. Often at the cost of longer term goals. In the case of an acquisition, your level of control will depend on the motivations and goals of the acquirer, as well as the success executing on those plans after the acquisition.

But all of this may be fine. By this time, you may well have reached your goals. The product is out there, the money is in the bank, you managed to pull of something extremely hard that most that try fail at, and you may still be having a lot of fun and autonomy. In fact, even in the case of a “failure”, many of your motivations may have been met.

But if you didn’t think about your motivations beforehand, you may actually realize that you went down a path where your motivations or those of some of your team members weren’t fulfilled. That’s why spelling them out, discussing them and monitoring them on the way is so important.

– – –

Originally published as a guest article on Northstack

Virkjum Andra Snæ!

CLD160513__DSC2211-1024x576Við erum heppin í forsetakosningunum í þetta sinn. Við höfum úr nokkrum góðum kostum að velja – og það er ekki sjálfgefið. Við skulum að fagna því sérstaklega að gott fólk gefi kost á sér til opinberra starfa fyrir okkur.

Þrátt fyrir það var ég ekki í vafa um mitt val frá þeirri stundu sem ljóst var að Andri Snær Magnason myndi gefa kost á sér til embættisins. Ástæðurnar fyrir því eru einfaldar: Andri Snær hefur skýra, skemmtilega og jákvæða framtíðarsýn. Framtíðarsýn sem ég deili með honum.

Ég veit að Andri er áhugamaður um margt, en í framboði sínu til forseta hefur hann lagt áherslu á þrjú málefni öðrum fremur:

  • Umhverfið: Andri talar fyrir skýrum áherslum í umhverfismálum. Langtímasýn og skynsamlegri nýtingu á auðlindum okkar samhliða fræðslu og staðfastri stefnumótun. Við Íslendingar erfðum miklar auðlindir, Andri mun hvetja okkur til að fara vel með þann auð sjálfum okkur og komandi kynslóðum til heilla.
  • Tungumálið: Af fáu eru Íslendingar stoltari en tungumálinu sínu. Sem farsæll og óvenjulega hugmyndaríkur rithöfundur hefur Andri sýnt að hann kann svo sannarlega að fara með málið. Andri hefur verið ötull við að hvetja börn og ungt fólk til lestrar, sem og stjórnvöld til að standa að nauðsynlegum stuðningi svo íslenskan verði ekki útundan í hinni öru þróun tækninnar. Íslenskan er mikilvægt mál og forsetinn getur beitt sér í því.
  • Lýðræðið: Andri hefur tekið skýra afstöðu með því að koma á nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra draga sem samin voru af Stjórnlagaráði. Nú er það raunar svo að setjist maður niður og skoði – hlutlægt – núgildandi stjórnarskrá og þau drög sem fyrir liggja að nýrri, er svo gott sem ómögulegt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að sú nýja sé ekki bara nútímalegari, heldur einnig skýrari og fallegri. Svo er hún líka íslensk, ekki dönsk. Þjóð meðal þjóða hlýtur að vilja sína eigin stjórnarskrá.

Andri Snær vill nota forsetaembættið til að vekja athygli á þessum málum og hefja upp umræðuna um þau. Hann hefur auðvitað þegar sýnt og sannað að hann getur hrifið fólk með sér og haft mikil áhrif, enda hefur hann einstaka hæfileika í því að tengja saman fólk, tengja saman hugmyndir og miðla málefnum með áhrifamiklum hætti. Í forsetaembættinu mun rödd hans heyrast enn víðar og betur en áður. Til þess ættum við að veita Andra brautargengi.

Andri sprettur úr fjölbreyttum jarðvegi. Bjó ungur í útlöndum og kynntist líklega meiri fjölbreytni þar en flest okkar íslensku heimalninganna; kynntist náið íslenskri sveit þar sem innprentuð er virðingin fyrir lífinu, landinu og náttúrúnni, en líka vinnusemi, nýtni og hugkvæmni; og hefur svo starfað með skapandi fólki sem skilur hvernig með hugvitinu einu saman er ekki aðeins hægt að skapa mikil verðmæti, heldur hreinlega framtíðina sjálfa. Þessi blanda hugnast mér vel og ég hef trú á því að hún gefi manni heilbrigða sýn á heiminn, hvert hann stefnir og hvernig hægt er að hafa áhrif á hann.

Andri Snær er frambjóðandinn sem stendur fyrir allar þær breytingar sem ég – og margir fleiri – vilja sjá á íslenskri umræðu, íslensku samfélagi og íslenskum áherslum.

Verum ekki hrædd við að kjósa breytingarnar þegar þær bjóðast: Virkjum Andra Snæ Magnason!

Þrjú leyndarmál: Útskriftarræða við ML

skoli-1Skólameistari, Bubba, fyrrverandi nemendur, aðrir gestir, en umfram allt auðvitað þið – kæru stúdentar,

Ég man vel hvað mér leiddist þetta gamla fólk sem var að koma hérna upp og halda leiðindaræður á útskriftardaginn okkar. Það var þetta gamla lið, og svo einhver formlegheit sem stóðu í vegi fyrir því að við gætum hlaupið héðan út eins og nautgripir að vori, haldið okkar útskriftarveislur og svo áfram út í lífið sem beið okkar fullt af tækifærum þarna úti.

Nú er ég einn af þessum gömlu köllum – og ég fæ tækifæri til að hefna fyrir þessi ósköp með því að halda enn lengri og leiðinlegari ræðu yfir ykkur!

Ég er bara að grínast. Ræðan sem ég ætla að halda er ekkert svo löng!

Árin á Laugarvatni eru meðal allra bestu ára ævi minnar og ég veit að margir af bekkjarfélögum mínum myndu segja það sama. Ég veit líka að þið eigið eftir að líta til baka seinna og hugsa það sama. Það sem gerist þegar stór hópur af fólki býr saman á orkumesta og hugmyndaríkasta skeiði ævi sinnar er ótrúlegt. Ég hef stundum sagt að það ætti að skylda alla til að ganga í heimavistarskóla að minnsta kosti hluta af sinni skólagöngu. Það er einstaklega þroskandi og mótandi og undirbýr mann undir margt sem seinna kemur í lífinu. Þið farið héðan með vinskap sem mun vara ævina á enda, tengsl sem munu koma sér vel við ótrúlegustu tækifæri síðar í lífinu – og auðvitað úrvalsgóða menntun sem þið munið búa að í framtíðinni.

Fyrir mig, sem dæmi, stofnaði ég mitt fyrsta fyrirtæki með þremur skólafélögum mínum frá Laugarvatni innan við ári eftir að við útskrifuðumst héðan. Og ég hef eiginlega ekki gert annað síðan. Ég hef stofnað og byggt upp fjögur hugbúnaðarfyrirtæki síðan ég var hér í skólanum og með einum eða öðrum hætti get ég sagt að fólkið sem ég kynntist á Laugarvatni hafi tengst þeim öllum – hvort sem það hefur verið samstarfsfólk mitt, viðskiptavinir eða hlaupið undir bagga með reddingar þegar mikið reið á.

Það sem mig langar að tala aðeins um í dag eru leyndarmál. Mig langar að segja ykkur þrjú leyndarmál sem ég hef lært á þessum 20 árum sem liðin eru síðan ég útskrifaðist héðan. Leyndarmál sem mig grunar að við lærum öll eftir þvi sem við eldumst og þau ykkar sem eruð enn eldri en ég eruð líklega búin að læra enn betur en ég.

En áður en ég byrja á þeim, langar mig reyndar að ljóstra upp einu leyndarmáli frá árunum hér á Laugarvatni. Þetta er eiginlega játning, og ég verð bara að treysta því að hafi annað hvort skólareglurnar eða landslög verið brotin þá séu þau brot nú fyrnd!

Þannig er að ég og ónefndur félagi minn höfðum ákaflega gaman af því að skoða afkima skólahússins. Eins og mörg ykkar örugglega vita er til dæmis stórt rými í risinu yfir aðalbyggingu menntaskólans sem hægt er að komast inn í í gegnum litla hurð í Turninum. Könnunarleiðangrar þar voru alltaf áhugaverðir og greinilegt að margir árgangar höfðu komið þar við – í margvíslegum erindagjörðum – í gegnum árin. Eru einhverjir hér sem kannast við þetta?

Aðrir vita líka sjálfsagt að undir endilangri skólabyggingunni eru lagnagöng. Göngin – ef mig misminnir ekki – eru kannski 60×60 sentimetrar að stærð og vel hægt að skríða þar inn. Einhvern daginn tókum við félagarnir okkur til og ákváðum að kanna þennan stað. Undirbúningurinn var nú ekki meiri en svo að við vorum ekki einu sinni með vasaljós og þetta var fyrir tíma farsímanna, svo ekki naut þeirrar birtu við – bara skímunnar frá opinu í vesturendanum. Það var svo sem greinilegt að við vorum ekki fyrstu landkönnuðirnir þarna heldur, en um það bil miðja vegu inn göngin voru þó lagnir á þvers og kruss og göngin þrengdust verulega. Grindhoraðir unglingarnir sem við vorum tókst okkur að smeygja okkur þarna framhjá og áfram inn. Og þegar við teljum okkur vera að nálgast enda ganganna birtist smá skíma í gegnum hringlaga op á gangnaveggnum. Við áttum okkur nú ekki alveg á þessu gati, en í gegnum það kemur nokkuð vegleg lögn. Þar sem við erum þarna að reyna að átta okkur á hvar við séum staddir og hvaðan lögnin komi heyrast talsverðir skruðningar í téðri lögn og félaga minum verður að orði stundarhátt: “Heyrðu, þetta er klósettið hjá Svenna kokki” – sem þá átti heima í íbúðinni inn af mötuneytinu. Félaganum lá hins vegar ef til vill helst til hátt rómur og handan við vegginn heyrist barnsrödd: “Pabbi! Klósettið er að tala við mig!”, hverju Svenni svarar að bragði lengra innan úr íbúðinni: “Hvaða vitleysa er þetta í þér barn!”

Þannig að: Svenni, ef þú átt ríflega tvítugan son eða dóttur sem trúir því að klósett geti talað, þá veistu a.m.k. núna hverjum þú getur kennt um!

En frá leyndarmálum menntaskólans að leyndarmálum lífsins!

1. Fullorðið fólk er ekki til

Fyrsta leyndarmálið sem ég ætla að trúa ykkur fyrir er að fullorðið fólk er ekki til! Þið hlakkið ef til þess dags þegar þið verðið svona þroskuð og fullorðin og virðist hafa svörin við öllu – eins og ég. Vera búin að átta ykkur á öllu þessu varðandi lífið sem virðist svo flókið núna: Hvað á ég að læra? Við hvað á ég að vinna? Hvernig í ósköpunum á ég að geta keypt mér íbúð? Og hvernig getur einhverjum í alvöru þótt viskí gott á bragðið?

Málið er bara að þessi dagur rennur aldrei upp. Við – “fullorðna fólkið” erum öll að “feikaða”, allan daginn. Við vitum ekkert hvað við erum að gera og lifum í sífelldum ótta um að einhver komist að því. Þetta verður alltaf augljósara eftir því sem við verðum eldri og í kringum fertugt er þetta orðið alveg augljóst. Viðbrögð sumra til að fela þetta er að taka sig voðalega alvarlega og reyna að haga okkur eins og við höldum að fullorðið fólk eigi að haga sér. En þetta eru alger mistök. Þvert á móti er mikilvægt að vernda barnaskapinn. Hlæja, leika sér, fíflast og ekki taka hlutunum of alvarlega.

Þegar konan mín var að verða þrítug lagðist það illa á sálina á henni. Henni fannst hún vera að verða gömul. Ég heimsótti vin okkar – listmálara – sem þá var nýorðinn fimmtugur og leitaði hjá honum ráða varðandi unga og upprennandi listamenn hvers listaverk ég gæti keypt til að gefa henni í tilefni tímamótanna og þessir aldurskomplexar konunnar bárust í tal. Ég rifja svarið hans upp reglulega.

“Já, ég man vel eftir þessu þegar ég var að verða þrítugur. Ég var alveg miður mín! Mér fannst ég enn svo barnalegur, engu hafa áorkað og ætti eftir að gera svo margt í lífinu. Ég man ekki eftir neinu sérstöku í kringum fertugsafmælið, en núna þegar ég var að verða fimmtugur var þessu algerlega öfugt farið. Ég var gríðarlega ánægður með aldurinn, ég var nefnilega enn svo barnalegur, hef enn engu áorkað og á enn eftir að gera svo margt í lífinu!”

Þetta er einmitt rétti andinn. Og ef þið trúið ekki enn að fullorðið fólk sé ekki til: Kíkið þá upp í matsal í kringum miðnættið í kvöld. Ég trúi því og treysti að þar verði, ekki bara 20 ára stúdentar, heldur 30, 40 og jafnvel 50 ára að haga sér alveg eins og unglingar!

2. Samkennd er mikilvægasti hæfileiki 21. aldarinnar

Annað leyndarmálið er að einn mikilvægasti hæfileikinn í lífinu er samkennd. Samkennd er er reyndar orð sem margir misskilja. Samkennd – eða það sem upp á ensku nefnist “empathy” – er ekki það sama og samúð, eða vorkunn. Samkennd er einfaldlega hæfileikinn til að setja sig í spor annarra og sjá hlutina með þeirra augum.

Þessi hæfileiki nýtist í öllum öngum lífsins, hvort heldur er til að setja okkur í spor foreldra okkar þegar þeir skilja ekki af hverju við komum ekki í sunnudagsmatinn, barnanna okkar þegar þau verða alveg ómöguleg en þurfa í rauninni bara að pissa, eða annarra í samfélaginu þegar stórar pólitískar ákvarðanir eru teknar, til að mynda um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eða styrkjakerfi landbúnaðar. Það er nefnilega ekki svo að einn hópur hafi endilega rétt fyrir sér og annar rangt, þeir nálgast málin einfaldlega á ólíkum forsendum og með ólíka forgangsröðun og eina leiðin að skynsamlegri niðurstöðu er að skilja sjónarhorn hinna og finna þá málamiðlun sem nýtist samfélaginu best sem heild. Við erum nefnilega ekki bara einstaklingar, heldur líka hlutar af stærri heild. Samfélagi. Og einstaklingunum farnast öllum betur þegar samfélaginu farnast betur.

Það er reyndar svo að í viðskiptalífinu – trúið því eða ekki – er mikil vitundarvakning um mikilvægi þess að geta sett sig í spor annarra. Víðlesin grein sem birtist í viðskiptatímariti fyrr á þessu ári bar titilinn “Samkennd er mikilvægasti hæfileiki 21. aldarinnar”. Sjálfur vinn ég hjá fyrirtæki sem hreinlega bara í þessari viku sendi alla æðstu stjórnendur sína – mig þar á meðal – til Miami í 3 daga til þess að taka þátt í eins konar borðspili sem setti okkur í spor annarra í fyrirtækinu við ýmiskonar ákvarðanir sem þau gætu staðið frammi fyrir við rekstur fyrirtækisins. Og já, ég hugsaði alveg eins og þið: Mikið rosalega hlýtur þetta að vera hallærislegt. Sú skoðun snerist svo sannarlega við og ég held að þetta hafi verið ein lærdómsríkasta vika ævi minnar.

Þið getið svo rétt ímyndað ykkur hvað það kostar að senda meira en 100 manns alls staðar að úr heiminum á fínt hótel í Miami til að gera eitthvað svona og taka dýrmætan tíma þeirra frá öðrum störfum á meðan. Fyrirtæki myndi aldrei leggja í slíkan kostnað nema sjá fram á að fá hann margfalt til baka.

Segið svo að það sé ekki mikilvægt að halda áfram að leika sér!

3. Heimurinn er betri en þið haldið

Þriðja og síðasta leyndarmálið sem mig langar að trúa ykkur fyrir er að öfugt við það sem halda mætti af lestri frétta eða samfélagsmiðla hefur heimurinn aldrei verið öruggari, friðsælli og aðgengilegari en einmitt um þessar mundir. Fjöldi þeirra sem látast í stríðum er minni síðasta áratuginn en nokkurn tímann síðustu 100 árin, og hlutfallslega sennilega síðan snemma á miðöldum – ef nokkurn tímann í mannkynssögunni. Þetta er meira að segja satt þrátt fyrir hörmungarnar í Sýrlandi – þó afleiðingarnar þeirra standi okkur aðeins nær heldur en flestra þeirra stríða sem geisað hafa síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk.

Glæpum hefur snarfækkað um allan heim, sérstaklega á Vesturlöndum, langflestir skæðustu sjúkdómar sem herjuðu á mannkynið á árum áður hafa verið beislaðir og líkurnar á því að láta lífið við vinnu sína eru nánst engar miðað við það sem áður var.

Fréttirnar birta okkur nefnilega mjög skakka mynd af heiminum. Þær segja okkur frá því sem er óvenjulegt, því sem hefur breyst síðan í gær, því sem passar inn í 24 tíma fréttakvörnina. Þær segja okkur hins vegar ekkert frá stórmerkilegum hlutum sem hafa staðið yfir í langan tíma, eða breytingum sem verða hægt og rólega. Eldgos eru sem dæmi yfirleitt fréttnæm, en vissuð þið að úti fyrir Ítalíu er eldfjallaeyjan Stromboli þar sem staðið hefur yfir eldgos nánast samfellt í 2000 ár? Fréttirnar sögðu okkur heldur ekkert frá því hvernig internetið og farsíminn hafa gerbreytt daglegu lífi fólks á 1-2 áratugum. En þær segja okkur frá þessum ótrúlega fáu flugslysum sem verða á ári – og fyrir vikið verðum við flughrædd. Trúið mér, það er þegar HÆTT verður að segja frá flugslysum í fréttunum sem þið ættuð virkilega að hugsa ykkur um!

Við hræðumst flugslys, hryðjuverk og tilefnislausar árásir í miðbænum, á sama tíma og við úðum í okkur óhollum mat, hreyfum okkur ekki nóg og reykjum þó við vitum að við eigum næstum öll eftir að deyja annað hvort úr hjartasjúkdómum eða krabbameini. Hræðsla okkar er órökrétt og hún kemur í veg fyrir að við njótum lífins til fulls. Við höfum nánast ekkert að óttast.

Sjálfur hef ég verið svo heppinn að geta ferðast víða – þar á meðal á mjög fáfarnar slóðir. Þið hefðuð átt að heyra hvað ættingjar okkar, samstarfsfólk og vinir sögðu þegar við konan mín skipulögðum ferð til Úganda og Rúanda. Eða þegar ég fór einn míns liðs í gönguferð um Eþíópíu fyrr á þessu ári. Enda er það sem fólk veit um þessi lönd ekki eitthvað sem maður setur á forsíðu ferðabæklinga: Úganda = Einræðisherran ægilegi Idi Amin, Rúanda = þjóðarmorð, Eþíópía = Hungursneið. En valdatíð Idi Amin lauk 1979, átökunum í kjölfar þjóðarmorðanna lauk 1997 og efnahagur Eþíópíu hefur – þrátt fyrir að vera enn sárafátækt land – vaxið hraðar en nokkurs annars lands í heiminum síðasta áratuginn. Fjöllin í Eþíópíu eru aftur á móti engu minni að mikilfengleik en Grand Canyon, 200 kílóa fjallagórillurnar í Rúanda eru spakari en meðal íslensk rolla, og flúðasiglingarnar í Úganda miklu svakalegari en í Austari Jökulsá. Það veit bara næstum enginn af þessum stöðum.

Þannig að: Ekki vera hrædd við heiminn. Nýtið ykkur tækifærið sem felst í því að vera uppi á einstökum tímum þegar heimurinn er friðsælli og aðgengilegari en nokkru sinni fyrr. En undirbúið ykkur auðvitað vel. Hugrekki er dyggð, en fífldirfska er löstur.

Kæru stúdentar. Ég lofaði víst að þetta yrði ekki langt. Það er ekki víst að ég hafi staðið við það, en ég vona að þetta skilji eitthvað eftir til að hugsa um og muniði:

  • Fullorðnir eru ekki til
  • Samkennd er mikilvægasti hæfileiki 21. aldarinnar; og
  • Heimurinn er betri en þið haldið

Megi ykkur vegna sem allra best í hverju svo sem þið takið ykkur fyrir hendur í framtíðinni. Hún er ykkar. Til hamingju með daginn.

– – –

Flutt fyrir hönd NEMEL og 20 ára útskriftarnema við útskrift frá Menntaskólanum að Laugarvatni 28. maí 2016

Tæknispá 2016

Ég hef stundum (2006, 2008, 2009, 2010, 2014, 2015) gert það að gamni mínu í upphafi árs að spá fyrir um hluti sem muni einkenna komandi ár í tæknigeiranum, þá sérstaklega frá íslensku sjónarhorni.

Þetta hefur gengið upp og ofan og dæmi hver fyrir sig, en ég er að minnsta kosti ekki enn af baki dottinn. Hér koma nokkur atriði sem ég tel að muni einkenna komandi ár:

  • Gervigreind: Það eru vægast sagt ótrúlegir hlutir að gerast í heimi gervigreindar þessi misserin. Þetta á eftir að vera stóra sagan í tækniheiminum öllum á komandi árum og á eftir að hafa áhrif á allt! Ég ætla bara að nota stóru orðin: Þetta mun hafa að minnsta kosti jafn mikil – ef ekki meiri – áhrif á heiminn en tilkoma internetsins.

    Í stuttu máli er það sem hefur gerst að menn eru að ná svo góðum tökum á djúpum tauganetum (e. deep neural networks) að það jafnast á við getu mannsheilans þegar kemur að tilteknum, afmörkuðum verkefnum. Auðveldast er að hugsa þetta þannig að allt sem menn geta þjálfað sig til að gera “án umhugsunar” (hugsun sem á sér stað í “System 1” fyrir þá sem hafa lesið Thinking Fast and Slow eftir Kahneman) verður hægt að þjálfa tölvur til að gera – og í mörgum tilfellum betur en menn. Allt frá því að keyra bíla (sem raunar er svo gott sem leyst vandamál nú þegar), til þess að þekkja fólk á myndum, til þess að “diktera” talað mál jafn vel og mennskur ritari, til þess að greina sjúkdómseinkenni útfrá röntgenmynd. Allt!

    Þetta mun hafa gríðarleg áhrif og gerbreyta mörgu í okkar nánasta umhverfi á næstu 10 árum. Heilt yfir er þetta þróun sem er til hins góða, en það munu verða heilmikil samfélagsleg áhrif af því líka þegar fjöldinn allur af ósérhæfðum störfum verður betur leystur með tölvu en með fólki.

    Ég ætla ekki að halda því fram að áhrifin á nýhöfnu ári verði mjög áberandi. Þó munum við mörg hafa rekið okkur á eitthvað sem nýtir þessa tækni áður en árið er úti. Hins vegar verður þetta allra heitasta sviðið í nýsköpunarheiminum, og við munum sjá fjöldan allan af fyrirtækjum spretta upp sem nýta þessa nýju tækni, sem öfugt við margar fyrri tæknibylgjur byggir nær algerlega á opnum hugbúnaði. Kapphlaupið núna snýst að mörgu leyti ekki um tæknina sjálfa, heldur um bestu gögnin til að þjálfa þessa tækni til margvíslegra verka og þar er enn og verður talsvert um gögn í einkaeigu sem munu gera þeim fyrstu og bestu kleift að eigna sér tiltekin svið í þessum geira.

    Mér vitanlega eru mjög fáir að veita þessu sviði athygli á Íslandi enn sem komið er, og er það mjög miður.

  • Sjónvarp framtíðarinnar – loksins: Fyrir bráðum 10 árum skrifaði ég pistil sem nefndist “Afþreying framtíðarinnar“. Þar lagði ég útfrá þáttunum Rockstar Supernova þar sem “Magni okkar” dró þjóðina með sér í eitt af sínum alræmdu æðum. Undirliggjandi var þetta: Í framtíðinni mun línuleg dagskrá leggjast af og fólk horfa á það efni sem það vill, þegar það vill, með þeirri undantekningu að beinar útsendingar, hvort heldur frá íþróttaviðburðum, skemmtidagskrá eða fréttaviðburðum, sem og frumsýningar á vinsælu efni munu enn sameina áhorfendur og þá jafnvel í auknum mæli á heimsvísu en ekki bara innan landa. Þetta er auðvitað orðið að veruleika að allnokkru leyti, en stækkað útbreiðslusvæði Netflix er stórt skref í þessa átt. Bandaríski efnisrisinn HBO (sem framleiðir margar af vinsælustu þáttaröðum veraldar, allt frá Game of Thrones til Simpsons) steig líka skref í þessa átt á liðnu ári hér í Bandaríkjunum og fór að selja áskriftir yfir netið kapal- og útsendingarmiðlum. Ef þeir feta í fótspor Netflix og hefja dreifingu á heimsvísu, þá fyrst má Jón Gnarr fara að hafa áhyggjur af því að áskrifendur leiti til alþjóðlegra veitna, frekar en íslenskra dreifingaraðila.
  • Íslenska VR-ið: Einn af spádómum síðasta árs var að við myndum heyra mikið frá íslenskum fyrirtækjum sem væru að fást við sýndarveruleika, og nefndi þar meðal annars Valkyrie leikinn frá CCP, Sólfar, Aldin og Mure. Það má segja að þetta hafi gengið eftir. CCP tók nokkuð afgerandi kúrs í þessa átt og fékk samhliða stærstu fjárfestingu sem íslenskt sprotafyrirtæki í tölvugeiranum hefur fengið, eða um 30 milljónir dollara frá hinum virta sjóði NEA. Skömmu síðar sást til Mark Suckerberg prófa og mæra Gunjack leikinn þeirra og hafa margir haft stór orð um þá upplifun sem hann er. Sólfar fékk jafnframt góða fjármögnun og hefur vakið athygli, einkum fyrir sýndarveruleikaupplifun af Everest*. Aldin og Mure hafa jafnframt verið að gera góða hluti og við munum heyra meira frá þeim báðum á árinu.

    Hér er því að verða vísir að þekkingarklasa á nýju og allspennandi sviði og vonandi að háskólarnir sem og stærri fyrirtæki innlend – og jafnvel erlend – sjái sér hag í að tengja sig þeirri þróun og efla hana þar með. Samspil sprotafyrirtækja, stærri fyrirtækja, háskóla og fjárfestingasjóða er akkúrat það sem þarf til að upphaf af þessu tagi festi rætur og beri ávöxt.

  • Íslenska umhverfið: Heilt yfir er íslenska tækniumhverfið í ágætri stöðu og 2016 mun að líkindum bæta þar enn úr.
    • Létting gjaldeyrishafta mun hafa mikið að segja með möguleika íslenskra félaga til að sækja sér erlent fjármagn – og þá þekkingu sem því getur fylgt. Ég óttast þó að enn muni líða allmörg ár þar til hefðbundnir alþjóðlegir áhættufjárfestingasjóðir verði tilbúnir að fjárfesta í íslenskum félögum – og kemur þar reyndar fleira til. Þangað til svo er mun sá tími koma fyrr eða síðar í lífi flestra okkar nýsköpunarfyrirtækja að þau þurfa að koma móðurfélögum sínum, hugverkum og þar með stærstum hluta hagnaðar fyrir erlendis.
    • Mannekla er viðloðandi í hugbúnaðargeiranum og verður ekkert lát á miðað við allt það sem er í gangi. Þetta á ekki bara við um forritara, heldur nánast öll þau störf sem að hugbúnaðargerð, rekstri tæknifyrirtækja og svo auðvitað sölu og markaðssetningu tæknilausna. Enn eru of fáir að útskrifast úr þessum fögum þrátt fyrir mikla aukningu á undanförnum árum og eins eru þeir sem útskrifast ef til vill með helst til einsleita þekkingu. Eins er alveg stórundarlegt að enn sé mjög flókið og tímafrekt mál fyrir sérfræðinga á þessum sviðum að fá hér atvinnu- og dvalarleyfi komi þeir frá löndum utan EES.
    • Starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja í þessum geira á Íslandi er nánast engin. Það er mikilvægt í bland við það sem hér sprettur upp að fólk hafi tækifæri að vinna hjá stórum, öflugum, alþjóðlegum fyrirtækjum. Bæði eykur það úrval starfa og möguleika fyrir fólk í geiranum, en ekki síður eykur það reynslu fólksins í tæknigeiranum af slíku umhverfi – með öllum sínum kostum og göllum – öllum til hagsbóta. Ég er stoltur af þeirri uppbyggingu sem Qlik hefur staðið fyrir hér eftir kaupin á DataMarket í fyrra, en við þurfum fleiri, stærri og fjölbreyttari fyrirtæki hingað til að skapa meiri breidd og “dínamík” í íslenska tækniumhverfið. Ég spái því að hafin verði vinna við að laða slík fyrirtæki hingað á árinu.
    • Stóru vaxtarfjárfestingasjóðirnir þrír Frumtak II, Eyrir Sprotar og Brunnur fjárfestu talsvert á nýliðnu ári, en eiga enn umtalsverða fjármuni sem þeir þurfa að koma í vinnu fyrr en síðar. Nú eru sjóðirnir komnir vel af stað og 2016 verður því líklega stærsta ár Íslandssögunnar þegar kemur að framtaksfjármögnun íslenskra tæknifyrirtækja. Húrra fyrir því!

* Tek fram að ég er hluthafi í Sólfari í gegnum fjárfestingasjóðinn Investa.

– – –

Upphaflega birt á Kjarnanum

Saga af 725 krónum

Árið 1981 voru 725 krónur dágóð upphæð. Með snöggri leit á timarit.is má sjá að fyrir um það bil þá upphæð mátti m.a. fá vel með farinn Silver Cross barnavagn, leigja herbergi á stúdentagörðum í heilan mánuð og kaupa veiðileyfi í Elliðavatni í heilt sumar – en það þótti reyndar okur.

Screen Shot 2015-11-25 at 14.48.37

Á hefðbundnari mælikvarða jafngilda 725 krónur árið 1981 ríflega 30þús krónum í dag á föstu verðlagi.

En fyrir 725 krónur mátti líka fá 100 bandaríkjadali. Það er áhugavert að sjá hvernig þessum krónum – eða dollurum – hefði reitt af með mismunandi ávöxtunaraðferðum. Grafið hér að neðan sýnir einfaldasta samanburð.

ISKUSD-obundin

Eftirfarandi má lesa úr grafinu:

  • Hefði ég geymt krónurnar undir koddanum ætti ég augljóslega enn í dag 725 krónur.
  • Hefði ég geymt 100 dollara undir koddanum ætti ég jafn augljóslega ennþá 100 dollara, en þeir jafngilda í lok árs 2013† 12.223 krónum.
  • Hefði ég lagt krónurnar inn á hefðbundinn íslenskan bankareikning (Hagstofan kallar þennan flokk “almenna sparisjóðsbók”), ætti ég í árslok 2013 6.275 krónur.
  • Hefði ég lagt krónurnar inn á hefðbundinn bandarískan bankareikning, ætti ég í árslok 2013 455 dollara sem þá var jafngildi 55.574 króna.

Á þessu tímabili var með öðrum orðum tvöfalt betra að eiga dollara undir koddanum, en krónur á venjulegum íslenskum bankareikningi. Hvorugt var þó sérlega gott. Krónurnar á bankareikningnum höfðu í lok tímabilsins tapað 79% af verðgildi sínu á föstu íslensku verðlagi og dollararnir 59%. Krónurnar undir koddanum höfðu tapað 97,5% af sínu verðgildi. Aðeins bandaríski bankareikningurinn hafði skilað raunávöxtun. Sú ávöxtun nemur – í krónum – 88%, sem yfir 32 ára tímabil er rétt um 2% ársávöxtun að jafnaði.

Krónan kemur ekki sérlega vel út í þessum samanburði.

En skoðum einn möguleika í viðbót. Bundin innlán. Í því tilfelli er mjög erfitt að finna nokkuð sem kallast gætu samanburðarhæf gögn á milli íslenskra og bandarískra reikninga. Annars vegar er verðtrygging innlána nánast óþekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum og hins vegar gekk mér erfiðlega að finna gögn yfir allt tímabilið fyrir bandaríska reikninga með langan binditíma. Eftirfarandi gefur eftir sem áður nokkuð góða mynd af þessu:

ISKUSD-bundin

Hér má lesa eftirfarandi:

  • Bundnu bandarísku innlánin gefa – eðlilega – aðeins betri ávöxtun en hefðbundnu bandarísku innlánin. 100 dollararnir okkar eru í árslok 2013 orðnir að 524 dollurum, eða sem nam þá 64.106 krónum. Það er 119% raunávöxtun í krónum talið eða sem nemur rétt tæplega 2,5% meðalávöxtun á ári.
  • Bundnir, íslenskir, verðtryggðir reikningar gefa langbestu ávöxtunina af þessum kostum. 725 krónurnar okkar eru orðnar að hvorki meira né minna en 105.604 krónum. 260,5% raunávöxtun, eða nærri 4,1% raunávöxtun á ári að jafnaði. Það þykir í öllu samhengi mjög góð áhættulaus ávöxtun.

Af ofangreindu er líklega hægt að draga margvíslegar ályktanir bæði um kosti og galla verðtryggingar, íslensku krónunnar og íslenskrar efnahagsstjórnar. Sé hins vegar eitthvað að marka söguna er að minnsta kosti óhætt að fullyrða að það borgi sig ekki að geyma íslenskar krónur til lengdar hvorki í seðlum né á veltureikningum. Sennilega er líka hægt að fullyrða að án verðtryggingar hefði áhættulítill sparnaður verið fullkomlega óraunhæfur síðustu áratugi.

Þær eru sennilega óaðskiljanlegar síamssystur, íslenska krónan og verðtryggingin.

– – –

† Gagnasett Hagstofunnar sem sýnir sögulega ávöxtun á notaði til að teikna þetta upp nær aðeins til 2013. Árin 2 síðan breyta litlu um stóru myndina sem dregin er upp hér.

Birt með fyrirvara um mistök í útreikningum. Öllum leiðréttingum og ábendingum verður tekið fagnandi.

Loksins skil ég íslenska pólitík

Ég rakst á frábæra grein á Vox sem ber titilinn “Tech nerds are smart. But they can’t seem to get their heads around politics“. Ég tek titilinn augljóslega til mín 🙂

Greinin er löng, kemur víða við, en opnaði virkilega augu mín fyrir nýjum vinklum á þá órökréttu loðmullu sem pólitík samtímans er í augum okkar nördanna. Greinin er rituð algerlega útfrá sjónarhóli bandarískra stjórnmála, en í kjölfar lestursins kviknuðu eftirfarandi pælingar um íslenska landslagið:

Íslensk pólitík snýst ekki um hægri og vinstri, heldur um þá sem eru í meginatriðum sáttir við samfélagsgerðina og vilja sem minnstu breyta – “íhaldsvænginn”, og hina sem eru óánægðir og vilja breytingar, en eru alls ekki sammála um það hverju þeir vilja breyta – “óánægjuvænginn”.

  • Íhaldsvængurinn: Að vilja sem minnstu breyta er auðvitað orðabókarskýringin á “íhaldi” eða “conservatism”. Eðli málsins samkvæmt er þetta upp til hópa fólk sem hefur komið sér vel fyrir í lífinu, er með ágætar eða mjög góðar tekjur, hugsar hlýlega til gamalla tíma og situr oft beinlínis að kjötkötlunum hvort sem varðar peninga, völd eða áhrif. Viðhorf þeirra er eðlilegt. Af hverju að breyta reglunum í leik sem þú ert þegar að vinna?

    Þetta sama fólk er hins vegar hrætt við breytingar og sér þær sem ógn við þessa yfirburðastöðu sína: “Hnignandi fjölskyldugildi”, réttindabaráttu minnihlutahópa, innflytjendur, aðskilnað ríkis og kirkju, breytingar á stjórnun landbúnaðar eða fiskveiða, nýja stjórnarskrá (gisp!) og svo mætti lengi telja.

    Þetta fólk kýs Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, enda hafa þeir verið duglegir að standa vörð um allt ofantalið þó þeir hafi hvor sínar áherslur og annar höfði því betur til sumra en hinn. Þessir flokkar hafa lengst af verið við völd á Íslandi og því eðlilegt að áherslur þeirra endurspeglist í þjóðfélagsgerðinni, sem kjósendur þeirra eru svo aftur sáttir við og vilja viðhalda. Dvínandi fylgi þessarra flokka síðustu ár er samkvæmt þessu skýrt merki um aukna óánægju með þjóðfélagsgerðina, hvort sem það er nú með réttu eða röngu.

  • Óánægjuvængurinn: Á hinum vængnum eru svo þeir sem eru óánægðir með þjóðfélagsgerðina og vilja breytingar. Þetta eru fjölmargir litlir hópar sem eru óánægðir með ólíka hluti og eru því í raun ekki sérlega sammála um neinar þeirra breytinga sem þeir vilja. Þeir eiga því erfitt með að finna flokka sem tala beint til þeirra, en kjósa Vinstri græna, Samfylkinguna eða eitthvert hinna skammlífu óánægjuframboða sem yfirleitt spretta einmitt upp með breytingar sem yfirlýst markmið. Þetta útskýrir líka skammvinnt ris og fall slíkra flokka mjög vel. (Einstaka sinnum tekst Framsókn að höfða til hluta þessa hóps í skamman tíma – stundum yfir kosningar – og svo falla þeir í íhaldsgírinn aftur og standa vörð um óbreytt ástand)

    Þessi sundrung sást mjög vel í tíð síðustu ríkisstjórnar þar sem óánægjuvængurinn komst til valda í kjölfar hrunsins sem margir röktu til þjóðfélagsgerðarinnar sem íhaldsvængurinn hafði byggt upp. Enda ætlaði sú stjórn að breyta öllu í stað þess að leggja áhersluna á eitt til tvö lykilmál. Það átti að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, ganga í ESB, skrifa nýja stjórnarskrá, setja á kynjakvóta, endurskipuleggja ráðuneyti, sía internetið og svo langt fram eftir götunum. Stjórnin varð á endanum varla starfhæf af því að flokkarnir voru ekki sammála um hverju ætti að breyta og þá sjaldan þeir voru það voru þeir ósammala um hvernig ætti að breyta því.

Þessi sýn á málin útskýrir hvers vegna hugtökin “hægri” og “vinstri” passa svo illa við þá flokka sem þó jafnvel kenna sig sjálfir við þau. Þetta fellur allt eins og flís við rass þegar maður skiptir “hægri” út fyrir “íhald” og “vinstri” út fyrir “óánægju”. Og flokkarnir vita þetta alveg, a.m.k. sumir. Í dag virðist vera talsverð óánægja víða í þjóðfélaginu sem kemur fram í litlu fylgi við “íhaldsvænginn”. Þetta virðist ekki vera að breytast þrátt fyrir efnahagslegan uppgang og forsvarsmenn íhaldsflokkanna sem nú eru við völd eru alveg forviða á því að það skili þeim ekki fylginu aftur sem það hafur alltaf gert í fortíðinni.

Eina röddin sem eitthvað stendur útúr þessu pólitíska litrófi er rödd Pírata. Þó Píratar séu sannarlega sprottnir upp úr óánægjuvængnum og vilji breytingar – sumar róttækar. Þá hefur áherslan hjá þeim ekki verið á einstakar breytingar, heldur á að breyta því hvernig er breytt. Breytingum á “stýrikerfinu” á nördamáli. Það er meira að segja gert ráð fyrir því að fólk geti starfað saman í flokknum þó það hafi opinberlega heitar, andstæðar skoðanir á stórum málum – nokkuð sem í hefðbundnu flokkunum lýðst ekki – svo lengi sem að deilendurnir séu sammála um og sáttir við kerfið sem leiða skuli að niðurstöðu.

Þetta er spennandi tilraun, en þó það sé of snemmt að fullyrða neitt er hún sannast sagna líklegust til að mistakast. Þar gildir það sama og um aðra sprota sem nördar stofna til. En jafnvel ef Pírata-tilraunin mistekst, þá er eðli sprotanna líka þannig að reynslan sem verður til við kollsteypurnar leiðir til nýrra tilrauna sem eiga meiri möguleika.

Mörgum okkar finnst pólitíkin orðin úrelt á bæði íhalds- og óánægjuvængjunum og sumir eru jafnvel farnir að “tékka sig út”: hætta að fylgjast með fréttum og þjóðfélagsumræðu og einbeita sér að sér og sínum. Þetta á enn frekar við um uppvaxandi kynslóðir sem hafa um talsvert skeið einfaldlega ekki sett sig inn í pólitík og sjá ekki einu sinni ástæðu til að nýta kosningaréttinn. Ef það er einhver von á algerlega nýjum vinkli í pólitíkina sem mun breyta þessu þá mun hún spretta úr þeim jarðvegi sem nú er í kringum Pírata.

Því þó það sé líklega satt að nördarnir skilji ekki pólitíkina, þá er hafið yfir allan vafa að pólitíkusarnir skilja ekki nördana.

5 einföld skref til að láta góða hluti gerast

instructions-300x292Í gegnum tíðina hef ég fylgst með og tekið þátt í fjölmörgum áhugaverðum verkefnum. Sum þeirra hafa heppnast vel og önnur síður – eins og gengur. Byggt á þessari reynslu, er ég sannfærður um að uppskriftin að því að láta góða hluti gerast – óháð viðfangsefni – sé eftirfarandi:

  1. Vinna með hópi af snjöllu fólki
  2. Móta í sameiningu framtíðarsýn sem hópurinn hefur ástríðu fyrir
  3. Festa í sessi og smita aðra af þeirri ástríðu með því að kynna, “selja” og tala opinskátt um framtíðarsýnina innan hóps og utan þangað til allir eru orðnir rauðir í framan
  4. Fjarlægja hindranir á leiðinni af ákafa
  5. Endurtaka ofangreint í smærri og stærri hópum, og yfir lengri og skemmri tímabil

Í gegnum tíðina hef ég verð einstaklega heppinn með lið #1, en ég viðurkenni fúslega að ég er enn að æfa mig í hinu. Ég held að það væri áhugavert að sjá einhvern beita þessari nálgun í íslenskum stjórnmálum. Þar virðist meira að segja fyrsta skrefið vefjast verulega fyrir fólki.

Negative news: You’re reading them wrong

Hindenburg_disaster,_1937People involved in developing software tend to mostly hear negative feedback: What’s missing, what’s not working, what’s been implemented poorly. Hearing this, it is easy to imagine that your software is shit.

Exactly the same is true of the news. We all tend to hear mostly negative news: Wars. Disasters. Crime. Hearing this, it is easy to imagine that the world is shit.

However. Realizing that this is NOT the case is a part of most software people’s learning process. In fact the opposite is true. The reason you’re hearing the negative feedback indicates that there are people out there that care about what you’re developing. What you’re doing is important enough to them that they took the time to report it to help you make it even better.

A lot fewer take the time to communicate things that are working well, are enjoyable or even delightful. And while positive feedback is certainly more gratifying, negative feedback is more valuable. Negative feedback indicates things you can improve. Positive feedback just confirms that you did something right.

So remember: Despite all the negative news, the world is a mostly wonderful place. Look at the news as bug reports. They are an indication of things to improve, but not an accurate depiction of the state of the world.