Author: Hjalmar Gislason

About Hjalmar Gislason

Founder and CEO of GRID (https://grid.is/). Curious about data, technology, media, the universe and everything. Founder of 5 software companies.

Fjárlögin í myndum – uppfærsla

Gögnin frá annarri umræðu Alþingis um fjárlagafrumvarpið 2009 komu inn á Fjárlagavefinn um helgina.

Í tilefni af því uppfærði ég myndræna framsetningu DataMarket á fjárlögunum (sjá upphaflega bloggfærslu) til að hægt sé að sjá með nokkuð þægilegum hætti þær breytingar sem gerðar hafa verið á útgjöldum Ríkisins og einstakra ráðuneyta í meðförum þingsins.

Ég bætti líka inn leitarmöguleika, þannig að hægt er að slá inn hluta úr heiti einstakra rekstrarliða til að finna þá í frumvarpinu.

Það væri gríðarlega gaman að taka þetta “alla leið” og tengja t.d. saman myndritin og viðeigandi skýringatexta í sjálfu frumvarpinu, sem og að lesa inn eldri fjárlög, breytingar á þeim í meðförum þingsins og svo auðvitað samanburð við ríkisreikning sama árs.

Það er svona viku vinna að ganga vel frá þessu, þannig að það gerist líklega ekki fyrr en ég fæ kostunaraðila á þetta, eða DataMarket þarf að vinna gögnin upp í tengslum við önnur verkefni.

Það má smella á myndina til að opna nýju græjuna:

Fyrirtæki sem heita FS#

Það stökk á mig eins og líklega fleiri þegar fyrirtækið FS7 (félag Finns Ingólfssonar sem hagnaðist á viðskiptum með Icelandair) komst í hámæli hve mjög nafn félagsins minnti á FS37 (seinna Stím) og FS38 (fyrirtæki í tengslum við Pálma Haraldsson og Fons sem lánaði FS37 peninga – sama frétt).

Gagnanördið ég brá mér því á Fyrirtækjaskrá á vef Ríkisskattstjóra og fletti upp öðrum félögum sem bera sambærileg nöfn (mynstrið “FS#”). Hér er niðurstaðan:

FS3 ehf 540706-0500   Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur
FS6 ehf 640806-1170 Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
FS7 ehf 640806-1250 Suðurlandsbraut 18   103 Reykjavík
FS10 ehf 601206-1290 Smáratorgi 3 201 Kópavogur
FS10 Holding ehf   620607-1850 Smáratorgi 3 201 Kópavogur
FS11 ehf 601206-1370 Heiðarhjalla 43 200 Kópavogur
FS13 ehf 601206-1530 Fellsmúla 11 108 Reykjavík
FS19 ehf 500407-0500 Vindheimum 116 Reykjavík
FS25 ehf 610607-1010 Hlyngerði 3 108 Reykjavík
FS28 ehf 450707-1120 Hesthömrum 18 112 Reykjavík
FS38 ehf 661007-2220 Suðurgötu 22 101 Reykjavík
FS45 ehf 591108-1070 Fiskislóð 45 101 Reykjavík
FS50 ehf 611207-3520 Síðumúla 2 108 Reykjavík
FS53 ehf 611207-3440 Tjarnargötu 4 101 Reykjavík
FS58 ehf 420408-1020 Þverholti 2 270 Mosfellsbær
FS61 ehf 630508-0880 Borgartúni 27 105 Reykjavík

Nú er ekkert í þessum lista sem segir að þau eigi eitthvað sameiginlegt annað en nafnið. Þó vekur athygli mína að fyrirtækin eru stofnuð í tímaröð. Aðeins tvö fyrirtæki brjóta þá reglu: FS10 Holding ehf, sem líklega er stofnað í tengslum við FS10 síðar og FS45, sem er til heimilis að Fiskislóð 45 og því nafnið líklega tilviljun.

Lausleg könnun leiddi í ljós að aðrar tveggja stafa samsetningar fylgt eftir með tölustöfum eru alls ekki algengar. Þetta vekur nokkrar spurningar:

  • Fyrir hvað stendur FS?
  • Ef þetta er sería, hvað varð þá um hin FS fyrirtækin? (við vitum að FS37 varð Stím)
  • Á þetta sér einhverjar sárameinlausar skýringar eins og að Fyrirtækjaskrá úthluti FS# raðnúmerum ef heiti fyrirtækis kemur ekki frá stofnendum?

Er einhvers staðar blaðamaður að leita að áhugaverðu verkefni?

Mikið væri annars gaman ef Fyrirtækjaskrá myndi opna betur á sínar opinberu upplýsingar til að einfalda allskyns athuganir sem þessar. Ég er viss um að margt áhugavert er hægt að finna bara útfrá nöfnum, stofnendum, samþykktum, stofnsamningum og ársskýrslum sem fyrirtækjum ber að skila inn, án þess að brjóta eðlilega leynd yfir þessum upplýsingum. Sjá nánar um Opin Gögn.

DataMarket at Money:Tech 2009

moneytech

My company – DataMarket – will be doing a presentation at O’Reilly’s Money:Tech conference in New York in February.

I attended the first Money:Tech conference earlier this year, and I must say it’s one of my favorite conferences ever, so I’m greatly honored to be speaking there.

The topic of my presentation is “What an Economic Collapse Looks Like: The Icelandic Economy Visualized“.

As you’ve probably heard, Iceland suffered a near-total collapse of the banking system in October. Such a collapse would have been bad enough under normal circumstances, but with banks whose assets are 10x the GDP and directly account for almost a quarter of a country’s economy, the consequences are rather dramatic.

At DataMarket, we’ve been up to our necks gathering and visualizing Icelandic statistics and economical indicators, so I think we can tell a pretty interesting story. I really look forward to showing the elite of money-techies our work!

Kreppan er kerfisvilla

Risaskjaldbaka á Galapagos-eyjumGátan er leyst: Kreppan er kerfisvilla.

Með:

  • …þá peningamálastefnu sem var í gangi,
  • …örmyntina okkar – krónuna,
  • …götótt regluverk
  • …vanbúið eftirlitskerfi; og
  • …þær ytri aðstæður sem verkuðu á hagkerfið – fyrst til vaxtar og svo til hafta

…var þetta óhjákvæmilegt.

Þetta hefur sem sagt ekkert með einstaka auðmenn, banka eða fjárfestingarfyrirtæki að gera, þó það dragi í sjálfu sér ekkert úr ábyrgð þeirra þegar og ef í ljós kemur að þeir hafi brotið reglur, lög og siðferði í einhverjum málum.

Frjáls markaður er lífrænt kerfi. Ótal aðilar mætast í gríðarstórri og flókinni heild sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir, né áttar sig á afleiðingum stórra eða smárra atvika á afkomu einstakra tegunda eða vistkerfisins í heild. Eins og önnur lífræn kerfi reynir markaðurinn á þanmörk sín á alla mögulega vegu, en lífræn kerfi eru jafnframt framúrskarandi við að finna lausnir sem henta vel þeim aðstæðum sem umhverfið býður upp á hverju sinni. Stöðugt umhverfi leiðir af sér fjölbreytt kerfi sem leitar jafnvægis, óstöðugt eða takmarkað umhverfi leiðir til sérhæfingar sem getur reynst dýrkeypt.

Þannig þróast finkur með langan og boginn gogg þar sem blóm með djúpa blómbotna bjóða upp á ljúffengan hunangssafa. Þannig spretta upp menn eins og Hannes Smárason í því fyrirtækjaumhverfi sem hér var boðið upp á. Ef ekki finkan, þá fyllir einhver önnur tegund þessa hillu vistkerfisins. Ef ekki Hannes, þá einhver annar.

Þegar meiriháttar breytingar verða á fæðuframboði, munu sum dýrin neyðast til að skipta yfir í fæðu sem þau voru ekki vön að borða áður. Þegar alþjóðleg lánsfjárkreppa skellur á mun einhver stofna hávaxta innlánsreikninga í stað þess að fjármagna sig með lánsfé. Ef ekki Landsbankinn, þá einhver annar.

Munurinn á vistkerfinu og hagkerfinu er sá að umgjörð hagkerfisins er mannanna verk. Henni er hægt að breyta til að bregðast við breyttum aðstæðum. Auka fæðuframboðið, stækka beitarsvæðin, grisja skóginn.  Umgjörðinni okkar var ekki breytt nógu hratt né reglunum fylgt nógu vel eftir. Finkurnar kláruðu hunangssafann, grasið reyndist rándýrunum óætt og vistkerfið hrundi.

Hans Rosling strikes again

Hans RoslingI’m a big fan of Hans Rosling. He’s really the guy that opened up the eyes of the world to the importance of availability of and open access to data.

His latest presentation, from Google’s Zeitgeist08 conference, is now available on YouTube. It is not as stunning as his original TED eye-opener, but still among the best material you’ll find online, and has surprisingly not made its rounds on the web for real yet. In this new video, he brings good news about AIDS, unveils the realities of oil production in US and Russia, discusses CO2 emissions and how the economic power is shifting from the west to the east. Oh, and there is stuff about money and sex also 🙂

The video can be seen here: 10 years in, 10 years out – Hans Rosling

See my previous blog entries about Hans Rosling here:

P.S. Also speaking at Zeitgeist08 was Paul Hawken. Hawken is giving a speech on sustainability here in Reykjavik on Saturday (Icelandic). From the little stuff I’ve seen he seems a little too evangelistic for my taste, but I’ll check it out anyway – ready to be converted 🙂

Gjaldeyrishöft og gengismál

Tveir punktar sem hafa skotið sér í kollinn á mér síðustu daga:

  • Gjaldeyrisreglur Seðlabankans: Stjórnvöld eru komin á það stig að búa til reglurnar “as they go along”. Villi var duglegur um helgina – fyrir hönd Verne og CCP – að benda á skaðsemi þessarra reglna fyrir sprotastarfsemi og erlendar fjárfestingar (nokkuð sem við þurfum einmitt nú frekar en nokkru sinni). Þessu var svarað með fundi í gær þar sem fram kom – samkvæmt fréttum“að gjaldeyrisreglurnar hefti ekki beina erlenda fjárfestingu. Túlkun Seðlabanka sé sú að bein erlend fjárfesting sé kaup á 10% eignarhlutur eða meira. Þetta þýðir að fyrirtæki hér geta fengið útlendinga til að fjárfesta í rekstrinum, ef eignarhlutur þeirra fer yfir 10%.”

    Ég er ekki að skálda þetta! Hvað gengur mönnum til? Í fyrsta lagi er ómögulegt að túlka orðanna hljóðan í reglum Seðlabankans á þennan veg. Þennan skilning fá aðeins þeir sem fara á fund hjá Seðlabanka og Viðskiptaráðherra og þá bara í orði eða hvað? Og hver eru rökin fyrir því að útlendingar megi eiga meira en 10% en ekki minna? Hvað ef þeir kaupa 15%, en svo minnkar eignahlutur þeirra síðar? Af hverju 10%? Þessu fylgja engin rök og erfitt einu sinni að ímynda sér hver þau gætu verið. Voru þeir ekki búnir að frétta að við “…kind of need the money”?

    Stærsti skaðinn af þessum gjörningi er samt sá að nú er orðið greinilegt að stjórnvöld eru komin í þann ham að þeim er trúandi til að setja hvaða reglur sem er, hvenær sem er og túlka þær svo eftir hentugleika. Undir slíkum kringumstæðum munu erlendir fjárfestar forðast Ísland eins og heitan eldinn og var nú nóg samt.

    Ég hef verið að vinna í tveimur verkefnum sem þetta hefur bein áhrif á. Nýja fyrirtækið mitt – DataMarket – mun reyndar ekki þurfa að sækja sér erlent fjármagn fyrr en líður á næsta ár, en ég óttast mjög skaðsemi þessa hringlandaháttar þá ef ekki verður búið að gerbreyta hér stjórn og skipulagi. Ég mun þurfa að íhuga mjög alvarlega að setja það upp sem erlent félag – og mig sem langar ekkert meira en að hjálpa til við að moka.

    Hitt er að ég hef verið að kynna Bandarískum fjárfestum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa ýmis tækifæri hér. Þeir komu hér í nokkurra daga heimsókn fyrir fáum vikum síðan og sýndu ýmsum tækifærum áhuga. Uppbyggilegum tækifærum í fyrirtækjum sem þurfa að fjármagna umtalsverðar framkvæmdir á næstu árum. Við erum að fylgja þessum málum eftir núna, en ég get fullyrt að þetta rugl er ekki til að auka líkurnar á því að eitthvað verði af þeim plönum.

    Mynduð þið fjárfesta í Bólivíu ef stjórnvöld væru nýbúin að frysta peningalegar eignir útlendinga í landinu, jafnvel þó þau væru náðasamlega til í að túlka reglur sínar ykkur í hag eða veita ykkur undanþágu, a.m.k. á meðan þeim þóknast?

    Hélt ekki! En þetta er einmitt ímyndin sem tókst að búa til með laga- og reglusetningu síðustu viku. Glæsilegt alveg.

  • Lausn á krónuflóttanum? Áðurnefndar reglur eru settar til að reyna að koma í veg fyrir að gengi krónunnar falli eins og steinn við fleytinguna. Þó svo að segja öllum beri saman um að raungengi krónunnar (m.t.t. til vöruskiptajöfnuðar) sé tugum prósenta sterkara en það er nú (sjá áður í færslunni Greiningadeild Hjalla), þá gæti algert hrun nú gert það að verkum að fjármagnsflóttinn yrði enn meiri og orðið erfiðara að komast í styrkingarferli aftur. Ástæða lagasetningarinnar er því vel skiljanleg.

    Ég velti þó fyrir mér annarri leið. “Hræddustu krónurnar” eru krónur sem erlendir aðilar sem eiga í skuldabréfum hér á landi – jöklabréfin svokölluðu. Upphæð þessarra bréfa er í kringum 400 milljarðar króna. Af þeim er einhver hluti – segjum 200 milljarðar – sem munu fara um leið og þeir geta losað eitthvað af þessum fjármunum, nánast algerlega óháð gengi krónunnar eða verðinu sem þeir fá fyrir skuldabréfin. Þeir myndu ýkjulaust vera sáttir við að fá dollara fyrir krónur á genginu 250 og afar lélega ávöxtun á bréfunum sjálfum, líklega neikvæða. Að komast út með 20-25% af upphaflegri fjárfestingu myndu þeir túlka sem árangur. Þeir eru hræddir, þurfa að nota peninginn í annað og hafa engar forsendur eða aðstöðu til að meta eða nýta sér það hvort gengi krónunnar verði sterkara eftir 2 mánuði, hálft ár eða 3 ár. Þeir ætla bara að fara.

    Á móti eru svo aðilar sem hafa miklu meira innsæi í íslenskan fjármálamarkað og skilning á því hvernig gengið eigi eftir að þróast, sem eiga í dag eignir í erlendri mynt. Augljósasta dæmið eru lífeyrissjóðirnir. Eignir þeirra erlendis nema líklega um 5 milljörðum dollara (+/- milljarður til eða frá). Lífeyrissjóðirnir – og aðrir í svipaðri stöðu – gætu gert alger kostakaup núna. Samið um að kaupa hræddu krónurnar á genginu 200-250 á móti dollara og fengið um leið óviðjafnanlega ávöxtun á skuldabréfin þar sem verið væri að selja þau með verulegum afföllum. Á genginu 200 myndi þetta ekki kosta nema 1 milljarð dollara. Þó gengið myndi ekki síga nema í 110 aftur (margir trúa að 90 sé nær lagi) á næstu tveimur árum, er ljóst að kaupendurnir myndu fara hlæjandi alla leið í bankann með þennan díl.

    Og ekki nóg með það, þeir myndu á sama tíma lýsa trausti á að íslenska hagkerfið muni braggast og líklega mynda snöggan og snarpan botn í gengiskúrfuna sem marka myndi upphaf styrkingarferils hennar.

    Hvar er villan í þessu hjá mér?

CCP og loðnan

Ég rakst á það á vef Egils Helgasonar að nokkrir bloggarar eru að bera til baka þá fullyrðingu Kjartans Pierre, sem ég hafði óbeint eftir í Silfri Egils um daginn að hlutfall CCP í útflutningi sé svipað og loðnu.

Fyrst af öllu vil ég taka fram að fátt er mér fjær en að gera lítið úr sjávarútveginum og samanburðurinn einmitt gerður til að gera mikið úr CCP frekar en lítið úr loðnuveiðunum. Samanburðurinn er gerður vegna þess að allir vita að loðnuveiðar eru okkur miklvægar, en fólk á erfiðara með að skynja verðmæti á borð við þau sem CCP skapar. Sú staðreynd að þessar tölur séu af sömu stærðargráðu er því merkileg.

Kári Sölmundarson er einn þeirra sem dregur þetta í efa og birtir tölur sem sýna þetta svona:

  • Loðna: 9,9 milljarðar
  • CCP: 2,4 milljarðar

Ég finn reyndar ekki alveg sömu tölur og Kári. Þegar ég legg saman loðnuflokkana í tölum Hagstofunnar um Afla og verðmæti eftir tegundum og veiðisvæðum 2003-2007, fæ ég töluna 5,3 milljarða fyrir árið 2007.

lodnuveidar-2007

Mér sýnist á öðrum tölum á vef Hagstofunnar að árið í ár líti alls ekki eins vel út hvað loðnuna varðar. Skv. þessu er aflaverðmæti loðnu janúar-ágúst á þessu ári 2,9 milljarðar samanborið við 5,3 fyrir sama tímabil í fyrra. Veiðitímabilið er frá janúar til mars, þannig að ólíklegt er að þessi tala eigi eftir að hækka.

Ég veit líka að tekjur CCP á árinu 2008 stefna í að verða um $50 milljónir. Meðalgengi dollarans það sem af er ári er 84 krónur og verður líklega nálægt 90 krónum yfir árið í heild. Samkvæmt þessum tölum lítur dæmið því svona út fyrir árið í ár:

  • Loðna: 2,9 milljarðar
  • CCP: 4,5 milljarðar

Þetta er auðvitað með fyrirvara um það að við Kári erum ekki að horfa á sömu tölurnar og virðist sem ekki sé allt aflaverðmæti loðnunnar inni í þeim tölum Hagstofu sem ég er að horfa á.

Ef horft er til virðisauka, þá er erlend fjárfesting á móti tekjum CCP svo að segja engin, meðan útgerðin þarf eðli málsins samkvæmt að kaupa ýmis aðföng, s.s. olíu og ýmsan vélabúnað erlendis frá fyrir hluta af þessum gjaldeyri.

Einnig væri áhugavert að skoða muninn á þeim virðisauka sem þessar greinar skapa m.t.t. fjárfestinga og gjaldeyristekna.

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá skiptir auðvitað minnstu hvort loðna eða CCP skili meiru í þjóðarbúið. Á tölunum má vel sjá að hvort tveggja skiptir umtalsverðu máli. Við eigum að stuðla að því að hvort tveggja þrífist sem allra best, að hér verði til sem fjölbreyttast efnahagslíf og hljótum að geta unað hvert öðru því að vel gangi í hverju sem fólk kýs að taka sér fyrir hendur.

P.S. Ég sé að Kjartan hefur sett inn sambærilega bloggfærslu seinnipartinn í gær.

Uppfært 25. nóv, kl 13:37 m.t.t. til athugasemdar Magnúsar hér að neðan.

DataMarket launched

I’m pleased to announce the launch of DataMarket’s new website.

As the name implies, DataMarket is about creating a marketplace for data – structured data to be more specific. This means all sorts of statistics and tabular data, including but not limited to: market research, exchange rates, various financial information, economic indicators, weather data, sports results, EPG data and the average weight of a male wallaby.

Structured data plays a big role in company operations, government and in fact many aspects of life. It therefore continues to amaze me how hard it is to find data and retrieve it in the appropriate format, let alone merging data from different data sources or creating visualizations.

DataMarket is founded to tackle these issues.

In this first phase, we open as “DataMarket – the service company”. As such we offer companies and individuals data aggregation services and custom data related projects, such as programming of interactive data applications and visualizations.

This is just the first step towards our vision of an active marketplace for structured data. Today’s launch is a way for us to get feedback and take on real-world projects as we build towards our final product – a global marketplace that brings together data providers and data seekers in a single easy-to-use, self-service market.

There are many small steps to be taken on the way to this vision. The next phase will be launched early next year when we open a relatively simple little marketplace, focused on a narrow subject – again giving us further feedback and guidance on our way towards the long-term goal.

Any ideas, feedback and help is welcomed, either in comments below or via email.

DataMarket hleypt af stokkunum

Jæja, þá er komið að því. Fyrsti áfangi nýja fyrirtækisins – DataMarket – lítur dagsins ljós í dag.

Eins og líklega hefur mátt lesa á milli línanna (og af nafninu) snýst DataMarket um að koma upp markaði fyrir kaup og sölu á gögnum. Þarna er einkum átt við tölfræði og töflugögn hverskonar, eða það sem upp á ensku hefur verið kallað “structured data”.

Undir þessa skilgreiningu falla m.a. hagtölur, markaðsrannsóknir, gengisupplýsingar og önnur fjármálagögn, veðurupplýsingar, íþróttaúrslit, sjónvarpsdagskrár, bílategundir, þróun í meðalþyngd ástralskra karlmanna og svo framvegis. Í raun hver þau gögn sem eðlilegt væri að setja fram sem töflu.

Gögn af þessu tagi koma víða við sögu í fyrirtækjarekstri, stjórnsýslu og í raun á svo að segja öllum sviðum mannlífsins. Það kemur mér því sífellt á óvart hversu erfitt er að finna góð gögn, fá þau afhent á hentugu sniði, að ekki sé talað um hverskonar samkeyrslu eða myndræna framsetningu.

DataMarket ætlar sér að takast á við þessi vandamál.

Í þessum fyrsta fasa kynnum við “þjónustufyrirtækið DataMarket”. Frá og með deginum í dag bjóðum við fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum upp á gagnaöflunarþjónustu. Við sjáum sem sagt um að finna þau gögn sem leitað er að, göngum frá leyfismálum, samkeyrum gögn úr ólíkum áttum og vörpum gögnunum á það snið sem viðskiptavinurinn óskar. Að auki tökum við að okkur að útbúa myndræna og/eða gagnvirka framsetningu á hvers kyns gögnum – það sem við kjósum að kalla gagnagræjur.

Þetta er að miklu leyti gert til að fá betri tilfinningu fyrir markaðnum. Átta okkur á því hvar þörfin er mest, hvers konar verkefni skjóta upp kollinum og hvar mögulega viðskiptavini okkar svíður helst þegar kemur að gagnamálum. Þessa reynslu munum við svo nota til að forgangsraða við frekari uppbyggingu DataMarket.

Markmiðið er að DataMarket verði með tímanum öflugur markaður sem leiði saman kaupendur og seljendur gagna í þægilegu sjálfsafgreiðslukerfi. Mikil vinna er óunnin þar til sú sýn verður að veruleika. Fyrstu skrefin í þá átt verða þó stigin fljótlega á næsta ári. Þú munum við opna vísi að slíkum markaði sem þó mun hafa mjög afmörkuð efnistök.

Með þessum litlu skrefum vonumst við til að geta byggt fyrirtækið upp á skynsamlegan hátt með endurgjöf sem beini okkur rétta braut í átt að lagtímamarkmiðinu.

Allar ábendingar, hugmyndir og umkvartanir eru velkomin, hvort heldur er í athugasemdum hér á blogginu, eða í tölvupósti.

Nýsköpun í Silfri Egils

Ég fékk tækifæri til að koma að nokkrum orðum um nýsköpun og uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs í Silfri Egils í dag.

Hér að neðan er upptaka af spjallinu.

P.S. Ég vona að RÚV sjái í gegnum fingur sér með að það er klárlega brot á höfundarrétti að setja efni frá þeim á YouTube. Það er bara ekki alveg nógu aðgengilegt að vísa á efni á þeirra eigin vef: Upptökur af Silfri dagsins á vef RÚV.